Áhættunnar virði? Davíð Þorláksson skrifar 24. október 2018 08:00 Ég lofa að þessi Bakþanki er ekki um Braggann. Það er alkunna að opinberar framkvæmdir standast sjaldan kostnaðar- eða tímaáætlanir. Rannsókn frá Háskólanum í Reykjavík sýnir að opinberar innviðaframkvæmdir á Íslandi fara að meðaltali um 70% fram úr áætlun og 90% stórra framkvæmda fara bæði fram úr tíma og kostnaði. Bárujárnsklædd bogalaga bygging í Nauthólsvík, sem ég ætla ekki að nefna, er allt í senn besta og versta dæmið um framúrkeyrslu á opinberum framkvæmdum. Versta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar og besta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar. Flestir eiga auðveldara með að setja 757 þúsund króna strá í samhengi en 9 milljarða króna framúrkeyrslu á Vaðlaheiðargöngum. Það verður að beina þeirri þverpólitísku óánægju sem nú er uppi í þann farveg að endurhugsa hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum. Ein augljós leið er að sveitarfélög hætti að kaupa og endurgera gamlar fasteignir. Allir sem hafa gert upp gömul hús vita að það er áhættusamt. Best væri að eftirláta einkaaðilum að taka á sig þá áhættu en ekki að leyfa stjórnmála- og embættismönnum að gera það á áhættu skattgreiðenda. Sama gildir um innviðaframkvæmdir. Það ætti að eftirláta einkaaðilum oftar að taka á sig þá áhættu sem felst í uppbyggingu og rekstri innviða. Bent hefur verið á að um 2-300 milljarða króna innviðaverkefni séu nú í pípunum. Aðeins 20% framúrkeyrsla, sem meira að segja Pollýönnu myndi finnast ansi bjartsýnt viðmið, myndi duga til að byggja nýjan Landspítala. Það er því eftir miklu að slægjast með því að gera þetta betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ég lofa að þessi Bakþanki er ekki um Braggann. Það er alkunna að opinberar framkvæmdir standast sjaldan kostnaðar- eða tímaáætlanir. Rannsókn frá Háskólanum í Reykjavík sýnir að opinberar innviðaframkvæmdir á Íslandi fara að meðaltali um 70% fram úr áætlun og 90% stórra framkvæmda fara bæði fram úr tíma og kostnaði. Bárujárnsklædd bogalaga bygging í Nauthólsvík, sem ég ætla ekki að nefna, er allt í senn besta og versta dæmið um framúrkeyrslu á opinberum framkvæmdum. Versta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar og besta dæmið því fjárhæðirnar eru litlar. Flestir eiga auðveldara með að setja 757 þúsund króna strá í samhengi en 9 milljarða króna framúrkeyrslu á Vaðlaheiðargöngum. Það verður að beina þeirri þverpólitísku óánægju sem nú er uppi í þann farveg að endurhugsa hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum. Ein augljós leið er að sveitarfélög hætti að kaupa og endurgera gamlar fasteignir. Allir sem hafa gert upp gömul hús vita að það er áhættusamt. Best væri að eftirláta einkaaðilum að taka á sig þá áhættu en ekki að leyfa stjórnmála- og embættismönnum að gera það á áhættu skattgreiðenda. Sama gildir um innviðaframkvæmdir. Það ætti að eftirláta einkaaðilum oftar að taka á sig þá áhættu sem felst í uppbyggingu og rekstri innviða. Bent hefur verið á að um 2-300 milljarða króna innviðaverkefni séu nú í pípunum. Aðeins 20% framúrkeyrsla, sem meira að segja Pollýönnu myndi finnast ansi bjartsýnt viðmið, myndi duga til að byggja nýjan Landspítala. Það er því eftir miklu að slægjast með því að gera þetta betur.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar