Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Heimsljós kynnir 11. október 2018 10:00 Þrjú hundruð einstaklingar leituðu hælis á Íslandi fyrstu sex mánuði ársins, samkvæmt nýbirtum tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Allt síðasta ár voru hælisleitendur rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. Í skýrslunni er hægt fá svör við því hversu margir hælisleitendur hafa komið til Norður-Evrópu það sem er af þessu ári og hversu margir komu árið 2017? Hver þeir eru og hvaðan þeir koma. Einnig má sjá hversu margir eru komnir með dvalarleyfi eða fengu alþjóðlega vernd og hvað margir eru kvótaflóttamenn? Í þessu nýja tölfræðiriti UNHCR Norður-Evrópu – sem fjallar um Danmörku, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noreg og Svíþjóð – eru veittar upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta frá árinu 2017. Tölfræðin geymir upplýsingar um komur, kvótaflóttafólk, prósentur og svo heildarfjölda fólks sem hefur fengið alþjóðlega vernd í fyrrnefndum löndum síðustu fimm ár og fyrstu sex mánuði 2018. Flestir hælisleitenda á Íslandi koma frá Georgíu, Albaníu, Írak, Makedóníu og Pakistan en á hinum Norðurlöndunum eru flestir hælisleitenda frá Sýrlandi, Írak, Afganistan og Eritreu. Ísland sker sig einnig úr hvað varðar fjölda karlmanna meðal hælisleitenda, en þeir voru 67% þeirra sem leituðu hér hælis á síðasta ári. Líkurnar á því að fá vernd hér á landi er 18%, samkvæmt tölum UNHCR. Heildarframlög íslenskra stjórnvalda til mannúðaraðstoðar, meðal annars til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, námu rúmum 530 milljónum króna á árinu 2017. Þá námu styrkir til mannúðarverkefna íslenskra borgarasamtaka 202 milljónum. Tölfræðigögnin má sækja hér (á ensku).Ísland styrkir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna með þriggja ára samkomulagi um stuðning við flóttamennÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent
Þrjú hundruð einstaklingar leituðu hælis á Íslandi fyrstu sex mánuði ársins, samkvæmt nýbirtum tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Allt síðasta ár voru hælisleitendur rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. Í skýrslunni er hægt fá svör við því hversu margir hælisleitendur hafa komið til Norður-Evrópu það sem er af þessu ári og hversu margir komu árið 2017? Hver þeir eru og hvaðan þeir koma. Einnig má sjá hversu margir eru komnir með dvalarleyfi eða fengu alþjóðlega vernd og hvað margir eru kvótaflóttamenn? Í þessu nýja tölfræðiriti UNHCR Norður-Evrópu – sem fjallar um Danmörku, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noreg og Svíþjóð – eru veittar upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta frá árinu 2017. Tölfræðin geymir upplýsingar um komur, kvótaflóttafólk, prósentur og svo heildarfjölda fólks sem hefur fengið alþjóðlega vernd í fyrrnefndum löndum síðustu fimm ár og fyrstu sex mánuði 2018. Flestir hælisleitenda á Íslandi koma frá Georgíu, Albaníu, Írak, Makedóníu og Pakistan en á hinum Norðurlöndunum eru flestir hælisleitenda frá Sýrlandi, Írak, Afganistan og Eritreu. Ísland sker sig einnig úr hvað varðar fjölda karlmanna meðal hælisleitenda, en þeir voru 67% þeirra sem leituðu hér hælis á síðasta ári. Líkurnar á því að fá vernd hér á landi er 18%, samkvæmt tölum UNHCR. Heildarframlög íslenskra stjórnvalda til mannúðaraðstoðar, meðal annars til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, námu rúmum 530 milljónum króna á árinu 2017. Þá námu styrkir til mannúðarverkefna íslenskra borgarasamtaka 202 milljónum. Tölfræðigögnin má sækja hér (á ensku).Ísland styrkir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna með þriggja ára samkomulagi um stuðning við flóttamennÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent