Þjónustugjöld bankanna hækka og ný gjöld búin til Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 14:59 Mestur er verðmunurinn á afgreiðslugjaldi vegna innlagnar reiðufjár í annan banka. Vísir Þjónustugjöld íslensku bankanna hafa hækkað töluvert á undanförnum árum, samkvæmt úttekt verðlagseftirlitsins á verðskrám bankanna. Þá eru hækkanirnar langt umfram vísitölu neysluverðs, að því er fram kemur í tilkynningu frá ASÍ. „Miklar breytingar hafa orðið á gjaldskrám bankanna frá 2015 til dagsins í dag. Mörg gjöld hafa hækkað mikið auk þess sem ýmis ný gjöld hafa orðið til og þá sérstaklega gjöld sem varða þjónustu í útibúum,“ segir í tilkynningu. „Bankarnir eru farnir að rukka hærri gjöld fyrir þjónustu sem krefst aðstoðar þjónustufulltrúa, hvort sem það er í gegnum síma eða í útibúi á meðan þjónustan kostar mun minna eða ekkert ef fólk framkvæmir aðgerðirnar sjálft.“375% munur á afgreiðslugjaldi Í könnuninni kemur fram að Arion banki hafi til að mynda tekið upp fast afgreiðslugjald upp á 195 krónur fyrir aðgerðir sem framkvæmdar eru af þjónustufulltrúa. Mestur er verðmunur milli banka á afgreiðslugjaldi vegna innlagnar reiðufjár í annan banka. Gjald fyrir slíka aðgerð er 495 krónur hjá Arion banka, 375 krónur hjá Íslandsbanka og 100 krónur hjá Landsbankanum. Það gerir 375% verðmun á hæsta verðinu hjá Arion banka og því lægsta hjá Landsbankanum. Útibúum fækkað en þjónustugjöld hækka Ef vísitala neysluverðs er skoðuð má sjá að þjónustugjöld banka og kostnaður við greiðslukort hefur hækkað langt um fram vísitölu neysluverðs. Samkvæmt könnun verðlagseftirlitsins hefur bankakostnaður hækkað um 11% og kostnaður við greiðslukort hækkað um 19% á síðustu þremur árum, þ.e. frá október 2015 til október 2018. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7%. Frá árinu 2008 hefur útibúum bankanna jafnframt fækkað úr 146 í 74 og starfsmönnum fækkað úr 4.326 í 2.850, eða um tæplega 1500, samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Á sama tíma hefur þjónusta bankanna orðið rafræn í auknum mæli og viðskiptavinir hafa því síður sótt þjónustuna beint til starfsfólks eða út í útibúin. „Það vekur því nokkra furðu að verðhækkanir þeirra séu jafnmiklar og raun ber vitni. Þrátt fyrir að einhver munur sé á verðlagningu bankanna virðist lítil samkeppni vera í verðlagningu milli þeirra. Ef einn banki hækkar gjöld virðist næsti fylgja á eftir með svipaðar verðhækkanir. Það er því ekki að sjá að bankarnir reyni að keppa um viðskiptavini í verði og einkennist markaðurinn af fákeppni,“ segir í tilkynningu ASÍ. Úttekt verðlagseftirlitsins á þjónustugjöldum bankanna má nálgast í heild hér. Úttektin nær til þjónustugjalda stærstu viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Við gerð úttektarinnar var stuðst við gildandi verðskrár bankanna auk eldri verðskráa sem voru í gildi haustið 2015. Einnig var stuðst við upplýsingar frá starfsmönnum bankanna. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Þjónustugjöld íslensku bankanna hafa hækkað töluvert á undanförnum árum, samkvæmt úttekt verðlagseftirlitsins á verðskrám bankanna. Þá eru hækkanirnar langt umfram vísitölu neysluverðs, að því er fram kemur í tilkynningu frá ASÍ. „Miklar breytingar hafa orðið á gjaldskrám bankanna frá 2015 til dagsins í dag. Mörg gjöld hafa hækkað mikið auk þess sem ýmis ný gjöld hafa orðið til og þá sérstaklega gjöld sem varða þjónustu í útibúum,“ segir í tilkynningu. „Bankarnir eru farnir að rukka hærri gjöld fyrir þjónustu sem krefst aðstoðar þjónustufulltrúa, hvort sem það er í gegnum síma eða í útibúi á meðan þjónustan kostar mun minna eða ekkert ef fólk framkvæmir aðgerðirnar sjálft.“375% munur á afgreiðslugjaldi Í könnuninni kemur fram að Arion banki hafi til að mynda tekið upp fast afgreiðslugjald upp á 195 krónur fyrir aðgerðir sem framkvæmdar eru af þjónustufulltrúa. Mestur er verðmunur milli banka á afgreiðslugjaldi vegna innlagnar reiðufjár í annan banka. Gjald fyrir slíka aðgerð er 495 krónur hjá Arion banka, 375 krónur hjá Íslandsbanka og 100 krónur hjá Landsbankanum. Það gerir 375% verðmun á hæsta verðinu hjá Arion banka og því lægsta hjá Landsbankanum. Útibúum fækkað en þjónustugjöld hækka Ef vísitala neysluverðs er skoðuð má sjá að þjónustugjöld banka og kostnaður við greiðslukort hefur hækkað langt um fram vísitölu neysluverðs. Samkvæmt könnun verðlagseftirlitsins hefur bankakostnaður hækkað um 11% og kostnaður við greiðslukort hækkað um 19% á síðustu þremur árum, þ.e. frá október 2015 til október 2018. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7%. Frá árinu 2008 hefur útibúum bankanna jafnframt fækkað úr 146 í 74 og starfsmönnum fækkað úr 4.326 í 2.850, eða um tæplega 1500, samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Á sama tíma hefur þjónusta bankanna orðið rafræn í auknum mæli og viðskiptavinir hafa því síður sótt þjónustuna beint til starfsfólks eða út í útibúin. „Það vekur því nokkra furðu að verðhækkanir þeirra séu jafnmiklar og raun ber vitni. Þrátt fyrir að einhver munur sé á verðlagningu bankanna virðist lítil samkeppni vera í verðlagningu milli þeirra. Ef einn banki hækkar gjöld virðist næsti fylgja á eftir með svipaðar verðhækkanir. Það er því ekki að sjá að bankarnir reyni að keppa um viðskiptavini í verði og einkennist markaðurinn af fákeppni,“ segir í tilkynningu ASÍ. Úttekt verðlagseftirlitsins á þjónustugjöldum bankanna má nálgast í heild hér. Úttektin nær til þjónustugjalda stærstu viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Við gerð úttektarinnar var stuðst við gildandi verðskrár bankanna auk eldri verðskráa sem voru í gildi haustið 2015. Einnig var stuðst við upplýsingar frá starfsmönnum bankanna.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira