Brauð til sölu Guðmundur Steingrímsson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Á dögunum ákváðum við hjónin að kaupa okkur súrdeigsbrauð. Brauðið var afbragðsgott. Þegar sitthvor sneiðin hafði verið borðuð fórum við að velta fyrir okkur, í tíðindaleysi hversdagsins, hvað þessi herlegheit kostuðu. Það rann upp fyrir okkur ljós. Hversu fáránlegt er það að brauð — einn brauðhleifur — skuli kosta þúsund kall? Er það í lagi? Skyndilega fórum við að umgangast þetta brauð eins og einhver svakaleg gæði. Það skemmist og harðnar á tveimur dögum. Við veltum því auðvitað upp hvort ekki væri skynsamlegt að selja helminginn af því á Bland. Hálft súrdeigsbrauð til sölu. Fimm hundruð kall. Kannski gerum við það næst. Gæti líka verið skynsamlegt að slá saman í svona brauð, nágrannarnir. Spurning um að auglýsa eftir meðfjárfestum. Í öllu falli var það skyndilega orðið visst atriði í heimilishaldinu að reyna að njóta brauðsins á meðan það var enn mjúkt og klára sem mest af því. Í því skyni var farið sérstaklega heim í hádeginu einn daginn til þess að halda áfram að borða brauðið. Við náðum að klára það, svo gott sem. Annað hefði verið agalegt. Ég held að það sé orðið réttmætt og aðkallandi álitamál hvort svona brauð sé ekki tilvalin jólagjöf. Slíkt er verðið. Rolla í háu ljósunum Auðvitað er maður orðinn svolítið þreyttur á þessu. Þessu íslenska verðlagi. Þessari látlausu dýrtíð. Að vera íslenskur neytandi er eins og að vera stanslaust eins og rolla í háu ljósunum. Maður er sífellt undrandi. Alltaf jafn hissa. Alltaf jafn ráðvilltur. Alltaf jafn mikið hafður að fífli einhvern veginn. Á virkilega að rukka mann um 1500 kall fyrir bjór? Í alvöru? Níu þúsund kall fyrir rauðvínsflösku? Tvö þúsund og fimm hundruð fyrir hamborgara? Sjö hundruð og fimmtíu fyrir kaffi? Ísland virðist vera einn stór markaðsbrestur. Það er eins og neytendur hafi engin áhrif á verðlag. Þeir eiga bara að borga. Ég heyrði sögu af eldri konu á leigumarkaði um daginn. Leigan hennar ríflega tvöfaldaðist á tæplega tveggja ára tímabili. Hún varð að flytja út og leigir núna lítið herbergi. Endrum og eins keyrir hún framhjá gömlu íbúðinni. Hún hefur staðið auð í marga mánuði. Þetta er athyglisvert dæmi sem sýnir málið í hnotskurn: Það virðist vera mikilvægara að rukka hátt verð heldur en að selja vöruna. Stemningin virðist vera sú, að frekar eigi að verðleggja íbúðirnar hátt heldur en að leigja þær út. Batteríslaus tilboð Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar á svörtum föstudegi. Ég skoðaði af athygli nokkur tilboð á hlutum sem vantar í heimilishaldið og var næstum því lagður af stað út í bæ að kaupa einhvern skollann þegar ég tók upp á því að hugsa málið aðeins betur og skoða smáa letrið. Auðvitað kom á daginn að til dæmis verkfærin sem mig langaði til að kaupa voru ekki með batteríum. Þau þurfti að kaupa sérstaklega. Og þau kostuðu milljón skrilljónir. Þetta er allt einhvern veginn svona. Greint var frá því í fréttum að verslanir hefðu verið staðnar að því að hækka verðið í aðdraganda föstudagsins til þess að geta svo auglýst ríflegar lækkanir. Snjallt. Það má alltaf reyna að græða á hinum sauðheimsku íslensku neytendum. Spurningin er hvort svoleiðis þenkjandi kaupmönnum verði kápan úr því klæðinu til lengdar. Einhvern tímann hættir fólk að borga. Ég trúi ekki öðru. Ég vafraði fljótlega inn á erlenda heimasíðu þar sem sömu verkfæri fengust fyrir ríflega helmingi lægra verð, á engu tilboði. Auðvitað kaupi ég þau frekar þar. Traustið Ég efast ekki um að aðilar í verslunarrekstri eiga alls konar skýringar á hraðbergi fyrir háu verðlagi. Og ég ætla ekki að alhæfa. Sumir virðast leggja sig fram um að reyna að bjóða ásættanleg verð. Nýr hamborgarastaður var opnaður um daginn. Þar er hægt að fá hamborgara á 1100 kall, sýndist mér. Það er skárra en tvö þúsund. Þegar ég gekk út af þessum stað fann ég til tilfinninga gagnvart matarverði sem ég hef ekki fundið um langa hríð á Íslandi, ef nokkurn tímann: Innilegrar ánægju með það að þarna skuli kannski vera kominn veitingamaður sem ætlar mögulega að veðja á það að verðlag skipti einhverju máli fyrir viðskiptavinina. Að þeir verði ánægðari með lægra verð. Það væri nýbreytni. Þetta er þó hugsun sem hefur rutt sér til rúms víða erlendis. Almennt finn ég til annarra tilfinninga gagnvart íslenskum verslunarrekstri. Eins og hjá mörgum, held ég, er tilfinningin vantraust. Ég á erfitt með að treysta því að verslun og þjónusta á Íslandi sé rekin með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Það er eins og annað ráði för. En hvað um það. Ég á skorpinn enda af súrdeigsbrauði heima. Sel hann á 350 kr. og málið er dautt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum ákváðum við hjónin að kaupa okkur súrdeigsbrauð. Brauðið var afbragðsgott. Þegar sitthvor sneiðin hafði verið borðuð fórum við að velta fyrir okkur, í tíðindaleysi hversdagsins, hvað þessi herlegheit kostuðu. Það rann upp fyrir okkur ljós. Hversu fáránlegt er það að brauð — einn brauðhleifur — skuli kosta þúsund kall? Er það í lagi? Skyndilega fórum við að umgangast þetta brauð eins og einhver svakaleg gæði. Það skemmist og harðnar á tveimur dögum. Við veltum því auðvitað upp hvort ekki væri skynsamlegt að selja helminginn af því á Bland. Hálft súrdeigsbrauð til sölu. Fimm hundruð kall. Kannski gerum við það næst. Gæti líka verið skynsamlegt að slá saman í svona brauð, nágrannarnir. Spurning um að auglýsa eftir meðfjárfestum. Í öllu falli var það skyndilega orðið visst atriði í heimilishaldinu að reyna að njóta brauðsins á meðan það var enn mjúkt og klára sem mest af því. Í því skyni var farið sérstaklega heim í hádeginu einn daginn til þess að halda áfram að borða brauðið. Við náðum að klára það, svo gott sem. Annað hefði verið agalegt. Ég held að það sé orðið réttmætt og aðkallandi álitamál hvort svona brauð sé ekki tilvalin jólagjöf. Slíkt er verðið. Rolla í háu ljósunum Auðvitað er maður orðinn svolítið þreyttur á þessu. Þessu íslenska verðlagi. Þessari látlausu dýrtíð. Að vera íslenskur neytandi er eins og að vera stanslaust eins og rolla í háu ljósunum. Maður er sífellt undrandi. Alltaf jafn hissa. Alltaf jafn ráðvilltur. Alltaf jafn mikið hafður að fífli einhvern veginn. Á virkilega að rukka mann um 1500 kall fyrir bjór? Í alvöru? Níu þúsund kall fyrir rauðvínsflösku? Tvö þúsund og fimm hundruð fyrir hamborgara? Sjö hundruð og fimmtíu fyrir kaffi? Ísland virðist vera einn stór markaðsbrestur. Það er eins og neytendur hafi engin áhrif á verðlag. Þeir eiga bara að borga. Ég heyrði sögu af eldri konu á leigumarkaði um daginn. Leigan hennar ríflega tvöfaldaðist á tæplega tveggja ára tímabili. Hún varð að flytja út og leigir núna lítið herbergi. Endrum og eins keyrir hún framhjá gömlu íbúðinni. Hún hefur staðið auð í marga mánuði. Þetta er athyglisvert dæmi sem sýnir málið í hnotskurn: Það virðist vera mikilvægara að rukka hátt verð heldur en að selja vöruna. Stemningin virðist vera sú, að frekar eigi að verðleggja íbúðirnar hátt heldur en að leigja þær út. Batteríslaus tilboð Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar á svörtum föstudegi. Ég skoðaði af athygli nokkur tilboð á hlutum sem vantar í heimilishaldið og var næstum því lagður af stað út í bæ að kaupa einhvern skollann þegar ég tók upp á því að hugsa málið aðeins betur og skoða smáa letrið. Auðvitað kom á daginn að til dæmis verkfærin sem mig langaði til að kaupa voru ekki með batteríum. Þau þurfti að kaupa sérstaklega. Og þau kostuðu milljón skrilljónir. Þetta er allt einhvern veginn svona. Greint var frá því í fréttum að verslanir hefðu verið staðnar að því að hækka verðið í aðdraganda föstudagsins til þess að geta svo auglýst ríflegar lækkanir. Snjallt. Það má alltaf reyna að græða á hinum sauðheimsku íslensku neytendum. Spurningin er hvort svoleiðis þenkjandi kaupmönnum verði kápan úr því klæðinu til lengdar. Einhvern tímann hættir fólk að borga. Ég trúi ekki öðru. Ég vafraði fljótlega inn á erlenda heimasíðu þar sem sömu verkfæri fengust fyrir ríflega helmingi lægra verð, á engu tilboði. Auðvitað kaupi ég þau frekar þar. Traustið Ég efast ekki um að aðilar í verslunarrekstri eiga alls konar skýringar á hraðbergi fyrir háu verðlagi. Og ég ætla ekki að alhæfa. Sumir virðast leggja sig fram um að reyna að bjóða ásættanleg verð. Nýr hamborgarastaður var opnaður um daginn. Þar er hægt að fá hamborgara á 1100 kall, sýndist mér. Það er skárra en tvö þúsund. Þegar ég gekk út af þessum stað fann ég til tilfinninga gagnvart matarverði sem ég hef ekki fundið um langa hríð á Íslandi, ef nokkurn tímann: Innilegrar ánægju með það að þarna skuli kannski vera kominn veitingamaður sem ætlar mögulega að veðja á það að verðlag skipti einhverju máli fyrir viðskiptavinina. Að þeir verði ánægðari með lægra verð. Það væri nýbreytni. Þetta er þó hugsun sem hefur rutt sér til rúms víða erlendis. Almennt finn ég til annarra tilfinninga gagnvart íslenskum verslunarrekstri. Eins og hjá mörgum, held ég, er tilfinningin vantraust. Ég á erfitt með að treysta því að verslun og þjónusta á Íslandi sé rekin með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Það er eins og annað ráði för. En hvað um það. Ég á skorpinn enda af súrdeigsbrauði heima. Sel hann á 350 kr. og málið er dautt.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar