Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2018 15:38 Úr leik í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Frá og með næsta keppnistímabili verða leikir ensku úrvalsdeildarinnar ekki sýndir á Stöð 2 Sport, líkt og undanfarin ár. Þetta varð ljóst eftir að útboði ensku úrvalsdeildarinnar á sjónvarpsrétti deildarinnar lauk í vikunni. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er enski boltinn á leiðinni í Sjónvarp Símans, en upplýsingafulltrúi fyrirtækisins vildi ekki staðfesta neitt í þeim efnum í samtali við Vísi. Sýn hf., eigandi Stöðvar 2 Sports, lagði fram tilboð sem var umtalsvert hærra en virði síðasta samnings sem rennur út að loknu núverandi tímabili en það kemur fram í fréttatilkynningu Sýnar í dag sem má lesa neðst í fréttinni. Enn fremur kemur fram að ljóst var að annar aðili bauð betur. „Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til,“ segir í tilkynningunni. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla á Sýn, sagði ofurtilboð hafa ráðið úrslitum í útboðinu. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna,“ sagði Björn. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ekki greint frá því hver lagði fram tilboðið sem ákveðið var að ganga að í áðurnefndu útboði. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá ensku úrvalsdeildinni óslitið síðan 2007 en mun þrátt fyrir þessa breytingu sýna áfram frá fjölda íþrótta og keppna eftir sem áður.Hér að neðan má lesa fréttatilkynninguna frá Sýn í heild sinni.Stöð 2 Sport ekki með enska boltann frá og með hausti 2019 Í vikunni fór fram útboð á enska boltanum hjá Premier League fyrir leiktímabilið 2019-2022. Nokkur spenna var í tengslum við útboðið enda ljóst að fleiri en einn myndi bjóða í sýningarréttinn. Þrátt fyrir að Sýn hafi boðið mikla hækkun frá síðasta tímabili er nú ljóst að annar aðili bauð enn meiri hækkun. Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til. Áfram úrvals íþróttaefni á Stöð 2 Sport Þótt enski boltinn verði ekki lengur á Stöð 2 Sport frá og með hausti 2019 verður stöðin ennþá mjög sterk á sviði íþrótta, þar sem flestir réttir hafa nýlega verið endurnýjaðir. Nægir þar að nefna Meistaradeildina, Enska bikarinn, Pepsi deildirnar Spænsku deildina, Ítölsku deildina, Domino‘s deildirnar í körfu, Ameríska fótboltann, Olís deildirnar í handbolta, Formúlu 1 auk fjölda annarra greina. Það jákvæða við þessa breytingu fyrir neytendur er að sóknarfæri skapast til að bjóða aðgang að ofangreindum íþróttaviðburðum á enn betra verði en áður, en SÝN lækkaði sem kunnugt er áskriftarverð umtalsvert í maí síðastliðnum með það að markmiði að koma til móts við og fjölga viðskiptavinum. Einnig tryggja ákvæði í fjölmiðlalögum áskrifendum okkar áfram aðgang að beinum útsendingum enska boltans, óháð því hvaða sjónvarpsstöð heldur á efnisréttinum. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna. Stöð 2 Sport er eftir sem áður hlaðin frábæru íþróttaefni. Við höldum okkar striki og gerum íþróttaefni aðgengilegra og ódýrara fyrir íslenska neytendur,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Frá og með næsta keppnistímabili verða leikir ensku úrvalsdeildarinnar ekki sýndir á Stöð 2 Sport, líkt og undanfarin ár. Þetta varð ljóst eftir að útboði ensku úrvalsdeildarinnar á sjónvarpsrétti deildarinnar lauk í vikunni. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er enski boltinn á leiðinni í Sjónvarp Símans, en upplýsingafulltrúi fyrirtækisins vildi ekki staðfesta neitt í þeim efnum í samtali við Vísi. Sýn hf., eigandi Stöðvar 2 Sports, lagði fram tilboð sem var umtalsvert hærra en virði síðasta samnings sem rennur út að loknu núverandi tímabili en það kemur fram í fréttatilkynningu Sýnar í dag sem má lesa neðst í fréttinni. Enn fremur kemur fram að ljóst var að annar aðili bauð betur. „Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til,“ segir í tilkynningunni. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla á Sýn, sagði ofurtilboð hafa ráðið úrslitum í útboðinu. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna,“ sagði Björn. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ekki greint frá því hver lagði fram tilboðið sem ákveðið var að ganga að í áðurnefndu útboði. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá ensku úrvalsdeildinni óslitið síðan 2007 en mun þrátt fyrir þessa breytingu sýna áfram frá fjölda íþrótta og keppna eftir sem áður.Hér að neðan má lesa fréttatilkynninguna frá Sýn í heild sinni.Stöð 2 Sport ekki með enska boltann frá og með hausti 2019 Í vikunni fór fram útboð á enska boltanum hjá Premier League fyrir leiktímabilið 2019-2022. Nokkur spenna var í tengslum við útboðið enda ljóst að fleiri en einn myndi bjóða í sýningarréttinn. Þrátt fyrir að Sýn hafi boðið mikla hækkun frá síðasta tímabili er nú ljóst að annar aðili bauð enn meiri hækkun. Það var hins vegar mat Sýnar að hærra tilboð myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til. Áfram úrvals íþróttaefni á Stöð 2 Sport Þótt enski boltinn verði ekki lengur á Stöð 2 Sport frá og með hausti 2019 verður stöðin ennþá mjög sterk á sviði íþrótta, þar sem flestir réttir hafa nýlega verið endurnýjaðir. Nægir þar að nefna Meistaradeildina, Enska bikarinn, Pepsi deildirnar Spænsku deildina, Ítölsku deildina, Domino‘s deildirnar í körfu, Ameríska fótboltann, Olís deildirnar í handbolta, Formúlu 1 auk fjölda annarra greina. Það jákvæða við þessa breytingu fyrir neytendur er að sóknarfæri skapast til að bjóða aðgang að ofangreindum íþróttaviðburðum á enn betra verði en áður, en SÝN lækkaði sem kunnugt er áskriftarverð umtalsvert í maí síðastliðnum með það að markmiði að koma til móts við og fjölga viðskiptavinum. Einnig tryggja ákvæði í fjölmiðlalögum áskrifendum okkar áfram aðgang að beinum útsendingum enska boltans, óháð því hvaða sjónvarpsstöð heldur á efnisréttinum. „Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna. Stöð 2 Sport er eftir sem áður hlaðin frábæru íþróttaefni. Við höldum okkar striki og gerum íþróttaefni aðgengilegra og ódýrara fyrir íslenska neytendur,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira