Upphitun: Mercedes getur tryggt sér titil bílasmiða Bragi Þórðarson skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Ferrari og Mercedes berjast meðal annars um titliinn vísir/getty Lewis Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í mexíkóska kappakstrinum fyrir tveimur vikum. Lið hans, Mercedes, getur tryggt sér titil bílasmiða um helgina er brasilíski kappaksturinn fer fram á Interlagos brautinni. Brautin fær nafn sitt eftir hverfinu Interlagos í Sao Paulo og keppt hefur verið þar síðan 1972. McLaren er sigursælasta liðið í Brasilíu, þá aðalega þökk sé þeim Alain Prost og Ayrton Senna sem voru algjörlega óstöðvandi frá árunum 1985 til 1991. Áhorfendurnir í Sao Paulo eru þeir allra ástríðufyllstu og er stemningin á brautinni algjörlega einstök. Veðrið hefur einnig oft spilað stóra rullu í Brasilíu þar sem erfitt er að spá fyrir um hvar og hvenær rignir.Þessi magnaði kappi er búinn að tryggja sér titilinn.vísir/gettyEnnþá barátta um titil bílasmiða Mercedes liðið er 55 stigum á undan Ferrari þegar tvær keppnir eru eftir. Því verður ítalska liðið að ná að minnsta kosti 12 stigum meira en Mercedes um helgina. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vinna bara ökumannstitilinn, við ætlum að vinna báða titla," sagði Toto Wolff, stjóri Mercedes, í vikunni. Hann bætti við að liðið er mjög ósátt með árangur sinn í Mexíkó og ætlar að bæta upp fyrir það um helgina. Ferrari liðið hefur náð mjög góðum árangri í síðustu keppnum og er ljóst að bílar liðsins eru hraðari en bílar Mercedes um þessar mundir. Takist Ferrari að halda lífi í slagnum um titilinn myndi það setja mikla pressu á Mercedes fyrir lokakeppni tímabilsins. Kappakstur helgarinnar, æfingar og tímatökur verða allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan 17 á sunnudag. Formúla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í mexíkóska kappakstrinum fyrir tveimur vikum. Lið hans, Mercedes, getur tryggt sér titil bílasmiða um helgina er brasilíski kappaksturinn fer fram á Interlagos brautinni. Brautin fær nafn sitt eftir hverfinu Interlagos í Sao Paulo og keppt hefur verið þar síðan 1972. McLaren er sigursælasta liðið í Brasilíu, þá aðalega þökk sé þeim Alain Prost og Ayrton Senna sem voru algjörlega óstöðvandi frá árunum 1985 til 1991. Áhorfendurnir í Sao Paulo eru þeir allra ástríðufyllstu og er stemningin á brautinni algjörlega einstök. Veðrið hefur einnig oft spilað stóra rullu í Brasilíu þar sem erfitt er að spá fyrir um hvar og hvenær rignir.Þessi magnaði kappi er búinn að tryggja sér titilinn.vísir/gettyEnnþá barátta um titil bílasmiða Mercedes liðið er 55 stigum á undan Ferrari þegar tvær keppnir eru eftir. Því verður ítalska liðið að ná að minnsta kosti 12 stigum meira en Mercedes um helgina. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vinna bara ökumannstitilinn, við ætlum að vinna báða titla," sagði Toto Wolff, stjóri Mercedes, í vikunni. Hann bætti við að liðið er mjög ósátt með árangur sinn í Mexíkó og ætlar að bæta upp fyrir það um helgina. Ferrari liðið hefur náð mjög góðum árangri í síðustu keppnum og er ljóst að bílar liðsins eru hraðari en bílar Mercedes um þessar mundir. Takist Ferrari að halda lífi í slagnum um titilinn myndi það setja mikla pressu á Mercedes fyrir lokakeppni tímabilsins. Kappakstur helgarinnar, æfingar og tímatökur verða allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan 17 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira