Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 20:21 Primera Air er skráð í Lettlandi en fyrirtækið sjálft hér á landi. Fréttablaðið/Hörður Viðskiptavinir Primera Air gætu átt rétt á endurgreiðslu, fari heim eða kröfu á hendur flugfélagsins í kjölfar gjaldþrots þess. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að fall Primera Air kosti flugrekstraraðilann einhverja fjármuni en ekki hafi borist fregnir af neinum vandræðum á Keflavíkurflugvelli vegna þess í dag. Hundruð norræna ferðalanga gætu þó setið fastir vegna gjaldþrotsins. Primera Air tilkynnti í dag að félagið ætli að óska eftir greiðslustöðvun á morgun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að allt útlit sé fyrir að gjaldþrotið muni kosta Isavia einhverjar fjármuni í formi gjalda sem það innheimtir af flugfélögum. Primera Air hafi átt 1% af heildarfarþegafjölda á Keflavíkurflugvelli það sem af er þessu ári og um 1,5% þegar litið er fram hjá farþegum sem millilenda aðeins á landnu. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air í dag kom fram að gjaldþrotið hefði ekki áhrif á ferðir á vegum íslenskra ferðaskrifstofa. Samið hefði verið við tékkneska flugfélagið Travel Service um að taka yfir samninga Primera Air. Tékkneska félagið taki við ferðum frá og með morgundeginum. Viðskiptavinir fái send ný ferðagögn með breyttum tímum og flugnúmerum, að því er segir í tilkynningu Heimsferða sem tilheyrir Primera Air-samstæðunni. Svo virðist sem að síðasta ferð Primera Air hafi verið farin á laugardag þegar vél félagsins sem kom frá Tenerife lenti í Keflavík. Ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær. Ekki liggur fyrir hvað varð um þá sem áttu miða í þeirri ferð en ekki hefur náðst í forsvarsmenn Primera Air í dag. Í tilkynningu félagsins í dag kom fram að það ynni með flugmálayfirvöldum í Danmörku og Lettlandi varðandi aðgerðir til að aðstoða farþega. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia um komur á Keflavíkurflugvelli í dag lenti vél Travel Service þar klukkan 19:32 nú í kvöld. Upphaflega átti Primera Air að fljúga þá ferð samkvæmt heimildum Vísis.Fréttablaðið hefur eftir norrænum miðlum að hundruð Norðurlandabúa séu strandaglópar vegna gjaldþrots Isavia. Félagið hefur þjónustað ferðaskrifstofur í bæði Danmörku og Svíþjóð sem þúsundir farþega hafi ferðast með.Endurgreiðslur, heimfar og kröfur Í frétt á vef Samgöngustofu vegna gjaldþrots Primera Air er minnt á réttindi viðskiptavina félagsins. Þar kemur fram að í meginatriðum gildi eftirfarandi:Farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda þess til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda, þ.m.t. íslenskum, sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Viðskiptavinir Primera Air gætu átt rétt á endurgreiðslu, fari heim eða kröfu á hendur flugfélagsins í kjölfar gjaldþrots þess. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að fall Primera Air kosti flugrekstraraðilann einhverja fjármuni en ekki hafi borist fregnir af neinum vandræðum á Keflavíkurflugvelli vegna þess í dag. Hundruð norræna ferðalanga gætu þó setið fastir vegna gjaldþrotsins. Primera Air tilkynnti í dag að félagið ætli að óska eftir greiðslustöðvun á morgun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að allt útlit sé fyrir að gjaldþrotið muni kosta Isavia einhverjar fjármuni í formi gjalda sem það innheimtir af flugfélögum. Primera Air hafi átt 1% af heildarfarþegafjölda á Keflavíkurflugvelli það sem af er þessu ári og um 1,5% þegar litið er fram hjá farþegum sem millilenda aðeins á landnu. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air í dag kom fram að gjaldþrotið hefði ekki áhrif á ferðir á vegum íslenskra ferðaskrifstofa. Samið hefði verið við tékkneska flugfélagið Travel Service um að taka yfir samninga Primera Air. Tékkneska félagið taki við ferðum frá og með morgundeginum. Viðskiptavinir fái send ný ferðagögn með breyttum tímum og flugnúmerum, að því er segir í tilkynningu Heimsferða sem tilheyrir Primera Air-samstæðunni. Svo virðist sem að síðasta ferð Primera Air hafi verið farin á laugardag þegar vél félagsins sem kom frá Tenerife lenti í Keflavík. Ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær. Ekki liggur fyrir hvað varð um þá sem áttu miða í þeirri ferð en ekki hefur náðst í forsvarsmenn Primera Air í dag. Í tilkynningu félagsins í dag kom fram að það ynni með flugmálayfirvöldum í Danmörku og Lettlandi varðandi aðgerðir til að aðstoða farþega. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia um komur á Keflavíkurflugvelli í dag lenti vél Travel Service þar klukkan 19:32 nú í kvöld. Upphaflega átti Primera Air að fljúga þá ferð samkvæmt heimildum Vísis.Fréttablaðið hefur eftir norrænum miðlum að hundruð Norðurlandabúa séu strandaglópar vegna gjaldþrots Isavia. Félagið hefur þjónustað ferðaskrifstofur í bæði Danmörku og Svíþjóð sem þúsundir farþega hafi ferðast með.Endurgreiðslur, heimfar og kröfur Í frétt á vef Samgöngustofu vegna gjaldþrots Primera Air er minnt á réttindi viðskiptavina félagsins. Þar kemur fram að í meginatriðum gildi eftirfarandi:Farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda þess til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda, þ.m.t. íslenskum, sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05