Stjarna fæddist í San Francisco Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2018 09:28 Mullens á ferðinni í nótt. vísir/getty Leikstjórnandinn Nick Mullens varð stjarna í nótt er hann fór á kostum í liði San Francisco 49ers sem valtaði yfir Oakland Raiders, 34-3. Mullens fékk óvænt tækifærið í nótt þar sem CJ Beathard var meiddur. Mullens er þriðji leikstjórnandi 49ers en aðalleikstjórnandinn, Jimmy Garoppolo, meiddist snemma í vetur. Mullens var ekki valinn í nýliðavalinu 2017 en fékk samning hjá 49ers. Hann komst þó aldrei í hópinn á síðustu leiktíð. Hann var loksins tekinn í hópinn er Garoppolo meiddist og fékk svo tækifærið í nótt. Fyrsta sóknin hans í NFL-deildinni var geggjuð. Sex heppnaðar sendingar í röð fyrir 76 jördum og snertimarki. Mullens endaði á því að klára 16 af 22 sendingum fyrir 262 jördum, þrem snertimörkum og engum töpuðum bolta. Hann var með leikstjórnandaeinkunn upp á 151,9 sem er það besta síðan 1970 hjá leikstjórnanda í fyrsta leik sem kastar að lágmarki 20 sinnum. Hann er líka fyrsti leikstjórnandinn í sögu 49ers sem kastar fyrir þremur snertimörkum í fyrsta leik. Þetta var ævintýrakvöld hjá Mullens sem bætti við sig 15 þúsund fylgjendum á Twitter meðan á leik stóð og varð einnig „verified“. Hann var líklega hissa er hann kíkti í símann eftir leik. Eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal og þá kom á línuna goðsögnin Brett Favre en hann var í sama skóla og Mullens.Fellow @SouthernMissFB alum @BrettFavre calls @NickMullens after his incredible debut. Awesome moment for the young QB. #GoNiners#OAKvsSFpic.twitter.com/goPBIErYs7 — NFL (@NFL) November 2, 2018 Þetta var aðeins annar sigur Niners í vetur en Raiders er enn aðeins með einn sigur og allt í tómu tjóni hjá félaginu. Jon Gruden tók við sem þjálfari fyrir tímabilið en ekkert hefur gengið upp hjá honum.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sjá meira
Leikstjórnandinn Nick Mullens varð stjarna í nótt er hann fór á kostum í liði San Francisco 49ers sem valtaði yfir Oakland Raiders, 34-3. Mullens fékk óvænt tækifærið í nótt þar sem CJ Beathard var meiddur. Mullens er þriðji leikstjórnandi 49ers en aðalleikstjórnandinn, Jimmy Garoppolo, meiddist snemma í vetur. Mullens var ekki valinn í nýliðavalinu 2017 en fékk samning hjá 49ers. Hann komst þó aldrei í hópinn á síðustu leiktíð. Hann var loksins tekinn í hópinn er Garoppolo meiddist og fékk svo tækifærið í nótt. Fyrsta sóknin hans í NFL-deildinni var geggjuð. Sex heppnaðar sendingar í röð fyrir 76 jördum og snertimarki. Mullens endaði á því að klára 16 af 22 sendingum fyrir 262 jördum, þrem snertimörkum og engum töpuðum bolta. Hann var með leikstjórnandaeinkunn upp á 151,9 sem er það besta síðan 1970 hjá leikstjórnanda í fyrsta leik sem kastar að lágmarki 20 sinnum. Hann er líka fyrsti leikstjórnandinn í sögu 49ers sem kastar fyrir þremur snertimörkum í fyrsta leik. Þetta var ævintýrakvöld hjá Mullens sem bætti við sig 15 þúsund fylgjendum á Twitter meðan á leik stóð og varð einnig „verified“. Hann var líklega hissa er hann kíkti í símann eftir leik. Eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal og þá kom á línuna goðsögnin Brett Favre en hann var í sama skóla og Mullens.Fellow @SouthernMissFB alum @BrettFavre calls @NickMullens after his incredible debut. Awesome moment for the young QB. #GoNiners#OAKvsSFpic.twitter.com/goPBIErYs7 — NFL (@NFL) November 2, 2018 Þetta var aðeins annar sigur Niners í vetur en Raiders er enn aðeins með einn sigur og allt í tómu tjóni hjá félaginu. Jon Gruden tók við sem þjálfari fyrir tímabilið en ekkert hefur gengið upp hjá honum.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins.
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sjá meira