Býður fjölskyldunni í Fjósið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2018 11:00 "Mér finnst afskaplega spennandi að geta unnið með ungu og vel menntuðu fólki að því að byggja upp fjármálakerfi framtíðarinnar,“ segir Friðrik. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég er enn hraustur og vel lifandi,“ segir Friðrik Sophusson hressilega, inntur eftir því hvernig árin sjötíu og fimm hafi farið með hann. Friðrik er, eins og margir muna, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra bæði iðnaðar og fjármála á Íslandi. Skyldi hann alltaf hafa ætlað að verða stjórnmálamaður? „Nei, það gerðist nú bara,“ segir hann – eins og afsakandi. „Ég gekk ekki í Sjálfstæðisflokkinn fyrr en ég var tuttugu og tveggja eða þriggja ára gamall. En í Háskóla Íslands tók ég þátt í félagsmálum og var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í tvö ár. Svo æxlaðist það þannig að ég tók að mér meiri störf en ég hafði hugsað mér og eitt leiddi af öðru. Ég var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 1973 á átakafundi á Egilsstöðum, þar sem Björn Bjarnason var líka í kjöri, og vann með örfárra atkvæða mun. Í framhaldinu mátti um skeið merkja tvær fylkingar í röðum ungra sjálfstæðismanna en eftir því sem árin liðu urðu menn eindregnir samherjar, þar á meðal áttum við Björn Bjarnason afar gott samstarf í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.“ Friðrik sat á Alþingi frá 1978 til ársbyrjunar 1999 þegar hann tók við sem forstjóri Landsvirkjunar og sinnti því starfi í tæp ellefu ár. Helgi steinninn er ekkert í sjónmáli því Friðrik sinnir enn ýmsum störfum, til dæmis sem formaður stjórnar Íslandsbanka. „Mér finnst afskaplega spennandi að geta unnið með ungu og vel menntuðu fólki að því að byggja upp fjármálakerfi framtíðarinnar,“ segir hann og kveðst líka í seinni tíð hafa lagt tveimur „uppeldisfélögum“ lið, skátahreyfingunni og Val. Hann sat til skamms tíma í stjórn sameignarfélagsins Úlfljótsvatns, sem er í eigu skáta og Skógræktarfélags Íslands og nú er hann stjórnarformaður sjálfseignarstofnunarinnar Hlíðarenda, sem er bakhjarl Vals. „Valur keypti jörðina Hlíðarenda 1939. Fjósið og hlaðan eru friðuð hús og nýlega voru þau endurbyggð. Þar inni má sjá myndir og muni frá sögu félagsins og nú ætla ég að bjóða nánustu fjölskyldu í mat í Fjósinu." Friðrik spilar bridds og fer í veiðiferðir með gömlum skólafélögum auk þess að iðka golf sem hann segir að gangi ekki alltof vel. Svo ferðast þau hjónin, hann og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, víða. „Einu er skemmtilegt að segja frá, við nokkrir strákar, sem störfuðum saman í röðum ungra sjálfstæðismanna og erum núna á áttræðis- og níræðisaldri, höfum hist tvisvar í mánuði í fimmtíu ár,“ segir hann. „Fundirnir voru fyrst haldnir í hádeginu á miðvikudögum og þó þeir hafi færst yfir á föstudaga heitir klúbburinn enn Miðvikudagsklúbburinn. Sumir verða forvitnir þegar þeir sjá okkur koma út úr fundarherbergjum ýmissa veitingahúsa borgarinnar og hafa spurt: „Hvað eruð þið að ræða?“ Einn okkar var orðinn þreyttur á þessu og svaraði: „Við hittumst reglulega til að hlusta á Perry Como!“ Þar með var það útrætt mál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Diane Keaton er látin Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Októberspá Siggu Kling – Hrútur: Slepptu aðeins tökunum, þá ferðu með straumnum í rétta átt Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira
„Ég er enn hraustur og vel lifandi,“ segir Friðrik Sophusson hressilega, inntur eftir því hvernig árin sjötíu og fimm hafi farið með hann. Friðrik er, eins og margir muna, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra bæði iðnaðar og fjármála á Íslandi. Skyldi hann alltaf hafa ætlað að verða stjórnmálamaður? „Nei, það gerðist nú bara,“ segir hann – eins og afsakandi. „Ég gekk ekki í Sjálfstæðisflokkinn fyrr en ég var tuttugu og tveggja eða þriggja ára gamall. En í Háskóla Íslands tók ég þátt í félagsmálum og var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í tvö ár. Svo æxlaðist það þannig að ég tók að mér meiri störf en ég hafði hugsað mér og eitt leiddi af öðru. Ég var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 1973 á átakafundi á Egilsstöðum, þar sem Björn Bjarnason var líka í kjöri, og vann með örfárra atkvæða mun. Í framhaldinu mátti um skeið merkja tvær fylkingar í röðum ungra sjálfstæðismanna en eftir því sem árin liðu urðu menn eindregnir samherjar, þar á meðal áttum við Björn Bjarnason afar gott samstarf í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.“ Friðrik sat á Alþingi frá 1978 til ársbyrjunar 1999 þegar hann tók við sem forstjóri Landsvirkjunar og sinnti því starfi í tæp ellefu ár. Helgi steinninn er ekkert í sjónmáli því Friðrik sinnir enn ýmsum störfum, til dæmis sem formaður stjórnar Íslandsbanka. „Mér finnst afskaplega spennandi að geta unnið með ungu og vel menntuðu fólki að því að byggja upp fjármálakerfi framtíðarinnar,“ segir hann og kveðst líka í seinni tíð hafa lagt tveimur „uppeldisfélögum“ lið, skátahreyfingunni og Val. Hann sat til skamms tíma í stjórn sameignarfélagsins Úlfljótsvatns, sem er í eigu skáta og Skógræktarfélags Íslands og nú er hann stjórnarformaður sjálfseignarstofnunarinnar Hlíðarenda, sem er bakhjarl Vals. „Valur keypti jörðina Hlíðarenda 1939. Fjósið og hlaðan eru friðuð hús og nýlega voru þau endurbyggð. Þar inni má sjá myndir og muni frá sögu félagsins og nú ætla ég að bjóða nánustu fjölskyldu í mat í Fjósinu." Friðrik spilar bridds og fer í veiðiferðir með gömlum skólafélögum auk þess að iðka golf sem hann segir að gangi ekki alltof vel. Svo ferðast þau hjónin, hann og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, víða. „Einu er skemmtilegt að segja frá, við nokkrir strákar, sem störfuðum saman í röðum ungra sjálfstæðismanna og erum núna á áttræðis- og níræðisaldri, höfum hist tvisvar í mánuði í fimmtíu ár,“ segir hann. „Fundirnir voru fyrst haldnir í hádeginu á miðvikudögum og þó þeir hafi færst yfir á föstudaga heitir klúbburinn enn Miðvikudagsklúbburinn. Sumir verða forvitnir þegar þeir sjá okkur koma út úr fundarherbergjum ýmissa veitingahúsa borgarinnar og hafa spurt: „Hvað eruð þið að ræða?“ Einn okkar var orðinn þreyttur á þessu og svaraði: „Við hittumst reglulega til að hlusta á Perry Como!“ Þar með var það útrætt mál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Diane Keaton er látin Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Októberspá Siggu Kling – Hrútur: Slepptu aðeins tökunum, þá ferðu með straumnum í rétta átt Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira