Dýrlingarnir unnu sinn tíunda leik í röð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2018 07:23 Leikmenn Saints fengu sér að sjálfsögðu kalkún eftir leik. vísir/getty Venju samkvæmt fóru fram þrír NFL-leikir á Þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum. Þar bar hæst að heitasta lið deildarinnar, New Orleans Saints, vann enn einn leikinn. Fórnarlömb Dýrlinganna að þessu sinni voru Fálkarnir frá Atlanta. Þeir réðu ekkert við Dýrlingana frekar en önnur lið og urðu að sætta sig við tap. Þeir fengu þó aðeins 31 stig á sig sem er mun minna en síðustu andstæðingar Saints.FINAL: The @Saints win their 10th straight! #GoSaints#ATLvsNOpic.twitter.com/qIuTdWQ1A2 — NFL (@NFL) November 23, 2018 Drew Brees, leikstjórnandi Saints, lét sér duga að kasta 171 jard í þessum leik en samt voru fjórir boltar fyrir snertimörkum. Hann kastaði snertimörkum á ólíklegustu menn í þessum leik og hefur alls kastað snertimarkssendingum á þrettán leikmenn í vetur. Það er jöfnun á NFL-meti. Fyrsti leikur dagsins var nágrannaslagur hjá Chicago og Detroit. Mitch Trubisky, leikstjórnandi Bears, var meiddur og Chase Daniel leysti hann af. Það gekk því brösuglega framan af en Daniel endaði með 230 jarda og tvö snertimörk.FINAL: The @ChicagoBears feast on Thanksgiving! #CHIvsDET (by @lexus) pic.twitter.com/72D8v5sjKQ — NFL (@NFL) November 22, 2018 Birnirnir því búnir að vinna fimm leiki í röð og hafa ekki litið svona vel út í fjöldamörg ár. Trubisky snýr svo aftur í næsta leik. Dallas er aftur komið í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Washington en liðin eru í sama riðli. Þau eru nú með sama árangur eftir leik gærkvöldsins. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, kastaði boltanum 289 jarda og fyrir tveimur snertimörkum. Hlauparinn Ezekiel Elliott hljóp 120 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark. Síðast á Þakkargjörðardaginn fagnaði hann með því að hoppa ofan í risakrukku frá Hjálpræðishernum. Nú henti hann peningum ofan í krukkuna.FINAL: The @dallascowboys move into a tie for first place in the NFC East! #WASvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/Da8ktGU7Wv — NFL (@NFL) November 23, 2018 Colt McCoy var leikstjórnandi hjá Redskins enda spilar Alex Smith ekki meira vegna meiðsla. Hann var með 268 jarda og tvær snertimarkssendingar. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar sinnum frá sér.Úrslit: New Orleans-Atlanta 31-17 Detroit-Chicago 16-23 Dallas-Washington 31-23Staðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira
Venju samkvæmt fóru fram þrír NFL-leikir á Þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum. Þar bar hæst að heitasta lið deildarinnar, New Orleans Saints, vann enn einn leikinn. Fórnarlömb Dýrlinganna að þessu sinni voru Fálkarnir frá Atlanta. Þeir réðu ekkert við Dýrlingana frekar en önnur lið og urðu að sætta sig við tap. Þeir fengu þó aðeins 31 stig á sig sem er mun minna en síðustu andstæðingar Saints.FINAL: The @Saints win their 10th straight! #GoSaints#ATLvsNOpic.twitter.com/qIuTdWQ1A2 — NFL (@NFL) November 23, 2018 Drew Brees, leikstjórnandi Saints, lét sér duga að kasta 171 jard í þessum leik en samt voru fjórir boltar fyrir snertimörkum. Hann kastaði snertimörkum á ólíklegustu menn í þessum leik og hefur alls kastað snertimarkssendingum á þrettán leikmenn í vetur. Það er jöfnun á NFL-meti. Fyrsti leikur dagsins var nágrannaslagur hjá Chicago og Detroit. Mitch Trubisky, leikstjórnandi Bears, var meiddur og Chase Daniel leysti hann af. Það gekk því brösuglega framan af en Daniel endaði með 230 jarda og tvö snertimörk.FINAL: The @ChicagoBears feast on Thanksgiving! #CHIvsDET (by @lexus) pic.twitter.com/72D8v5sjKQ — NFL (@NFL) November 22, 2018 Birnirnir því búnir að vinna fimm leiki í röð og hafa ekki litið svona vel út í fjöldamörg ár. Trubisky snýr svo aftur í næsta leik. Dallas er aftur komið í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Washington en liðin eru í sama riðli. Þau eru nú með sama árangur eftir leik gærkvöldsins. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, kastaði boltanum 289 jarda og fyrir tveimur snertimörkum. Hlauparinn Ezekiel Elliott hljóp 120 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark. Síðast á Þakkargjörðardaginn fagnaði hann með því að hoppa ofan í risakrukku frá Hjálpræðishernum. Nú henti hann peningum ofan í krukkuna.FINAL: The @dallascowboys move into a tie for first place in the NFC East! #WASvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/Da8ktGU7Wv — NFL (@NFL) November 23, 2018 Colt McCoy var leikstjórnandi hjá Redskins enda spilar Alex Smith ekki meira vegna meiðsla. Hann var með 268 jarda og tvær snertimarkssendingar. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar sinnum frá sér.Úrslit: New Orleans-Atlanta 31-17 Detroit-Chicago 16-23 Dallas-Washington 31-23Staðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira