Aðeins 19 laxa munur á Eystri og Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 15. október 2018 11:00 Eystri Rangá er enn sem komið er aflahæsta á landsins með 3.929 laxa Mynd: www..ranga.is Það eru ennþá nokkrir dagar eftir af veiðitímabilinu og veiði stendur ennþá yfir í fjórum ám þar sem veiði er haldið uppi með seiðasleppingum. Árnar þar sem ennþá er veitt eru Eystri Rangá, Ytri Rangá, Affall og Þverá í Fljótshlíð. Í uppfærðum veiðitölum síðasta miðvikudag er ekki nema 19 laxa munur á veiðinni í Eystri Rangá og Ytri Rangá en heildar veiðin í Eystri er 3.929 laxar og í Ytri Rangá 3.910 laxar. Það eru nokkrir dagar eftir af veiðitímanum svo það er ljóst að um einhverja keppni verður að ræða milli ánna um það hvor þeirra verður sú aflahæsta á þessu tímabili og á toppnum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins. Annars hefur veiðin í hinum tveimur nefndu ánum verið mjög góð í sumar en í Þverá í Fljótshlíð eru komnir 470 laxar á móti 448 á fyrra sem þó var gott ár í ánni. Affallið hefur aftur á móti skilað 860 löxum á land í sumar sem er feyknagóð veiði á fjórar stangir en síðasta ár veiddust ekki nema 193 laxar svo þarna er mikill viðsnúningur á heimtum. Mest lesið Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði
Það eru ennþá nokkrir dagar eftir af veiðitímabilinu og veiði stendur ennþá yfir í fjórum ám þar sem veiði er haldið uppi með seiðasleppingum. Árnar þar sem ennþá er veitt eru Eystri Rangá, Ytri Rangá, Affall og Þverá í Fljótshlíð. Í uppfærðum veiðitölum síðasta miðvikudag er ekki nema 19 laxa munur á veiðinni í Eystri Rangá og Ytri Rangá en heildar veiðin í Eystri er 3.929 laxar og í Ytri Rangá 3.910 laxar. Það eru nokkrir dagar eftir af veiðitímanum svo það er ljóst að um einhverja keppni verður að ræða milli ánna um það hvor þeirra verður sú aflahæsta á þessu tímabili og á toppnum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins. Annars hefur veiðin í hinum tveimur nefndu ánum verið mjög góð í sumar en í Þverá í Fljótshlíð eru komnir 470 laxar á móti 448 á fyrra sem þó var gott ár í ánni. Affallið hefur aftur á móti skilað 860 löxum á land í sumar sem er feyknagóð veiði á fjórar stangir en síðasta ár veiddust ekki nema 193 laxar svo þarna er mikill viðsnúningur á heimtum.
Mest lesið Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði