Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 14:28 Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. Hann getur sett fyrsta A-landsliðsmarkið fyrir Ísland á næstu dögum en Arnór var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn á föstudag. „Auðvitað verður maður að stefna hátt í þessu og það er gaman þegar það gengur svona vel og nær þeim markmiðum sem maður setur sér,“ sagði Arnór við Guðmund Benediktsson í Belgíu þar sem landsliðið er við æfingar. „Það þýðir ekkert að hanga endalaust upp í skýjunum yfir því, maður þarf að koma hingað inn og leggja á sig og vinna fyrir því að vera í þessum hópi.“ „Það er heiður að fá kallið. Ég kom í gær og eins og maður vissi þá er þetta topp hópur og allir mjög almennilegir. Þetta er mjög spennandi verkefni sem er fram undan.“ Ísland mætir Belgíu á fimmtudaginn í lokaleik Þjóðadeildarinnar. Ísland er fallið úr A-deildinni en á með sigri enn möguleika á fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2020. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að fara með fullt sjálfstraust inn í þennan leik. Við höfum engu að tapa og eigum enn séns. Við vitum að það vantar mjög mikilvæga leikmenn en þá opnast dyr fyrir aðra og við eigum helling af leikmönnum sem eru mjög góðir.“ Belgía er efsta lið heimslistans um þessar mundir, gerir Arnór sér vonir að fá fyrsta A-landsliðsleikinn gegn Eden Hazard og félögum? „Ég kem bara hér inn og geri mitt besta og held áfram að gera það sem ég hef verið að gera, síðan eru það þjálfararnir sem taka loka ákvörðunina.“ Leikur Belgíu og Íslands fer fram á fimmtudaginn 15. nóvember og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:35.Klippa: Arnór: Má ekki hanga uppi í skýjunum Þjóðadeild UEFA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. Hann getur sett fyrsta A-landsliðsmarkið fyrir Ísland á næstu dögum en Arnór var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn á föstudag. „Auðvitað verður maður að stefna hátt í þessu og það er gaman þegar það gengur svona vel og nær þeim markmiðum sem maður setur sér,“ sagði Arnór við Guðmund Benediktsson í Belgíu þar sem landsliðið er við æfingar. „Það þýðir ekkert að hanga endalaust upp í skýjunum yfir því, maður þarf að koma hingað inn og leggja á sig og vinna fyrir því að vera í þessum hópi.“ „Það er heiður að fá kallið. Ég kom í gær og eins og maður vissi þá er þetta topp hópur og allir mjög almennilegir. Þetta er mjög spennandi verkefni sem er fram undan.“ Ísland mætir Belgíu á fimmtudaginn í lokaleik Þjóðadeildarinnar. Ísland er fallið úr A-deildinni en á með sigri enn möguleika á fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2020. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að fara með fullt sjálfstraust inn í þennan leik. Við höfum engu að tapa og eigum enn séns. Við vitum að það vantar mjög mikilvæga leikmenn en þá opnast dyr fyrir aðra og við eigum helling af leikmönnum sem eru mjög góðir.“ Belgía er efsta lið heimslistans um þessar mundir, gerir Arnór sér vonir að fá fyrsta A-landsliðsleikinn gegn Eden Hazard og félögum? „Ég kem bara hér inn og geri mitt besta og held áfram að gera það sem ég hef verið að gera, síðan eru það þjálfararnir sem taka loka ákvörðunina.“ Leikur Belgíu og Íslands fer fram á fimmtudaginn 15. nóvember og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:35.Klippa: Arnór: Má ekki hanga uppi í skýjunum
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira