Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 18:37 Grunur er um að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp og þeirra nú leitað. Vísir/Egill Tveir eru í haldi lögreglu vegna brunans sem upp kom í einbýlishúsi á Kirkjuvegi á Selfossi skömmu fyrir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að húsráðandi og gestkomandi kona séu í haldi. Grunur er um að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp og þeirra nú leitað. Jóhann K. Jóhannsson var í beinni útsendingu frá vettvangi í fréttum Stöðvar 2 og ræddi við Pétur Pétursson slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.Slökkvistarf stendur enn yfir en mikill eldur var í húsinu og ekki unnt fyrir slökkvilið að komast inn vegna gríðarlegs hita. „Sérfræðingar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir til aðstoðar við rannsókn málsins. Slökkvistarf stendur enn yfir. Vettvangur verður lokaður óviðkomandi eftir að því lýkur vegna vettvangsrannsóknar, “ segir í tilkynningu lögreglu. Frekari upplýsingar sé ekki unnt að veita að sinni.Vísir/egillAlelda þegar slökkvilið mætti á staðinn Slökkvilið frá Selfossi og Hveragerði voru kölluð út klukkan 15:53 og var húsið alelda þegar þeir mættu á staðinn um fjögur í dag. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að reykkafarar hafi átt erfitt með að athafna sig sökum hita á efri hæð hússins, auk þess að litlar sprengingar hafi orðið í húsinu. Reykræsting hófst um klukkan 19:30.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:36.Stjórnendur slökkviliðs, lögreglu og sjúkraflutninga ráða ráðum sínum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonLögreglan á Suðurlandi hefur beðið vegfarendur að halda sig frá vettvangi til að trufla ekki störf viðbragðsaðila. Nágrannar eru beðnir um að loka gluggum hjá sér til að varna þess að fá eitraðar gufur inn í hús. Fólk er beðið að leita til Heilbrigðisstofnanna ef það finnur fyrir öndunaróþægindum og leita til tryggingarfélaga ef það telur húsnæði sitt hafa orðið fyrir reykskemmdum. Pétur segir að búið sé að slökkva eldinn að mestu og hefur verið notast er körfubíla við slökkvistarf til að koma í veg fyrir að agnir dreifist úr þaki hússins, en mögulegt er að það finnist asbest þó að það sé ekki vitað með vissu. Gengið sé út frá því við slökkvistarf að einn eða tveir séu inni í húsinu. Þá þurfi að gæta að því að spilla ekki rannsóknarhagsmunum en það sé erfitt í baráttunni við eldinn. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Sjá meira
Tveir eru í haldi lögreglu vegna brunans sem upp kom í einbýlishúsi á Kirkjuvegi á Selfossi skömmu fyrir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að húsráðandi og gestkomandi kona séu í haldi. Grunur er um að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp og þeirra nú leitað. Jóhann K. Jóhannsson var í beinni útsendingu frá vettvangi í fréttum Stöðvar 2 og ræddi við Pétur Pétursson slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.Slökkvistarf stendur enn yfir en mikill eldur var í húsinu og ekki unnt fyrir slökkvilið að komast inn vegna gríðarlegs hita. „Sérfræðingar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir til aðstoðar við rannsókn málsins. Slökkvistarf stendur enn yfir. Vettvangur verður lokaður óviðkomandi eftir að því lýkur vegna vettvangsrannsóknar, “ segir í tilkynningu lögreglu. Frekari upplýsingar sé ekki unnt að veita að sinni.Vísir/egillAlelda þegar slökkvilið mætti á staðinn Slökkvilið frá Selfossi og Hveragerði voru kölluð út klukkan 15:53 og var húsið alelda þegar þeir mættu á staðinn um fjögur í dag. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að reykkafarar hafi átt erfitt með að athafna sig sökum hita á efri hæð hússins, auk þess að litlar sprengingar hafi orðið í húsinu. Reykræsting hófst um klukkan 19:30.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:36.Stjórnendur slökkviliðs, lögreglu og sjúkraflutninga ráða ráðum sínum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonLögreglan á Suðurlandi hefur beðið vegfarendur að halda sig frá vettvangi til að trufla ekki störf viðbragðsaðila. Nágrannar eru beðnir um að loka gluggum hjá sér til að varna þess að fá eitraðar gufur inn í hús. Fólk er beðið að leita til Heilbrigðisstofnanna ef það finnur fyrir öndunaróþægindum og leita til tryggingarfélaga ef það telur húsnæði sitt hafa orðið fyrir reykskemmdum. Pétur segir að búið sé að slökkva eldinn að mestu og hefur verið notast er körfubíla við slökkvistarf til að koma í veg fyrir að agnir dreifist úr þaki hússins, en mögulegt er að það finnist asbest þó að það sé ekki vitað með vissu. Gengið sé út frá því við slökkvistarf að einn eða tveir séu inni í húsinu. Þá þurfi að gæta að því að spilla ekki rannsóknarhagsmunum en það sé erfitt í baráttunni við eldinn.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Sjá meira
Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09