Vonar að hin frjálslyndari öfl á Alþingi þori að taka sig saman Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. október 2018 07:00 Mjólkuriðnaðurinn er undanskilinn ákvæðum samkeppnislaga hvað varðar samráð. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Ég er sannfærð um að með eðlilegum leikreglum munum við sjá markaðinn blómstra og verða sterkari með aukinni nýsköpun og fjölbreytni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún hefur ásamt þingflokki sínum og tveimur þingmönnum Pírata lagt fram frumvarp á Alþingi um viðamiklar breytingar á búvörulögum. Er í frumvarpinu lagt til að undanþágur mjólkuriðnaðar frá samkeppnislögum verði afnumdar og að verðlagsnefnd búvara verði lögð niður. Markmið flutningsmanna er að auka frelsi og sjálfræði framleiðenda til markaðssetningar á afurðum sínum á innlendum og erlendum mörkuðum. „Þetta eru mjög eðlilegar breytingar að gera á 21. öldinni, það er með ólíkindum að það ríki ekki full samkeppni í mjólkuriðnaði. Ég bind nú ekki miklar vonir við að Framsóknarflokkarnir þrír í ríkisstjórn breyti miklu. Þeir hafa allir mikil tengsl við mjólkuriðnaðinn og ég hef fundið það á skömmum tíma í stjórnarandstöðu að það er lítill vilji til að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Hún vonast þó til að frjálslynd öfl á Alþingi þori að taka sig saman. „Þeir flokkar sem kenna sig við frelsi og frjálsa samkeppni þurfa sérstaklega að útskýra það af hverju þeir vilji ekki breyta kerfinu.“ Þá segir Þorgerður að ítrekuð álit Samkeppniseftirlitsins um mjólkuriðnaðinn þurfi að taka alvarlega. „Álit Samkeppniseftirlitsins eru ekki einhver konfektkassi fyrir stjórnvöld að velja úr.“ Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir ekki óeðlilegt að þessir flokkar leggi fram svona frumvarp í nafni frelsis og frjálshyggju. „Það þarf samt að hafa í huga að landbúnaður býr hvergi við algert viðskiptafrelsi. Allar þjóðir styðja við landbúnað á einhvern hátt, hvort sem það er með tollum eða einhvers konar takmörkunum á innflutningi.“ Þannig gangi það ekki upp að gera viðskipti með landbúnaðarvörur alveg frjáls hér meðan það sé ekki gert annars staðar. „Við bændur sláum ekki hendinni á móti samkeppni og endurskoðun á starfsumhverfi okkar. Það eina sem við förum fram á er að sanngirni sé gætt og að ekki verði teknar ákvarðanir í fljótfærni. Ég held að bændur séu almennt sáttir við kerfið en landbúnaðarkerfi eiga að vera í sífelldri endurskoðun.“ Þá bendir hann á að sjálfræði bænda til markaðssetningar séu engin takmörk sett. „Það er algengur misskilningur í umræðunni að mönnum séu settar skorður við framleiðslu og markaðssetningu. Það eru engar skorður á því.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
„Ég er sannfærð um að með eðlilegum leikreglum munum við sjá markaðinn blómstra og verða sterkari með aukinni nýsköpun og fjölbreytni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún hefur ásamt þingflokki sínum og tveimur þingmönnum Pírata lagt fram frumvarp á Alþingi um viðamiklar breytingar á búvörulögum. Er í frumvarpinu lagt til að undanþágur mjólkuriðnaðar frá samkeppnislögum verði afnumdar og að verðlagsnefnd búvara verði lögð niður. Markmið flutningsmanna er að auka frelsi og sjálfræði framleiðenda til markaðssetningar á afurðum sínum á innlendum og erlendum mörkuðum. „Þetta eru mjög eðlilegar breytingar að gera á 21. öldinni, það er með ólíkindum að það ríki ekki full samkeppni í mjólkuriðnaði. Ég bind nú ekki miklar vonir við að Framsóknarflokkarnir þrír í ríkisstjórn breyti miklu. Þeir hafa allir mikil tengsl við mjólkuriðnaðinn og ég hef fundið það á skömmum tíma í stjórnarandstöðu að það er lítill vilji til að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Hún vonast þó til að frjálslynd öfl á Alþingi þori að taka sig saman. „Þeir flokkar sem kenna sig við frelsi og frjálsa samkeppni þurfa sérstaklega að útskýra það af hverju þeir vilji ekki breyta kerfinu.“ Þá segir Þorgerður að ítrekuð álit Samkeppniseftirlitsins um mjólkuriðnaðinn þurfi að taka alvarlega. „Álit Samkeppniseftirlitsins eru ekki einhver konfektkassi fyrir stjórnvöld að velja úr.“ Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir ekki óeðlilegt að þessir flokkar leggi fram svona frumvarp í nafni frelsis og frjálshyggju. „Það þarf samt að hafa í huga að landbúnaður býr hvergi við algert viðskiptafrelsi. Allar þjóðir styðja við landbúnað á einhvern hátt, hvort sem það er með tollum eða einhvers konar takmörkunum á innflutningi.“ Þannig gangi það ekki upp að gera viðskipti með landbúnaðarvörur alveg frjáls hér meðan það sé ekki gert annars staðar. „Við bændur sláum ekki hendinni á móti samkeppni og endurskoðun á starfsumhverfi okkar. Það eina sem við förum fram á er að sanngirni sé gætt og að ekki verði teknar ákvarðanir í fljótfærni. Ég held að bændur séu almennt sáttir við kerfið en landbúnaðarkerfi eiga að vera í sífelldri endurskoðun.“ Þá bendir hann á að sjálfræði bænda til markaðssetningar séu engin takmörk sett. „Það er algengur misskilningur í umræðunni að mönnum séu settar skorður við framleiðslu og markaðssetningu. Það eru engar skorður á því.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira