Gáleysi utanríkisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. október 2018 07:00 Á dögunum átti sér stað umræða um Brexit-ferlið á Alþingi, og sagði utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór, þá m.a. þessi – sem ég vil kalla fleygu, þó í nokkru lágflugi séu – orð: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um það að það sé ekkert mál að fara út aftur ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir, sem enginn getur notað aftur.“ Nú er það svo, að Guðlaugur Þór er æðsti maður landsmanna í utanríkismálum og samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir, og er því nokkuð í húfi, að hann hugsi allt vel og beiti þekkingu og yfirsýn, þegar hann tjáir sig um alþjóðamál. En, í hverju felst gáleysi utanríkisráðherra? Við gengum þá þegar 1993 80-90% í ESB, í gegnum EFTA/EES-samninginn og svo Schengen-samkomulagið. Við erum því, í grundvallaratriðum, búin að vera þar inni í aldarfjórðung. Sú vist hefur lagt grundvöllinn að framförum okkar og velferð – var aðallyftistöngin upp úr hruninu –, en með þessari vist og aðild að ESB höfum við átt frjálsan og ótakmarkaðan aðgang að stærsta markaði heims, 500 milljónum manna – margir með góða kaupgetu – fyrir varning okkar og þjónustu, jafnframt ferða-, dvalar- og starfsfrelsi okkar á þessu sama svæði. Á sama hátt hefur gagnkvæmt frelsi íbúa annarra aðildarþjóða tryggt okkur þann mannafla, sem okkur vantaði til að byggja upp ferðaþjónustuna, efla byggingariðnaðinn, o.s.frv. Það, sem upp á hefur vantað, er, að inngönguskrefið væri tekið til fulls, 100%, en með því kæmumst við úr þeirri stöðu að verða áhrifalaust aðildarríki, áheyrnarfulltrúi, í þá stöðu, að hafa sex þingmenn á Evrópuþinginu og okkar eigin kommissar (ráðherra), eins og hin aðildarríkin 28, en engin þjóð hefur fleiri en einn kommissar. Með fullri aðild gætum við látið vel í okkur heyra, á réttum stöðum og réttum tímum, og haft áhrif á ekki aðeins okkar eigin stöðu, heldur líka almennan gang mála í Evrópu og heiminum. Hér skal á það minnt, að engin stærri ákvörðun nær fram að ganga í ESB, nema allar aðildarþjóðir samþykki. Hver og ein þjóð hefur því mikil áhrif og mikið vald, neitunarvald, en auðvitað eingöngu með fullri, formlegri aðild. Það, sem upp á vantar fulla aðild að ESB, er aðallega tvennt: 1. Samkomulag um landbúnaðarmál, en þar sem EES-samningurinn tengir okkur líka við innri markað ESB með landbúnaðarafurðir, eru þessi landbúnaðarmál, hvort sem er, stöðugt í deiglu, auk þess, sem ESB hefur samþykkt undanþágur og vernd landbúnaðar, bæði í Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, vegna „norrænnar legu“, sem eflaust myndu líka gilda fyrir okkur. 2. Samkomulag um fiskimiðin, þar sem okkur væru tryggð full yfirráð yfir þeim, en Malta, sem var í sambærilegri stöðu, þegar samið var um aðild að ESB, tryggði sér full yfirráð og nýtingu fiskimiða sinna, á grundvelli langrar hefðar og þeirrar staðreyndar, að fiskveiðar voru grundvöllurinn fyrir afkomu Maltverja. Undirritaður telur því, að gæfulegt fullt aðildarsamkomulag við ESB sé mögulegt, en auðvitað yrðu engir endanlegir aðildarsamningar undirritaðir, nema svo væri. Um hugsanlega útgöngu og umsögn utanríkisráðherra um hana, skal þetta sagt: Við myndum auðvitað ekki taka lokaskrefið til inngöngu með það sérstaklega fyrir augum að ganga út aftur. Slíkar hugrenningar virðast undarlegar. Annað mál er svo það, að það er þræleinfalt að ganga úr ESB; til þess þarf bara eina einhliða yfirlýsingu og stuttan biðtíma, eins og dæmin sanna. Fullyrðingar um, að erfitt eða ómögulegt sé að ganga út, eru út í hött. Vandræði Breta við Brexit eru ekki þau, að þeir séu í vanda með að komast út, heldur þau, að þeir vilja halda öllum kostum þess að vera inni, í ESB, án þess að taka á sig eðlilegar skuldbindingar og skyldur af ESB-aðild, eins og hinar 27 aðildarþjóðirnar. Hjá Bretum virðast eiginhagsmunir oft í fyrirrúmi, eins og þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur Íslendingum. Varla eru menn að mæla því bót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á dögunum átti sér stað umræða um Brexit-ferlið á Alþingi, og sagði utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór, þá m.a. þessi – sem ég vil kalla fleygu, þó í nokkru lágflugi séu – orð: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um það að það sé ekkert mál að fara út aftur ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir, sem enginn getur notað aftur.“ Nú er það svo, að Guðlaugur Þór er æðsti maður landsmanna í utanríkismálum og samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir, og er því nokkuð í húfi, að hann hugsi allt vel og beiti þekkingu og yfirsýn, þegar hann tjáir sig um alþjóðamál. En, í hverju felst gáleysi utanríkisráðherra? Við gengum þá þegar 1993 80-90% í ESB, í gegnum EFTA/EES-samninginn og svo Schengen-samkomulagið. Við erum því, í grundvallaratriðum, búin að vera þar inni í aldarfjórðung. Sú vist hefur lagt grundvöllinn að framförum okkar og velferð – var aðallyftistöngin upp úr hruninu –, en með þessari vist og aðild að ESB höfum við átt frjálsan og ótakmarkaðan aðgang að stærsta markaði heims, 500 milljónum manna – margir með góða kaupgetu – fyrir varning okkar og þjónustu, jafnframt ferða-, dvalar- og starfsfrelsi okkar á þessu sama svæði. Á sama hátt hefur gagnkvæmt frelsi íbúa annarra aðildarþjóða tryggt okkur þann mannafla, sem okkur vantaði til að byggja upp ferðaþjónustuna, efla byggingariðnaðinn, o.s.frv. Það, sem upp á hefur vantað, er, að inngönguskrefið væri tekið til fulls, 100%, en með því kæmumst við úr þeirri stöðu að verða áhrifalaust aðildarríki, áheyrnarfulltrúi, í þá stöðu, að hafa sex þingmenn á Evrópuþinginu og okkar eigin kommissar (ráðherra), eins og hin aðildarríkin 28, en engin þjóð hefur fleiri en einn kommissar. Með fullri aðild gætum við látið vel í okkur heyra, á réttum stöðum og réttum tímum, og haft áhrif á ekki aðeins okkar eigin stöðu, heldur líka almennan gang mála í Evrópu og heiminum. Hér skal á það minnt, að engin stærri ákvörðun nær fram að ganga í ESB, nema allar aðildarþjóðir samþykki. Hver og ein þjóð hefur því mikil áhrif og mikið vald, neitunarvald, en auðvitað eingöngu með fullri, formlegri aðild. Það, sem upp á vantar fulla aðild að ESB, er aðallega tvennt: 1. Samkomulag um landbúnaðarmál, en þar sem EES-samningurinn tengir okkur líka við innri markað ESB með landbúnaðarafurðir, eru þessi landbúnaðarmál, hvort sem er, stöðugt í deiglu, auk þess, sem ESB hefur samþykkt undanþágur og vernd landbúnaðar, bæði í Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, vegna „norrænnar legu“, sem eflaust myndu líka gilda fyrir okkur. 2. Samkomulag um fiskimiðin, þar sem okkur væru tryggð full yfirráð yfir þeim, en Malta, sem var í sambærilegri stöðu, þegar samið var um aðild að ESB, tryggði sér full yfirráð og nýtingu fiskimiða sinna, á grundvelli langrar hefðar og þeirrar staðreyndar, að fiskveiðar voru grundvöllurinn fyrir afkomu Maltverja. Undirritaður telur því, að gæfulegt fullt aðildarsamkomulag við ESB sé mögulegt, en auðvitað yrðu engir endanlegir aðildarsamningar undirritaðir, nema svo væri. Um hugsanlega útgöngu og umsögn utanríkisráðherra um hana, skal þetta sagt: Við myndum auðvitað ekki taka lokaskrefið til inngöngu með það sérstaklega fyrir augum að ganga út aftur. Slíkar hugrenningar virðast undarlegar. Annað mál er svo það, að það er þræleinfalt að ganga úr ESB; til þess þarf bara eina einhliða yfirlýsingu og stuttan biðtíma, eins og dæmin sanna. Fullyrðingar um, að erfitt eða ómögulegt sé að ganga út, eru út í hött. Vandræði Breta við Brexit eru ekki þau, að þeir séu í vanda með að komast út, heldur þau, að þeir vilja halda öllum kostum þess að vera inni, í ESB, án þess að taka á sig eðlilegar skuldbindingar og skyldur af ESB-aðild, eins og hinar 27 aðildarþjóðirnar. Hjá Bretum virðast eiginhagsmunir oft í fyrirrúmi, eins og þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur Íslendingum. Varla eru menn að mæla því bót.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun