Fjarlægja jarðsprengjur á víggirtustu landamærum heims Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2018 12:36 Hermenn Norður-Kóreu skoða hermenn Suður-Kóreu í Panmunjom. Getty/Thomas Imo Hermenn frá bæði Norður- og Suður-Kóreu eru byrjaðir að fjarlægja jarðsprengjur á landamærum ríkjanna. Þar má finna minnst 800 þúsund jarðsprengjur en landamæri eru þau víggirtustu í heimi og hafa verið í áratugi. Hins vegar stendur ekki til að fjarlægja allar sprengjurnar af landamærunum. Leiðtogar ríkjanna, Kim Jong-un og Moon Jae-in, samþykktu á fundi þeirra fyrir skömmu að fjarlægja jarðsprengjur nærri sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna við friðarþorpið svokallaða, Panmunjom. Vonast er til þess að verkið verði klárað á tuttugu dögum. þegar því verður lokið verða varðstöðvar við Panmunjom fjarlægðar og hermenn sem standa þar vörð verða óvopnaðir. Þar að auki stendur til að fjarlægja jarðsprengjur í Cheorwon því ríkin tvö ætla að vinna að því í sameiningu að leita að jarðneskum leifum hermanna sem dóu þar á árum áður. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni er talið að þar megi finna lík um 500 manna.Áætlað er að hefja leitina í apríl á næsta ári. Landamæri ríkjanna ganga undir nafninu Demilitarised Zone eða DMZ og ná þvert yfir Kóreuskagann. Þau eru um 250 kílómetra löng og fjögurra kílómetra breið. Tugir þúsunda hermanna vakta landamærin. Tæpt ár er frá því að hermaður Norður-Kóreu flúði yfir landamærin í Panmunjom og var hann skotinn af öðrum hermönnum einræðisríkisins. Afar sjaldgæft er að einhverjir frá Norður-Kóreu flýi yfir sameiginlegt öryggissvæði ríkjanna (JSA) á landamærunum. Tíu ár voru síðan það gerðist síðast.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Samband ríkjanna virðist þó hafa skánað verulega að undanförnu og hafa Kim og Moon fundað nokkrum sinnum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Hermenn frá bæði Norður- og Suður-Kóreu eru byrjaðir að fjarlægja jarðsprengjur á landamærum ríkjanna. Þar má finna minnst 800 þúsund jarðsprengjur en landamæri eru þau víggirtustu í heimi og hafa verið í áratugi. Hins vegar stendur ekki til að fjarlægja allar sprengjurnar af landamærunum. Leiðtogar ríkjanna, Kim Jong-un og Moon Jae-in, samþykktu á fundi þeirra fyrir skömmu að fjarlægja jarðsprengjur nærri sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna við friðarþorpið svokallaða, Panmunjom. Vonast er til þess að verkið verði klárað á tuttugu dögum. þegar því verður lokið verða varðstöðvar við Panmunjom fjarlægðar og hermenn sem standa þar vörð verða óvopnaðir. Þar að auki stendur til að fjarlægja jarðsprengjur í Cheorwon því ríkin tvö ætla að vinna að því í sameiningu að leita að jarðneskum leifum hermanna sem dóu þar á árum áður. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni er talið að þar megi finna lík um 500 manna.Áætlað er að hefja leitina í apríl á næsta ári. Landamæri ríkjanna ganga undir nafninu Demilitarised Zone eða DMZ og ná þvert yfir Kóreuskagann. Þau eru um 250 kílómetra löng og fjögurra kílómetra breið. Tugir þúsunda hermanna vakta landamærin. Tæpt ár er frá því að hermaður Norður-Kóreu flúði yfir landamærin í Panmunjom og var hann skotinn af öðrum hermönnum einræðisríkisins. Afar sjaldgæft er að einhverjir frá Norður-Kóreu flýi yfir sameiginlegt öryggissvæði ríkjanna (JSA) á landamærunum. Tíu ár voru síðan það gerðist síðast.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Samband ríkjanna virðist þó hafa skánað verulega að undanförnu og hafa Kim og Moon fundað nokkrum sinnum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira