Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2018 07:30 Brett Kavanaugh. Vísir/EPA Bandaríkin Öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum fengu í gær að skoða skýrslu um afrakstur bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á dómaranum Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. Bakgrunnsrannsóknin var opnuð á ný eftir að Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar kröfðust þess við yfirheyrslur yfir Kavanaugh og sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á níunda áratugnum, að rannsóknin yrði opnuð á ný í ljósi ásakana Ford og annarra kvenna. Repúblikaninn Jeff Flake tók svo undir kröfuna, og kom þannig í veg fyrir að Kavanaugh hefði meirihluta á bak við sig. Í kröfu Flakes á þeim tíma kom fram að hann vildi að rannsóknin yrði ekki lengri en vika og að umfang hennar yrði takmarkað. Við það var staðið og samþykktu Demókratar þá málamiðlun. Dianne Feinstein, æðsti þingmaður Demókrata í nefndinni, og Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata, héldu blaðamannafund um hina nýju skýrslu í gær. „Það merkilegasta við skýrsluna er það sem er ekki í henni. FBI hafði hvorki tal af Brett Kavanaugh né Blasey Ford,“ sagði Feinstein og bætti við: „Það sem við fengum að skoða í dag […] virðist vera afrakstur ókláraðrar rannsóknar. Ef til vill gerði forsetaembættið þessar takmarkanir, ég veit það ekki.“ Feinstein sagði Demókrata hafa samþykkt að umfang rannsóknarinnar yrði takmarkað. „En við samþykktum ekki að forsetaembættið ætti að tjóðra FBI,“ sagði hún. Schumer tók í sama streng og gagnrýndi takmarkanir á umfangi skýrslunnar. „Við ítrekum ákall okkar um það, í ljósi takmarkana á rannsókninni, að þessi skjöl verði gerð opinber. Af hverju ætti almenningur ekki að fá að sjá þetta?“ spurði Schumer en skýrslan var ekki gerð opinber í gær né var henni lekið í fjölmiðla. Bæði gagnrýndu þau að öldungadeildarþingmennirnir, hundrað talsins, hafi einungis fengið eitt eintak til að skoða saman. Repúblikanar eru öllu sáttari við skýrsluna og segja málflutning Demókrata einungis til þess gerðan að tefja. Chuck Grassley, formaður dómsmálanefndarinnar, sagði ekkert í skýrslunni sem nefndin vissi ekki áður. „Rannsóknin leiddi ekki í ljós neinar vísbendingar um illgjörðir og það sama má segja um fyrri sex bakgrunnsrannsóknir sem gerðar hafa verið á Kavanaugh á 25 ára starfsferli hans fyrir hið opinbera,“ sagði formaðurinn. Schumer sagðist hins vegar ósammála orðum hans en útskýrði það ekki frekar. John Kennedy, Repúblikani í dómsmálanefndinni [sem er ekki hluti af hinni frægu Kennedy-fjölskyldu], tók undir með Grassley. „Ég kom ekki auga á neitt sem styður ásakanir á hendur Kavanaugh og sé ekki hvernig nokkur sanngjörn manneskja getur komist að annarri niðurstöðu.“ Forsetinn tjáði sig einnig um rannsóknina á Twitter. „Þetta er í sjöunda skipti sem FBI rannsakar Kavanaugh dómara. Jafnvel þótt rannsóknirnar yrðu hundrað talsins væri það samt ekki nógu gott fyrir Demókrata sem vilja ekkert gera nema tefja og hindra. Atkvæðagreiðsla fer fram í öldungadeildinni í heild í dag um að taka málið til umfjöllunar. Mitch McConnell, þingflokksformaður Repúblikana í öldungadeildinni, hefur svo sagt að atkvæðagreiðslan um sjálfa tilnefninguna fari fram á morgun. Ekki er öruggt að þingmenn greiði atkvæði á sama hátt í atkvæðagreiðslunum tveimur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sjá meira
Bandaríkin Öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum fengu í gær að skoða skýrslu um afrakstur bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á dómaranum Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. Bakgrunnsrannsóknin var opnuð á ný eftir að Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar kröfðust þess við yfirheyrslur yfir Kavanaugh og sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á níunda áratugnum, að rannsóknin yrði opnuð á ný í ljósi ásakana Ford og annarra kvenna. Repúblikaninn Jeff Flake tók svo undir kröfuna, og kom þannig í veg fyrir að Kavanaugh hefði meirihluta á bak við sig. Í kröfu Flakes á þeim tíma kom fram að hann vildi að rannsóknin yrði ekki lengri en vika og að umfang hennar yrði takmarkað. Við það var staðið og samþykktu Demókratar þá málamiðlun. Dianne Feinstein, æðsti þingmaður Demókrata í nefndinni, og Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata, héldu blaðamannafund um hina nýju skýrslu í gær. „Það merkilegasta við skýrsluna er það sem er ekki í henni. FBI hafði hvorki tal af Brett Kavanaugh né Blasey Ford,“ sagði Feinstein og bætti við: „Það sem við fengum að skoða í dag […] virðist vera afrakstur ókláraðrar rannsóknar. Ef til vill gerði forsetaembættið þessar takmarkanir, ég veit það ekki.“ Feinstein sagði Demókrata hafa samþykkt að umfang rannsóknarinnar yrði takmarkað. „En við samþykktum ekki að forsetaembættið ætti að tjóðra FBI,“ sagði hún. Schumer tók í sama streng og gagnrýndi takmarkanir á umfangi skýrslunnar. „Við ítrekum ákall okkar um það, í ljósi takmarkana á rannsókninni, að þessi skjöl verði gerð opinber. Af hverju ætti almenningur ekki að fá að sjá þetta?“ spurði Schumer en skýrslan var ekki gerð opinber í gær né var henni lekið í fjölmiðla. Bæði gagnrýndu þau að öldungadeildarþingmennirnir, hundrað talsins, hafi einungis fengið eitt eintak til að skoða saman. Repúblikanar eru öllu sáttari við skýrsluna og segja málflutning Demókrata einungis til þess gerðan að tefja. Chuck Grassley, formaður dómsmálanefndarinnar, sagði ekkert í skýrslunni sem nefndin vissi ekki áður. „Rannsóknin leiddi ekki í ljós neinar vísbendingar um illgjörðir og það sama má segja um fyrri sex bakgrunnsrannsóknir sem gerðar hafa verið á Kavanaugh á 25 ára starfsferli hans fyrir hið opinbera,“ sagði formaðurinn. Schumer sagðist hins vegar ósammála orðum hans en útskýrði það ekki frekar. John Kennedy, Repúblikani í dómsmálanefndinni [sem er ekki hluti af hinni frægu Kennedy-fjölskyldu], tók undir með Grassley. „Ég kom ekki auga á neitt sem styður ásakanir á hendur Kavanaugh og sé ekki hvernig nokkur sanngjörn manneskja getur komist að annarri niðurstöðu.“ Forsetinn tjáði sig einnig um rannsóknina á Twitter. „Þetta er í sjöunda skipti sem FBI rannsakar Kavanaugh dómara. Jafnvel þótt rannsóknirnar yrðu hundrað talsins væri það samt ekki nógu gott fyrir Demókrata sem vilja ekkert gera nema tefja og hindra. Atkvæðagreiðsla fer fram í öldungadeildinni í heild í dag um að taka málið til umfjöllunar. Mitch McConnell, þingflokksformaður Repúblikana í öldungadeildinni, hefur svo sagt að atkvæðagreiðslan um sjálfa tilnefninguna fari fram á morgun. Ekki er öruggt að þingmenn greiði atkvæði á sama hátt í atkvæðagreiðslunum tveimur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sjá meira