Kominn tími á erfiða ákvörðun Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. október 2018 07:30 Stjórnmálamönnum hefur algjörlega mistekist að marka stefnu í fiskeldi. Það eru ekki ný tíðindi og einskorðast ekki við þá sem nú sitja við stjórnvölinn. Flumbrugangurinn veldur því að umræðan um starfsgreinina er í lítt uppbyggilegum skotgröfum. Raunalegt hefur verið að fylgjast með henni síðan starfs- og rekstrarleyfi tveggja fyrirtækja í laxeldi á Vestfjörðum var afturkallað og rekstur þeirra settur í uppnám. Báðar fylkingar, sú sem leggst einatt gegn eldi í sjókvíum og hin sem talar fyrir eldi í sjókvíum, hafa heilmikið til síns máls. Og Vestfirðingum, í þessu tilfelli, er vorkunn. Enn og aftur eru uppbyggingaráform í fjórðungnum á milli steins og sleggju vegna ákvarðanafælni stjórnvalda. Og enn og aftur standa íbúar fjórðungsins berskjaldaðir og afkomu þeirra sem hafa atvinnu sína af fiskeldi er ógnað. Í gær lagði svo sjávarútvegsráðherra fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtækin tvö gætu haldið áfram starfsemi sinni, að minnsta kosti í tíu mánuði í viðbót. Um er að ræða svokallaða skítareddingu. Ámælisvert hlýtur að teljast að ráðherra setji fordæmi um að hægt sé að breyta lögum á einni svipstundu þegar eitthvað bjátar á hjá einstökum fyrirtækjum. Lög ættu að vera almenn og fyrirsjáanleg. Á meðan skorast umhverfisráðherra, sem hefur í fyrri störfum sínum gengið gríðarlega hart fram í þágu náttúruverndar, undan allri umræðu um málið og svarar eins og forhertur kerfiskarl. Með öðrum orðum, treystir hann sér ekki í umræðuna. Þrátt fyrir að það hafi verið undirstofnun hans ráðuneytis sem afturkallaði starfsleyfi fyrirtækjanna tveggja á Vestfjörðum. Meðal annars af umhverfissjónarmiðum. Ljóst er að fiskeldi í sjókvíum verður seint óumdeilt. Dugir að líta til hættu á erfðamengun, á mengun í fjörðum og hættu á sjúkdómum í eldisfiski, til dæmis laxalús. En hlutverk stjórnvalda er að höggva á hnútinn við erfiðar aðstæður. Á meðan stjórnvöld geta ekki gert upp við sig hvort skiptir meira máli, náttúruverndarsjónarmið eða atvinnuuppbygging úti á landi, eða að ráðherrar í sömu ríkisstjórn geti að minnsta kosti komið sér saman um að sameina bæði sjónarmið í ströngum skilyrðum sem eldisfyrirtækin starfi við, án undantekninga, þá tapa allir. Frumskógarregluverk stjórnsýslunnar stendur í vegi fyrir möguleikum Vestfirðinga við atvinnuuppbyggingu. Ef ætlun stjórnvalda er að viðhalda þeirri stefnu sinni væri eðlilegast að gera þá kröfu að það sé bara sagt upphátt. Það er kominn tími til að taka erfiða ákvörðun, höggva á hnútinn. Fyrir Vestfirðinga og okkur hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur algjörlega mistekist að marka stefnu í fiskeldi. Það eru ekki ný tíðindi og einskorðast ekki við þá sem nú sitja við stjórnvölinn. Flumbrugangurinn veldur því að umræðan um starfsgreinina er í lítt uppbyggilegum skotgröfum. Raunalegt hefur verið að fylgjast með henni síðan starfs- og rekstrarleyfi tveggja fyrirtækja í laxeldi á Vestfjörðum var afturkallað og rekstur þeirra settur í uppnám. Báðar fylkingar, sú sem leggst einatt gegn eldi í sjókvíum og hin sem talar fyrir eldi í sjókvíum, hafa heilmikið til síns máls. Og Vestfirðingum, í þessu tilfelli, er vorkunn. Enn og aftur eru uppbyggingaráform í fjórðungnum á milli steins og sleggju vegna ákvarðanafælni stjórnvalda. Og enn og aftur standa íbúar fjórðungsins berskjaldaðir og afkomu þeirra sem hafa atvinnu sína af fiskeldi er ógnað. Í gær lagði svo sjávarútvegsráðherra fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtækin tvö gætu haldið áfram starfsemi sinni, að minnsta kosti í tíu mánuði í viðbót. Um er að ræða svokallaða skítareddingu. Ámælisvert hlýtur að teljast að ráðherra setji fordæmi um að hægt sé að breyta lögum á einni svipstundu þegar eitthvað bjátar á hjá einstökum fyrirtækjum. Lög ættu að vera almenn og fyrirsjáanleg. Á meðan skorast umhverfisráðherra, sem hefur í fyrri störfum sínum gengið gríðarlega hart fram í þágu náttúruverndar, undan allri umræðu um málið og svarar eins og forhertur kerfiskarl. Með öðrum orðum, treystir hann sér ekki í umræðuna. Þrátt fyrir að það hafi verið undirstofnun hans ráðuneytis sem afturkallaði starfsleyfi fyrirtækjanna tveggja á Vestfjörðum. Meðal annars af umhverfissjónarmiðum. Ljóst er að fiskeldi í sjókvíum verður seint óumdeilt. Dugir að líta til hættu á erfðamengun, á mengun í fjörðum og hættu á sjúkdómum í eldisfiski, til dæmis laxalús. En hlutverk stjórnvalda er að höggva á hnútinn við erfiðar aðstæður. Á meðan stjórnvöld geta ekki gert upp við sig hvort skiptir meira máli, náttúruverndarsjónarmið eða atvinnuuppbygging úti á landi, eða að ráðherrar í sömu ríkisstjórn geti að minnsta kosti komið sér saman um að sameina bæði sjónarmið í ströngum skilyrðum sem eldisfyrirtækin starfi við, án undantekninga, þá tapa allir. Frumskógarregluverk stjórnsýslunnar stendur í vegi fyrir möguleikum Vestfirðinga við atvinnuuppbyggingu. Ef ætlun stjórnvalda er að viðhalda þeirri stefnu sinni væri eðlilegast að gera þá kröfu að það sé bara sagt upphátt. Það er kominn tími til að taka erfiða ákvörðun, höggva á hnútinn. Fyrir Vestfirðinga og okkur hin.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun