Sverrir Þór: Erum bara miðlungslið Skúli Arnarsson skrifar 23. nóvember 2018 21:35 Sverrir var ekki sáttur í kvöld. vísir/ernir Keflavík tapaði með 17 stigum gegn Haukum í kvöld í Dómínosdeild karla í körfubolta. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki ánægður með sitt lið í kvöld. „Haukarnir voru bara mikið betri. Þeir voru mikið grimmari og ákveðnari á meðan við vorum bara í tómu rugli mestallan leikinn. Við erum í algjöru hnoði og vinnusemin er ekki nein.” Þrátt fyrir að hafa sigrað sex leiki í röð þá segir Sverrir að það hafi legið í loftinu að Keflavík myndu fá skell bráðlega. „Eins og staðan er núna þá erum við bara miðlungslið. Ég veit ekki hvort að strákarnir hafi verið að láta það rugla í sér að það sé verið að tala um okkur sem eitt af bestu liðunum. Við erum búnir að vinna hörku leiki á móti sterkum liðum og á móti liðum sem var spáð neðar en við erum algjört miðlungslið. Það er búið að stefna í að við yrðum flengdir undanfarið og það gerðist í kvöld. Nú er bara spurning hvernig við bregðumst við því.” Keflavík skoruðu aðeins 64 stig í kvöld sem verður að teljast lélegt fyrir jafn gott lið og Keflavík á að vera. Það kom u.þ.b tíu mínútna kafli í leiknum þar sem Keflavík náði ekki að skora stig. Sverrir augljóslega ekki ánægður með sóknarleikinn. „Ég ætla ekkert að taka af Haukum, Þeir berjast hrikalega vel, en við erum bara í hnoði. Við dripplum út í eitt og reynum að troða boltanum inn á Craion meðan hann er með þrjá menn í sér. Síðan ef að boltinn komst út þá var það bara þriggja stiga skot í staðinn fyrir að reyna að fá boltahreyfingu og jafnvel sækja á körfuna. Við töluðum um þetta í leikhléum og í hálfleik en við framkvæmdum ekkert af þessu og áttum þar af leiðandi ekkert skilið út úr þessum leik. Mantas Mockevicius lék ekki með Keflavík í kvöld, en hann hefur ekki spilað með þeim síðan liðið sigraði ÍR í fimmtu umferð. „Hann er erlendis út af vinnunni sinni og ég veit ekki alveg hvenær hann kemur til baka. Ég er að vona að hann nái að klára núna á næstunni og verði síðan bara á fullu með okkur það sem eftir er, það veitir ekki af.” Nú tekur við landsleikjahlé og ljóst að Keflavík þurfa að nýta það vel. „Núna reynir rosalega á okkur. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera en það þarf einhvernveginn að fá alla á sömu blaðsíðu en ekki hver í sínu horni reynandi eitthvað djöfulsins rugl. Það er ekki vænlegt til árangurs.” „Við erum ekkert KR lið sem er búið að vinna fimm titla í röð. Það eru örfáir í liðinu sem hafa unnið eitthvað. Við þurfum virkilega að hafa fyrir því og standa saman ef að við ætlum einhverntímann að verða lið sem kemst inn í úrslitakeppni, fer langt og verður talað um sem sigursælt lið,” sagði Sverrir að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Keflavík tapaði með 17 stigum gegn Haukum í kvöld í Dómínosdeild karla í körfubolta. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki ánægður með sitt lið í kvöld. „Haukarnir voru bara mikið betri. Þeir voru mikið grimmari og ákveðnari á meðan við vorum bara í tómu rugli mestallan leikinn. Við erum í algjöru hnoði og vinnusemin er ekki nein.” Þrátt fyrir að hafa sigrað sex leiki í röð þá segir Sverrir að það hafi legið í loftinu að Keflavík myndu fá skell bráðlega. „Eins og staðan er núna þá erum við bara miðlungslið. Ég veit ekki hvort að strákarnir hafi verið að láta það rugla í sér að það sé verið að tala um okkur sem eitt af bestu liðunum. Við erum búnir að vinna hörku leiki á móti sterkum liðum og á móti liðum sem var spáð neðar en við erum algjört miðlungslið. Það er búið að stefna í að við yrðum flengdir undanfarið og það gerðist í kvöld. Nú er bara spurning hvernig við bregðumst við því.” Keflavík skoruðu aðeins 64 stig í kvöld sem verður að teljast lélegt fyrir jafn gott lið og Keflavík á að vera. Það kom u.þ.b tíu mínútna kafli í leiknum þar sem Keflavík náði ekki að skora stig. Sverrir augljóslega ekki ánægður með sóknarleikinn. „Ég ætla ekkert að taka af Haukum, Þeir berjast hrikalega vel, en við erum bara í hnoði. Við dripplum út í eitt og reynum að troða boltanum inn á Craion meðan hann er með þrjá menn í sér. Síðan ef að boltinn komst út þá var það bara þriggja stiga skot í staðinn fyrir að reyna að fá boltahreyfingu og jafnvel sækja á körfuna. Við töluðum um þetta í leikhléum og í hálfleik en við framkvæmdum ekkert af þessu og áttum þar af leiðandi ekkert skilið út úr þessum leik. Mantas Mockevicius lék ekki með Keflavík í kvöld, en hann hefur ekki spilað með þeim síðan liðið sigraði ÍR í fimmtu umferð. „Hann er erlendis út af vinnunni sinni og ég veit ekki alveg hvenær hann kemur til baka. Ég er að vona að hann nái að klára núna á næstunni og verði síðan bara á fullu með okkur það sem eftir er, það veitir ekki af.” Nú tekur við landsleikjahlé og ljóst að Keflavík þurfa að nýta það vel. „Núna reynir rosalega á okkur. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera en það þarf einhvernveginn að fá alla á sömu blaðsíðu en ekki hver í sínu horni reynandi eitthvað djöfulsins rugl. Það er ekki vænlegt til árangurs.” „Við erum ekkert KR lið sem er búið að vinna fimm titla í röð. Það eru örfáir í liðinu sem hafa unnið eitthvað. Við þurfum virkilega að hafa fyrir því og standa saman ef að við ætlum einhverntímann að verða lið sem kemst inn í úrslitakeppni, fer langt og verður talað um sem sigursælt lið,” sagði Sverrir að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira