Ferðamenn og 10 milljarða framlag til vegakerfisins Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Allir vita að ástand vegakerfisins á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Fjármögnun á viðhaldi og uppbyggingu íslenska vegakerfisins er sífelldur höfuðverkur. Það er erfitt fyrir fámenna þjóð í stóru landi að halda úti og þjónusta rúmlega 13.000 km vegakerfi, sem stenst nútímakröfur um ástand og öryggi. Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að á undanförnum árum hefur umferð um landið aukist ár frá ári. Þar skipta erlendir ferðamenn sköpum en sífellt fleiri vegfarendur eru erlendir ferðamenn og hópferðabílar með erlenda gesti innanborðs. Íslendingar sjálfir ferðast jafnframt meira og nú sækja margir vinnu og skóla um lengri veg en áður tíðkaðist. Vöxtur ferðaþjónustu og aukin umferð kallar eðlilega á meiri fjárfestingar, viðhald og þjónustu á vegakerfi landsins en áherslur í þeim efnum hafa ekki verið í neinum takti við breyttan raunveruleika. Sumir Íslendingar hafa kosið að líta erlenda ökumenn hornauga og einblína á hversu miklu álagi þeir valda á vegakerfið, þeir séu almennt til óþurftar úti á vegunum – þvælist fyrir, slíti þeim og borgi ekki krónu fyrir afnot af „okkar“ innviðum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að umferð erlendra gesta um vegakerfi landsins er ein af vinsælustu útflutningsvörum landsins. Erlendir ferðamenn eru glænýr viðskiptavinahópur í vegakerfi landsins. Hann stuðlar að betri nýtingu samgöngumannvirkja um land allt og það sem meira er – hann tekur risastóran þátt í að fjármagna það. Árið 2017 var gott ár í ferðaþjónustu. Það ár má gera ráð fyrir að skatttekjur ríkisins vegna eldsneytiskaupa erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hafi verið tæpir 9 milljarðar króna og 1,6 milljarðar vegna aksturs hópferðabíla með erlendra ferðamenn um landið. Þannig námu skatttekjur ríkisins vegna notkunar erlendra ferðamanna á vegakerfi landsins um 10,5 milljörðum króna sem er um 34% af heildartekjum ríkissjóðs (23 milljarðar króna) af eldsneytiskaupum fólksbifreiða á árinu 2017. Þessu til viðbótar greiddu erlendir ferðamenn um fjóra milljarða króna í virðisaukaskatt vegna þessara viðskipta. Til að setja viðskipti erlendra ferðamanna á þjóðvegum landsins í samhengi við Samgönguáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir að framkvæmdir á vegakerfinu nemi um 23,5 milljörðum króna á næsta ári. Að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn fjármagni um 45% af fyrirhuguðum framkvæmdum í vegamálum á næstu árum. Þetta og ýmislegt fleira er ágætt að hafa á bak við eyrað þegar rætt er um þörfina á að innleiða frekari skatta og gjöld á erlenda ferðamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Allir vita að ástand vegakerfisins á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Fjármögnun á viðhaldi og uppbyggingu íslenska vegakerfisins er sífelldur höfuðverkur. Það er erfitt fyrir fámenna þjóð í stóru landi að halda úti og þjónusta rúmlega 13.000 km vegakerfi, sem stenst nútímakröfur um ástand og öryggi. Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að á undanförnum árum hefur umferð um landið aukist ár frá ári. Þar skipta erlendir ferðamenn sköpum en sífellt fleiri vegfarendur eru erlendir ferðamenn og hópferðabílar með erlenda gesti innanborðs. Íslendingar sjálfir ferðast jafnframt meira og nú sækja margir vinnu og skóla um lengri veg en áður tíðkaðist. Vöxtur ferðaþjónustu og aukin umferð kallar eðlilega á meiri fjárfestingar, viðhald og þjónustu á vegakerfi landsins en áherslur í þeim efnum hafa ekki verið í neinum takti við breyttan raunveruleika. Sumir Íslendingar hafa kosið að líta erlenda ökumenn hornauga og einblína á hversu miklu álagi þeir valda á vegakerfið, þeir séu almennt til óþurftar úti á vegunum – þvælist fyrir, slíti þeim og borgi ekki krónu fyrir afnot af „okkar“ innviðum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að umferð erlendra gesta um vegakerfi landsins er ein af vinsælustu útflutningsvörum landsins. Erlendir ferðamenn eru glænýr viðskiptavinahópur í vegakerfi landsins. Hann stuðlar að betri nýtingu samgöngumannvirkja um land allt og það sem meira er – hann tekur risastóran þátt í að fjármagna það. Árið 2017 var gott ár í ferðaþjónustu. Það ár má gera ráð fyrir að skatttekjur ríkisins vegna eldsneytiskaupa erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hafi verið tæpir 9 milljarðar króna og 1,6 milljarðar vegna aksturs hópferðabíla með erlendra ferðamenn um landið. Þannig námu skatttekjur ríkisins vegna notkunar erlendra ferðamanna á vegakerfi landsins um 10,5 milljörðum króna sem er um 34% af heildartekjum ríkissjóðs (23 milljarðar króna) af eldsneytiskaupum fólksbifreiða á árinu 2017. Þessu til viðbótar greiddu erlendir ferðamenn um fjóra milljarða króna í virðisaukaskatt vegna þessara viðskipta. Til að setja viðskipti erlendra ferðamanna á þjóðvegum landsins í samhengi við Samgönguáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir að framkvæmdir á vegakerfinu nemi um 23,5 milljörðum króna á næsta ári. Að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn fjármagni um 45% af fyrirhuguðum framkvæmdum í vegamálum á næstu árum. Þetta og ýmislegt fleira er ágætt að hafa á bak við eyrað þegar rætt er um þörfina á að innleiða frekari skatta og gjöld á erlenda ferðamenn.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar