Upphitun: Mercedes getur tryggt sér titil bílasmiða Bragi Þórðarson skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Ferrari og Mercedes berjast meðal annars um titliinn vísir/getty Lewis Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í mexíkóska kappakstrinum fyrir tveimur vikum. Lið hans, Mercedes, getur tryggt sér titil bílasmiða um helgina er brasilíski kappaksturinn fer fram á Interlagos brautinni. Brautin fær nafn sitt eftir hverfinu Interlagos í Sao Paulo og keppt hefur verið þar síðan 1972. McLaren er sigursælasta liðið í Brasilíu, þá aðalega þökk sé þeim Alain Prost og Ayrton Senna sem voru algjörlega óstöðvandi frá árunum 1985 til 1991. Áhorfendurnir í Sao Paulo eru þeir allra ástríðufyllstu og er stemningin á brautinni algjörlega einstök. Veðrið hefur einnig oft spilað stóra rullu í Brasilíu þar sem erfitt er að spá fyrir um hvar og hvenær rignir.Þessi magnaði kappi er búinn að tryggja sér titilinn.vísir/gettyEnnþá barátta um titil bílasmiða Mercedes liðið er 55 stigum á undan Ferrari þegar tvær keppnir eru eftir. Því verður ítalska liðið að ná að minnsta kosti 12 stigum meira en Mercedes um helgina. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vinna bara ökumannstitilinn, við ætlum að vinna báða titla," sagði Toto Wolff, stjóri Mercedes, í vikunni. Hann bætti við að liðið er mjög ósátt með árangur sinn í Mexíkó og ætlar að bæta upp fyrir það um helgina. Ferrari liðið hefur náð mjög góðum árangri í síðustu keppnum og er ljóst að bílar liðsins eru hraðari en bílar Mercedes um þessar mundir. Takist Ferrari að halda lífi í slagnum um titilinn myndi það setja mikla pressu á Mercedes fyrir lokakeppni tímabilsins. Kappakstur helgarinnar, æfingar og tímatökur verða allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan 17 á sunnudag. Formúla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í mexíkóska kappakstrinum fyrir tveimur vikum. Lið hans, Mercedes, getur tryggt sér titil bílasmiða um helgina er brasilíski kappaksturinn fer fram á Interlagos brautinni. Brautin fær nafn sitt eftir hverfinu Interlagos í Sao Paulo og keppt hefur verið þar síðan 1972. McLaren er sigursælasta liðið í Brasilíu, þá aðalega þökk sé þeim Alain Prost og Ayrton Senna sem voru algjörlega óstöðvandi frá árunum 1985 til 1991. Áhorfendurnir í Sao Paulo eru þeir allra ástríðufyllstu og er stemningin á brautinni algjörlega einstök. Veðrið hefur einnig oft spilað stóra rullu í Brasilíu þar sem erfitt er að spá fyrir um hvar og hvenær rignir.Þessi magnaði kappi er búinn að tryggja sér titilinn.vísir/gettyEnnþá barátta um titil bílasmiða Mercedes liðið er 55 stigum á undan Ferrari þegar tvær keppnir eru eftir. Því verður ítalska liðið að ná að minnsta kosti 12 stigum meira en Mercedes um helgina. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vinna bara ökumannstitilinn, við ætlum að vinna báða titla," sagði Toto Wolff, stjóri Mercedes, í vikunni. Hann bætti við að liðið er mjög ósátt með árangur sinn í Mexíkó og ætlar að bæta upp fyrir það um helgina. Ferrari liðið hefur náð mjög góðum árangri í síðustu keppnum og er ljóst að bílar liðsins eru hraðari en bílar Mercedes um þessar mundir. Takist Ferrari að halda lífi í slagnum um titilinn myndi það setja mikla pressu á Mercedes fyrir lokakeppni tímabilsins. Kappakstur helgarinnar, æfingar og tímatökur verða allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan 17 á sunnudag.
Formúla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira