„Þetta er til háborinnar skammar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2018 10:15 Ökumaðurinn spændi upp mosann. Mynd/Skjáskot. „Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. Ef marka má myndir á samfélagsmiðlum var hópurinn sem sést í myndbandinu á ferð hér á landi í lok september. Lesandi sendi inn ábendingu um utanvegaaksturinn eftir að myndband af honum var hlaðið upp á Instagram. Segir í ábendingunni að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Sjá má hluta af myndbandinu hér að neðan.Eins og sjá má er utanvegaaksturinn einstaklega grófur en ökumaður bílsins spólar fram og til baka í mosa, líklega á Suðurlandi ef marka má myndir af ferðalagi hópsins.Bíllinn var sem fyrr segir tekinn á leigu hjá City Car Rental og þar á bæ eru menn miður sín yfir framferði ferðamannsins.„Þetta er til háborinnar skammmar og mér þótti þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður í samtali við Vísi en hann hafði þá séð fréttir af utanvegaakstrinum. Hann segir að fyrirtækið leggi mikla áherslu á að fræða þá sem taki bíla á leigu hjá þeim að utanvegaakstur sé stranglega bannaður hér á landi.„Við reynum að gera allt sem við getum. Við höfum mjög strangar reglur að fólk keyri ekki utan vegar,“ segir Sigurður sem bætir við að allir þeir sem taki bíl á leigu hjá fyrirtækinu fái upplýsingar þess efnis.Ógerlegt er þó fyrir bílaleigur að hafa stjórn á þeim sem leigja bíla eftir að út á vegi er komið.„Ég veit ekki hvað er í höfðinu á þessu fólki þegar það er komið land. Ef ég sæi þessi teikn á fólki þegar ég leigi þeim bíla fengi viðkomandi ekki að leigja bíl,“ segir Sigurður. „Það er bara eins og það grípi þá eitthvað æði.“Utanvegaakstur varðar sektum eða fangelsien á vef Umhverfisstofnunarsegir að svo virðist sem að slíkur akstur sé vaxandi vandamál hér á landi. Litið sé alvarlegum augum á hann enda geti gáleysislegur akstur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.Í sumar báðust franskir ferðamenn afsökunar á utanvegaakstri í Kerlingarfjöllum. Þurftu ökumennirnir að greiða 200 þúsund krónur í sekt hvor, samtals 400 þúsund. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá um helgina. 13. ágúst 2018 14:06 Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51 Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna Ferðaklúbburinn 4x4 gerði sér ferð til Kerlingarfjalla í þeim tilgangi að laga skemmdir eftir utanvegaakstur franskra ferðamanna. 14. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
„Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. Ef marka má myndir á samfélagsmiðlum var hópurinn sem sést í myndbandinu á ferð hér á landi í lok september. Lesandi sendi inn ábendingu um utanvegaaksturinn eftir að myndband af honum var hlaðið upp á Instagram. Segir í ábendingunni að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Sjá má hluta af myndbandinu hér að neðan.Eins og sjá má er utanvegaaksturinn einstaklega grófur en ökumaður bílsins spólar fram og til baka í mosa, líklega á Suðurlandi ef marka má myndir af ferðalagi hópsins.Bíllinn var sem fyrr segir tekinn á leigu hjá City Car Rental og þar á bæ eru menn miður sín yfir framferði ferðamannsins.„Þetta er til háborinnar skammmar og mér þótti þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður í samtali við Vísi en hann hafði þá séð fréttir af utanvegaakstrinum. Hann segir að fyrirtækið leggi mikla áherslu á að fræða þá sem taki bíla á leigu hjá þeim að utanvegaakstur sé stranglega bannaður hér á landi.„Við reynum að gera allt sem við getum. Við höfum mjög strangar reglur að fólk keyri ekki utan vegar,“ segir Sigurður sem bætir við að allir þeir sem taki bíl á leigu hjá fyrirtækinu fái upplýsingar þess efnis.Ógerlegt er þó fyrir bílaleigur að hafa stjórn á þeim sem leigja bíla eftir að út á vegi er komið.„Ég veit ekki hvað er í höfðinu á þessu fólki þegar það er komið land. Ef ég sæi þessi teikn á fólki þegar ég leigi þeim bíla fengi viðkomandi ekki að leigja bíl,“ segir Sigurður. „Það er bara eins og það grípi þá eitthvað æði.“Utanvegaakstur varðar sektum eða fangelsien á vef Umhverfisstofnunarsegir að svo virðist sem að slíkur akstur sé vaxandi vandamál hér á landi. Litið sé alvarlegum augum á hann enda geti gáleysislegur akstur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.Í sumar báðust franskir ferðamenn afsökunar á utanvegaakstri í Kerlingarfjöllum. Þurftu ökumennirnir að greiða 200 þúsund krónur í sekt hvor, samtals 400 þúsund.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá um helgina. 13. ágúst 2018 14:06 Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51 Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna Ferðaklúbburinn 4x4 gerði sér ferð til Kerlingarfjalla í þeim tilgangi að laga skemmdir eftir utanvegaakstur franskra ferðamanna. 14. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá um helgina. 13. ágúst 2018 14:06
Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51
Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna Ferðaklúbburinn 4x4 gerði sér ferð til Kerlingarfjalla í þeim tilgangi að laga skemmdir eftir utanvegaakstur franskra ferðamanna. 14. ágúst 2018 23:15