Skerðing vinnuvikunnar Guðmundur Edgarsson skrifar 17. október 2018 10:00 Það er gott að vera góðmenni á kostnað annarra. Ályktun flokksráðs Vinstri grænna á dögunum þess efnis að vinnuvikan verði stytt í 30 stundir er til merkis um slíkt góðmennskukast. Vitnað er í könnun á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að stytting vinnuvikunnar þar á bæ hafi heppnast sérdeilis vel. Samkvæmt könnuninni hafi lífsgæði starfsmanna aukist, framleiðni batnað og veikindadögum fækkað. Því sé ekki eftir neinu að bíða: hin vísindalega könnun sveitarfélagsins sýni að því færri stundir sem menn vinni, því meiri verði afköstin og fólki líði betur. En gæðablóðin í Vinstri grænum átta sig ekki á einu grundvallaratriði: könnunin er með öllu ómarktæk. Þjónusta á vegum sveitarfélaga er ekki í neinum eðlilegum tengslum við markaðinn. Hún er lögboðin og því engin samkeppni. Kúnninn hefur ekkert val, hann er látinn borga hvort sem hann nýtir sér hana eða ekki. Þá eru mörg verkefni á vegum stórs sveitarfélags eins og Reykjavíkur þess eðlis að fólk ber ekki skynbragð á hvort þau eru gagnleg, hagkvæm eða tilgangslaus gæluverkefni. Enginn ber ábyrgð á kostnaði sem iðulega fer fram úr áætlunum eins og nýlegur braggablús sýnir.Markaðurinn á að ráða Væri mark takandi á könnuninni myndi markaðurinn bregðast skjótt við. Vinnuveitendur myndu hafa frumkvæði að því að stytta vinnuvikuna enda kappkosta fyrirtæki í samkeppnisumhverfi að auka hagkvæmni og afköst. En atvinnulífið veit sem er að könnun þessi er byggð á sandi. Ekkert vitrænt hefur komið fram sem bendir til þess að 40 stunda vinnuvika sé fólki ofviða enda hefur verið miðað við þá tölu allt frá því að Henry Ford kom henni á í bílaverksmiðjum sínum árið 1914. Aðalatriðið er þó það að opinberir aðilar eins og ríki og sveitarfélög eiga ekki að leiða breytingar í þessa veru. Aðeins markaðurinn á að hafa frumkvæði þar um enda stendur atvinnulífið undir launakostnaði allra opinberra starfsmanna. Þaðan koma jú skattarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Sjá meira
Það er gott að vera góðmenni á kostnað annarra. Ályktun flokksráðs Vinstri grænna á dögunum þess efnis að vinnuvikan verði stytt í 30 stundir er til merkis um slíkt góðmennskukast. Vitnað er í könnun á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að stytting vinnuvikunnar þar á bæ hafi heppnast sérdeilis vel. Samkvæmt könnuninni hafi lífsgæði starfsmanna aukist, framleiðni batnað og veikindadögum fækkað. Því sé ekki eftir neinu að bíða: hin vísindalega könnun sveitarfélagsins sýni að því færri stundir sem menn vinni, því meiri verði afköstin og fólki líði betur. En gæðablóðin í Vinstri grænum átta sig ekki á einu grundvallaratriði: könnunin er með öllu ómarktæk. Þjónusta á vegum sveitarfélaga er ekki í neinum eðlilegum tengslum við markaðinn. Hún er lögboðin og því engin samkeppni. Kúnninn hefur ekkert val, hann er látinn borga hvort sem hann nýtir sér hana eða ekki. Þá eru mörg verkefni á vegum stórs sveitarfélags eins og Reykjavíkur þess eðlis að fólk ber ekki skynbragð á hvort þau eru gagnleg, hagkvæm eða tilgangslaus gæluverkefni. Enginn ber ábyrgð á kostnaði sem iðulega fer fram úr áætlunum eins og nýlegur braggablús sýnir.Markaðurinn á að ráða Væri mark takandi á könnuninni myndi markaðurinn bregðast skjótt við. Vinnuveitendur myndu hafa frumkvæði að því að stytta vinnuvikuna enda kappkosta fyrirtæki í samkeppnisumhverfi að auka hagkvæmni og afköst. En atvinnulífið veit sem er að könnun þessi er byggð á sandi. Ekkert vitrænt hefur komið fram sem bendir til þess að 40 stunda vinnuvika sé fólki ofviða enda hefur verið miðað við þá tölu allt frá því að Henry Ford kom henni á í bílaverksmiðjum sínum árið 1914. Aðalatriðið er þó það að opinberir aðilar eins og ríki og sveitarfélög eiga ekki að leiða breytingar í þessa veru. Aðeins markaðurinn á að hafa frumkvæði þar um enda stendur atvinnulífið undir launakostnaði allra opinberra starfsmanna. Þaðan koma jú skattarnir.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar