Afturhald Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Æði lengi hefur það viðhorf verið ríkjandi meðal ráðamanna hér á landi að þjóðin kunni sér ekki forráð í ákveðnum málum og hafa þurfi hemil á henni svo að hún leiðist ekki út í vitleysu. Ein leið til að koma í veg fyrir að landsmenn fari sér að voða er að setja á boð og bönn. Dæmi um þetta er bjórbannið sem ríkti hér í áratugi og enginn botnar lengur í, ekki einu sinni þeir sem árið 1988 greiddu atkvæði gegn því á þingi að bjórsala yrði leyfð. Helst mátti ætla af tali þeirra sem studdu bannið að yrði sala á bjór heimil hér á landi myndi alþýða manna vera rorrandi full flesta daga og því vitanlega óvinnufær. Óhörðnuð ungmenni myndu taka sér þá fullorðnu til fyrirmyndar og þamba bjór eins og gosdrykki. Afar nöturleg framtíðarsýn, en ekki þurfti samt mikla spádómsgáfu til að átta sig á að hún myndi ekki rætast. Blessunarlega sáu þingmenn með skynsamleg viðhorf til þess að bjórbanninu var loks aflétt. Vitanlega kom í ljós að þjóðin réð vel við það að drekka bjór án þess að ærast. Bannviðhorfið í áfengismálum er þó enn við lýði. Erlendis er hægt að fara í hinar ýmsu verslanir og stórmarkaði og kaupa léttvínsflösku og bjór um leið og keypt er í matinn. En ekki hér á landi. Þjóðinni er alls ekki talið treystandi til að haga sér skikkanlega í námunda við áfengi sjái hún það innan um kjöt og fisk. Talið er víst að hún muni vera blindfull alla daga verði henni gert enn auðveldara en nú er að ná sér í léttvínsflösku eða bjór. Ekki er heldur talið óhætt að leggja það á ungmenni að sjá áfengisflöskur og bjórdósir úti í búð, þótt þau sjái þennan varning stöðugt á samfélagsmiðlum. Hinar myrku spár um vesöldina sem myndi skapast fengi þjóðin að drekka bjór rættust ekki. Þjóðin hefur þolað bjórinn og mun einnig þola það að hafa aðgang að áfengi í verslunum landsins. Hún mun ekki vera afvelta af drykkju öllum stundum. Afturhaldshugsun of margra rúmar hins vegar ekki þann veruleika að fólk geti afborið að sjá áfengisflöskur í verslunum án þess að fara sér að voða. Sama afturhaldshugsun er ríkjandi hér á landi þegar kemur að áfengisauglýsingum. Hið ríkjandi viðhorf er að þær eigi ekki að sjást, en á sama tíma er vitað að þær eru ofursýnilegar. Þær sjást á erlendum sjónvarpsstöðvum, og á þeim íslensku þegar sýnt er frá íþróttaviðburðum, á netinu, og eru í erlendum blöðum og tímaritum. Þegar slíkar auglýsingar sjást á íslensku í fjölmiðlum verður uppi fótur og fit, látið er eins og stórkostlegur háski sé á ferð og viðkomandi fjölmiðill er sektaður. Ef þetta er ekki hræsni, þá er þetta allavega umtalsverð afneitun á raunveruleikanum. Þessari bannstefnu ber að aflétta. Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að íslenska þjóðin lifir ekki í einangrun heldur hrærist í nútímanum. Áfengisauglýsingar blasa við henni og hafa lengi gert. Þjóðinni hefur ekki orðið meint af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Æði lengi hefur það viðhorf verið ríkjandi meðal ráðamanna hér á landi að þjóðin kunni sér ekki forráð í ákveðnum málum og hafa þurfi hemil á henni svo að hún leiðist ekki út í vitleysu. Ein leið til að koma í veg fyrir að landsmenn fari sér að voða er að setja á boð og bönn. Dæmi um þetta er bjórbannið sem ríkti hér í áratugi og enginn botnar lengur í, ekki einu sinni þeir sem árið 1988 greiddu atkvæði gegn því á þingi að bjórsala yrði leyfð. Helst mátti ætla af tali þeirra sem studdu bannið að yrði sala á bjór heimil hér á landi myndi alþýða manna vera rorrandi full flesta daga og því vitanlega óvinnufær. Óhörðnuð ungmenni myndu taka sér þá fullorðnu til fyrirmyndar og þamba bjór eins og gosdrykki. Afar nöturleg framtíðarsýn, en ekki þurfti samt mikla spádómsgáfu til að átta sig á að hún myndi ekki rætast. Blessunarlega sáu þingmenn með skynsamleg viðhorf til þess að bjórbanninu var loks aflétt. Vitanlega kom í ljós að þjóðin réð vel við það að drekka bjór án þess að ærast. Bannviðhorfið í áfengismálum er þó enn við lýði. Erlendis er hægt að fara í hinar ýmsu verslanir og stórmarkaði og kaupa léttvínsflösku og bjór um leið og keypt er í matinn. En ekki hér á landi. Þjóðinni er alls ekki talið treystandi til að haga sér skikkanlega í námunda við áfengi sjái hún það innan um kjöt og fisk. Talið er víst að hún muni vera blindfull alla daga verði henni gert enn auðveldara en nú er að ná sér í léttvínsflösku eða bjór. Ekki er heldur talið óhætt að leggja það á ungmenni að sjá áfengisflöskur og bjórdósir úti í búð, þótt þau sjái þennan varning stöðugt á samfélagsmiðlum. Hinar myrku spár um vesöldina sem myndi skapast fengi þjóðin að drekka bjór rættust ekki. Þjóðin hefur þolað bjórinn og mun einnig þola það að hafa aðgang að áfengi í verslunum landsins. Hún mun ekki vera afvelta af drykkju öllum stundum. Afturhaldshugsun of margra rúmar hins vegar ekki þann veruleika að fólk geti afborið að sjá áfengisflöskur í verslunum án þess að fara sér að voða. Sama afturhaldshugsun er ríkjandi hér á landi þegar kemur að áfengisauglýsingum. Hið ríkjandi viðhorf er að þær eigi ekki að sjást, en á sama tíma er vitað að þær eru ofursýnilegar. Þær sjást á erlendum sjónvarpsstöðvum, og á þeim íslensku þegar sýnt er frá íþróttaviðburðum, á netinu, og eru í erlendum blöðum og tímaritum. Þegar slíkar auglýsingar sjást á íslensku í fjölmiðlum verður uppi fótur og fit, látið er eins og stórkostlegur háski sé á ferð og viðkomandi fjölmiðill er sektaður. Ef þetta er ekki hræsni, þá er þetta allavega umtalsverð afneitun á raunveruleikanum. Þessari bannstefnu ber að aflétta. Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að íslenska þjóðin lifir ekki í einangrun heldur hrærist í nútímanum. Áfengisauglýsingar blasa við henni og hafa lengi gert. Þjóðinni hefur ekki orðið meint af þeim.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun