Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2018 12:41 Úrskurðinum hefur verið mótmælt víða í Pakistan AP/Shakil Adil Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. Bibi, sem er kristin, var dæmd til dauða árið 2010. Málið er rakið til ársins 2009 þegar Bibi sótti vatn fyrir sig og samstarfsmenn hennar á bóndabæ í Pakistan. Tvær samstarfskonu hennar neituðu að drekka úr sama íláti og hún, vegna þess að hún væri kristin. Hún á að hafa brugðist reið við og á hún að hafa framið guðlast. Bibi sjálf segist aldrei hafa framið guðlast.Asia Bibi var fangelsuð árið 2010.Vísir/APNokkrum dögum síðar sakaði æstur múgur hana um guðlast. Í kjölfarið var hún ákærð, sakfelld og dæmd til dauða. AP fréttaveitan segir að hópar æsts fólks komi reglulega saman í Pakistan og myrði jafnvel fólk sem sakað hefur verið um guðlast. Harðlínumenn í Pakistan noti slík tilvik til að stappa stáli í stuðningsmenn sína.Ríkisstjóri Punjab-héraðs, Salman Taseer, var skotinn til bana af einum af lífvörðum sínum árið 2011, vegna þess að hann hafði stutt Bibi og gagnrýnt lög Pakistan varðandi guðlast. Harðlínumenn hafa fagnað morðingja hans, Mumtaz Qadri, sem píslarvotti eftir að hann var hengdur fyrir morðið. Milljónir hafa heimsótt skríni sem sett var upp honum til heiðurs nærri Islamabad, höfuðborg Pakistan. Klerkurinn Khadim Hussain Rizvi hefur í aðdraganda úrskurðarins kallað eftir því að stuðningsmenn hans komi saman víða um landið og mótmæli ef Bibi yrði sleppt. Yfirvöld Pakistan hafa aukið öryggi við kirkjur í landinu vegna úrskurðarins. Bibi hefur verið haldið á leynilegum stað í öryggisskyni. Búist er við því að hún muni fara úr landi. Hæstiréttur felldi lögin sem varða guðlast í rauninni ekki niður heldur úrskurðaði að saksóknurum hefði mistekist að sanna að Bibi hefði framið guðlast. Eiginmaður hennar hefur fagnað úrskurðinum. „Eiginkona mín hefur varið mörgum árum í fangelsi og við vonumst til þess að verða saman aftur sem fyrst á friðsömum stað.“ Asía Pakistan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. Bibi, sem er kristin, var dæmd til dauða árið 2010. Málið er rakið til ársins 2009 þegar Bibi sótti vatn fyrir sig og samstarfsmenn hennar á bóndabæ í Pakistan. Tvær samstarfskonu hennar neituðu að drekka úr sama íláti og hún, vegna þess að hún væri kristin. Hún á að hafa brugðist reið við og á hún að hafa framið guðlast. Bibi sjálf segist aldrei hafa framið guðlast.Asia Bibi var fangelsuð árið 2010.Vísir/APNokkrum dögum síðar sakaði æstur múgur hana um guðlast. Í kjölfarið var hún ákærð, sakfelld og dæmd til dauða. AP fréttaveitan segir að hópar æsts fólks komi reglulega saman í Pakistan og myrði jafnvel fólk sem sakað hefur verið um guðlast. Harðlínumenn í Pakistan noti slík tilvik til að stappa stáli í stuðningsmenn sína.Ríkisstjóri Punjab-héraðs, Salman Taseer, var skotinn til bana af einum af lífvörðum sínum árið 2011, vegna þess að hann hafði stutt Bibi og gagnrýnt lög Pakistan varðandi guðlast. Harðlínumenn hafa fagnað morðingja hans, Mumtaz Qadri, sem píslarvotti eftir að hann var hengdur fyrir morðið. Milljónir hafa heimsótt skríni sem sett var upp honum til heiðurs nærri Islamabad, höfuðborg Pakistan. Klerkurinn Khadim Hussain Rizvi hefur í aðdraganda úrskurðarins kallað eftir því að stuðningsmenn hans komi saman víða um landið og mótmæli ef Bibi yrði sleppt. Yfirvöld Pakistan hafa aukið öryggi við kirkjur í landinu vegna úrskurðarins. Bibi hefur verið haldið á leynilegum stað í öryggisskyni. Búist er við því að hún muni fara úr landi. Hæstiréttur felldi lögin sem varða guðlast í rauninni ekki niður heldur úrskurðaði að saksóknurum hefði mistekist að sanna að Bibi hefði framið guðlast. Eiginmaður hennar hefur fagnað úrskurðinum. „Eiginkona mín hefur varið mörgum árum í fangelsi og við vonumst til þess að verða saman aftur sem fyrst á friðsömum stað.“
Asía Pakistan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira