Búist við að Löfven fái umboð til stjórnarmyndunar Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2018 08:40 Stefan Löfven er leiðtogi Jafnaðarmanna. Hann vill mynda stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Búist er við að Stefan Löfven, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, fái umboð til stjórnarmyndunar í dag. Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, fundar í dag með leiðtogum allra flokka á sænska þinginu og mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til að mynda nýja stjórn. Norlén veitti Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar fyrir tæpum tveimur vikum, en hann gekk á fund Norlén í gær þar sem hann tilkynnti að honum hafi mistekist að mynda stjórn sem meirihluti þingsins myndi verja vantrausti.Vill samstarf þvert á blokkir Eftir fund sinn með Norlén í morgun sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð. Þá sagði hann jafnframt að Jafnaðarmenn væri reiðubúnir til málamiðlana. Löfven hefur áður sagt að Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna, séu vænlegir samstarfsflokkar fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórn tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Ulf Kristersson.Getty/BloombergKristersson mistókst Kristersson tilkynnti gær að honum hafi, eftir viðræður við leiðtoga annarra flokka, ekki tekist að safna nægum stuðningi til myndunar stjórnar borgaralegu flokkanna fjögurra sem nyti stuðnings Jafnaðarmannaflokksins, stjórnar einungis Moderaterna eða stjórnar Moderaterna og Kristilegra demókrata. Miðflokkurinn og Frjálslyndir höfnuðu báðir síðustu tveimur kostunum. Mjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson fær umboð til stjórnarmyndunar Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:51 Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Hægriflokkurinn vill stýra einn Illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð nú þegar rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Leiðtogi stærsta flokks hægriblokkarinnar leggur til að flokkurinn myndi minnihlutastjórn einn síns liðs. 13. október 2018 08:15 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Búist er við að Stefan Löfven, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, fái umboð til stjórnarmyndunar í dag. Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, fundar í dag með leiðtogum allra flokka á sænska þinginu og mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til að mynda nýja stjórn. Norlén veitti Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar fyrir tæpum tveimur vikum, en hann gekk á fund Norlén í gær þar sem hann tilkynnti að honum hafi mistekist að mynda stjórn sem meirihluti þingsins myndi verja vantrausti.Vill samstarf þvert á blokkir Eftir fund sinn með Norlén í morgun sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð. Þá sagði hann jafnframt að Jafnaðarmenn væri reiðubúnir til málamiðlana. Löfven hefur áður sagt að Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna, séu vænlegir samstarfsflokkar fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórn tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Ulf Kristersson.Getty/BloombergKristersson mistókst Kristersson tilkynnti gær að honum hafi, eftir viðræður við leiðtoga annarra flokka, ekki tekist að safna nægum stuðningi til myndunar stjórnar borgaralegu flokkanna fjögurra sem nyti stuðnings Jafnaðarmannaflokksins, stjórnar einungis Moderaterna eða stjórnar Moderaterna og Kristilegra demókrata. Miðflokkurinn og Frjálslyndir höfnuðu báðir síðustu tveimur kostunum. Mjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson fær umboð til stjórnarmyndunar Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:51 Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Hægriflokkurinn vill stýra einn Illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð nú þegar rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Leiðtogi stærsta flokks hægriblokkarinnar leggur til að flokkurinn myndi minnihlutastjórn einn síns liðs. 13. október 2018 08:15 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Kristersson fær umboð til stjórnarmyndunar Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:51
Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31
Hægriflokkurinn vill stýra einn Illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð nú þegar rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Leiðtogi stærsta flokks hægriblokkarinnar leggur til að flokkurinn myndi minnihlutastjórn einn síns liðs. 13. október 2018 08:15