Skoða Twitternjósnir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2018 08:15 Ef ásakanir á hendur Twitter reynast réttar gæti fyrirtækið þurft að greiða himinháa sekt. Vísir/EPA Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter sætir nú rannsókn persónuverndaryfirvalda á Írlandi vegna þess að miðillinn neitar því að upplýsa notendur um hvaða upplýsingar fyrirtækið skráir þegar notandinn smellir á hlekki á Twitter. Frá þessu var greint á vefsíðu Fortune í gær. Þegar notendur setja hlekki í tíst sín breytir Twitter hlekknum með styttingakerfi sínu, t.co. Á hjálparsíðu Twitter segir að þetta sé gert svo fyrirtækið geti skráð hversu oft smellt er á hvern hlekk og til þess að berjast gegn dreifingu tölvuveira á samfélagsmiðlinum. Michael Veale, netöryggismálarannsakandi hjá University College í Lundúnum, sagði í samtali við Fortune að hann grunaði að Twitter safnaði þó enn frekari upplýsingum þegar notendur smella á hlekki. Mögulega nýtti samfélagsmiðillinn styttingakerfi sitt til þess að fylgja notendum á vafri þeirra og skilja eftir svokallaðar vafrakökur (e. cookies). Evrópusambandið samþykkti nýja löggjöf um meðferð persónulegra gagna árið 2016 og tók hún gildi í maí síðastliðnum. Með tilkomu löggjafarinnar, sem kallast Almenna persónuverndarreglugerðin, eða einfaldlega GDPR, getur hver notandi krafið veffyrirtæki um allar þær upplýsingar sem vefurinn hefur safnað um notandann. Þetta gerði Veale en Twitter neitaði því að útvega upplýsingar sem safnað er við það þegar smellt er á hlekki. Bar því fyrir sig að söfnun þeirra gagna væri flókin og erfið og sagði að GDPR heimilaði neitun á þeim grundvelli. Veale er hins vegar á þeirri skoðun að Twitter rangtúlki löggjöfina. Veale kvartaði svo til írskra persónuverndaryfirvalda og segir Fortune frá því að á fimmtudaginn hafi rannsókn á málinu hafist. Evrópskar höfuðstöðvar Twitter, líkt og annarra tæknifyrirtækja á borð við Google, Facebook, Microsoft og Paypal, eru á Írlandi. Nánar tiltekið í Dyflinni. Þess vegna var kvörtunin send inn þar í landi. Komist yfirvöld á Írlandi að þeirri niðurstöðu að Twitter hafi brotið gegn GDPR-löggjöfinni gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér allt að tuttugu milljóna evra sekt, eða sekt sem nemur fjórum prósentum árlegrar veltu ef sú upphæð er hærri. Sé miðað við veltu Twitter á síðasta ári eru fjögur prósent um 83 milljónir evra, andvirði 11 milljarða króna. Áður hafði Veale kvartað yfir því að Facebook hafi neitað að afhenda sambærileg gögn. Sama írska stofnunin hefur það mál nú til rannsóknar. Mál Michaels Veale er þó langt frá því að vera persónuverndarmálið sem Facebook glímir nú við. Persónuverndaryfirvöld á Írlandi rannsaka til að mynda leka á upplýsingum fimmtíu milljóna notenda og gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér 1,4 milljarða evra sekt í málinu. Það samsvarar um 190 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter sætir nú rannsókn persónuverndaryfirvalda á Írlandi vegna þess að miðillinn neitar því að upplýsa notendur um hvaða upplýsingar fyrirtækið skráir þegar notandinn smellir á hlekki á Twitter. Frá þessu var greint á vefsíðu Fortune í gær. Þegar notendur setja hlekki í tíst sín breytir Twitter hlekknum með styttingakerfi sínu, t.co. Á hjálparsíðu Twitter segir að þetta sé gert svo fyrirtækið geti skráð hversu oft smellt er á hvern hlekk og til þess að berjast gegn dreifingu tölvuveira á samfélagsmiðlinum. Michael Veale, netöryggismálarannsakandi hjá University College í Lundúnum, sagði í samtali við Fortune að hann grunaði að Twitter safnaði þó enn frekari upplýsingum þegar notendur smella á hlekki. Mögulega nýtti samfélagsmiðillinn styttingakerfi sitt til þess að fylgja notendum á vafri þeirra og skilja eftir svokallaðar vafrakökur (e. cookies). Evrópusambandið samþykkti nýja löggjöf um meðferð persónulegra gagna árið 2016 og tók hún gildi í maí síðastliðnum. Með tilkomu löggjafarinnar, sem kallast Almenna persónuverndarreglugerðin, eða einfaldlega GDPR, getur hver notandi krafið veffyrirtæki um allar þær upplýsingar sem vefurinn hefur safnað um notandann. Þetta gerði Veale en Twitter neitaði því að útvega upplýsingar sem safnað er við það þegar smellt er á hlekki. Bar því fyrir sig að söfnun þeirra gagna væri flókin og erfið og sagði að GDPR heimilaði neitun á þeim grundvelli. Veale er hins vegar á þeirri skoðun að Twitter rangtúlki löggjöfina. Veale kvartaði svo til írskra persónuverndaryfirvalda og segir Fortune frá því að á fimmtudaginn hafi rannsókn á málinu hafist. Evrópskar höfuðstöðvar Twitter, líkt og annarra tæknifyrirtækja á borð við Google, Facebook, Microsoft og Paypal, eru á Írlandi. Nánar tiltekið í Dyflinni. Þess vegna var kvörtunin send inn þar í landi. Komist yfirvöld á Írlandi að þeirri niðurstöðu að Twitter hafi brotið gegn GDPR-löggjöfinni gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér allt að tuttugu milljóna evra sekt, eða sekt sem nemur fjórum prósentum árlegrar veltu ef sú upphæð er hærri. Sé miðað við veltu Twitter á síðasta ári eru fjögur prósent um 83 milljónir evra, andvirði 11 milljarða króna. Áður hafði Veale kvartað yfir því að Facebook hafi neitað að afhenda sambærileg gögn. Sama írska stofnunin hefur það mál nú til rannsóknar. Mál Michaels Veale er þó langt frá því að vera persónuverndarmálið sem Facebook glímir nú við. Persónuverndaryfirvöld á Írlandi rannsaka til að mynda leka á upplýsingum fimmtíu milljóna notenda og gæti fyrirtækið átt yfir höfði sér 1,4 milljarða evra sekt í málinu. Það samsvarar um 190 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira