Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur 3. nóvember 2018 12:15 Elvar Örn átti frábæran leik gegn Tyrklandi. Fréttablaðið/Eyþór Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall og er þekktur fyrir snilldartakta í handbolta bæði með liði sínu Selfossi og nú nýlega landsliðinu. Hvernig þótti þér skemmtilegast að leika þér þegar þú varst krakki? Mer fannst langskemmtilegast að vera úti að leika mér í fótbolta og körfubolta með strákunum. Við eyddum oftast heilu dögunum úti á gervigrasvelli. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir í handbolta? Ég byrjaði tíu ára hjá Einari Guðmunds á Selfossi. Ég bjó hins vegar úti í Noregi þegar ég var fimm til tíu ára og var þar aðeins að sprikla í handbolta því pabbi var að þjálfa þar. Hefur þú alltaf æft á Selfossi? Já, hér hefur verið frábært starf hjá handboltadeildinni í gegnum árin. Er handboltafólk í fjölskyldunni? Það er mikið af íþróttafólki í fjölskyldunni minni, bæði í frjálsum og handbolta. Mamma varð 10 sinnum í röð Íslandsmeistari í borðtennis og pabbi var í landsliðinu í frjálsum til dæmis. Svo erum við margir frændur að spila saman í Selfossi. Hver er þín helsta fyrirmynd í handboltanum? Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur, alveg síðan ég var lítill peyi. Mér fannst hann alltaf svo geggjaður og finnst það enn. Svo hef ég líka litið upp til Jordan út af því hvernig hans nálgast leikinn og hvernig hann hugsar. Er einhver saga bak við treyjunúmerið þitt? Aðalástæðan var sú að Guðjón Valur var nr. 9 og ég vildi vera eins og hann. Hvernig líður þér í landsliðinu? Mér líður mjög vel, strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér og það er ógeðslega gaman að spila með þeim. Eiga handboltamenn að borða eitthvað sérstakt? Bara borða hollt og nóg af próteini, kolvetnum og fitu. Það sem ég hugsaði þegar ég var yngri var að ég þyrfti að borða nógu mikið, gúffa í mig mat. Hvaða mat finnst þér best að fá á þinn disk? Allan matinn sem mamma eldar, kjötbollurnar sem amma gerir og lambalærið sem tengdapabbi grillar. Mega íþróttamenn borða nammi? Já, það má fá sér af og til, það er mjög erfitt að borða alltaf bara hollan mat, en bara passa sig. Allt er gott í hófi. Hvort ert þú kvöld- eða morgunsvæfur? Ég myndi segja að ég væri morgunsvæfur. Mér finnst gott að sofa soldið út ef ég get Tekurðu lýsi? Ég gerði það þegar ég var yngri en hef verið latur við það núna. Ég þarf að fara að rífa mig í gang aftur því íslenska lýsið er svo gott fyrir líkamann. Hefur þú þjálfað krakka? Já, hef gert það og finnst það gaman. Gaman að hjálpa þeim að verða betri og sjá svo árangurinn. Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? Á fullu í atvinnumennsku og að spila með íslenska landsliðinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall og er þekktur fyrir snilldartakta í handbolta bæði með liði sínu Selfossi og nú nýlega landsliðinu. Hvernig þótti þér skemmtilegast að leika þér þegar þú varst krakki? Mer fannst langskemmtilegast að vera úti að leika mér í fótbolta og körfubolta með strákunum. Við eyddum oftast heilu dögunum úti á gervigrasvelli. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir í handbolta? Ég byrjaði tíu ára hjá Einari Guðmunds á Selfossi. Ég bjó hins vegar úti í Noregi þegar ég var fimm til tíu ára og var þar aðeins að sprikla í handbolta því pabbi var að þjálfa þar. Hefur þú alltaf æft á Selfossi? Já, hér hefur verið frábært starf hjá handboltadeildinni í gegnum árin. Er handboltafólk í fjölskyldunni? Það er mikið af íþróttafólki í fjölskyldunni minni, bæði í frjálsum og handbolta. Mamma varð 10 sinnum í röð Íslandsmeistari í borðtennis og pabbi var í landsliðinu í frjálsum til dæmis. Svo erum við margir frændur að spila saman í Selfossi. Hver er þín helsta fyrirmynd í handboltanum? Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur, alveg síðan ég var lítill peyi. Mér fannst hann alltaf svo geggjaður og finnst það enn. Svo hef ég líka litið upp til Jordan út af því hvernig hans nálgast leikinn og hvernig hann hugsar. Er einhver saga bak við treyjunúmerið þitt? Aðalástæðan var sú að Guðjón Valur var nr. 9 og ég vildi vera eins og hann. Hvernig líður þér í landsliðinu? Mér líður mjög vel, strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér og það er ógeðslega gaman að spila með þeim. Eiga handboltamenn að borða eitthvað sérstakt? Bara borða hollt og nóg af próteini, kolvetnum og fitu. Það sem ég hugsaði þegar ég var yngri var að ég þyrfti að borða nógu mikið, gúffa í mig mat. Hvaða mat finnst þér best að fá á þinn disk? Allan matinn sem mamma eldar, kjötbollurnar sem amma gerir og lambalærið sem tengdapabbi grillar. Mega íþróttamenn borða nammi? Já, það má fá sér af og til, það er mjög erfitt að borða alltaf bara hollan mat, en bara passa sig. Allt er gott í hófi. Hvort ert þú kvöld- eða morgunsvæfur? Ég myndi segja að ég væri morgunsvæfur. Mér finnst gott að sofa soldið út ef ég get Tekurðu lýsi? Ég gerði það þegar ég var yngri en hef verið latur við það núna. Ég þarf að fara að rífa mig í gang aftur því íslenska lýsið er svo gott fyrir líkamann. Hefur þú þjálfað krakka? Já, hef gert það og finnst það gaman. Gaman að hjálpa þeim að verða betri og sjá svo árangurinn. Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? Á fullu í atvinnumennsku og að spila með íslenska landsliðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti