Dýrlingarnir unnu sinn tíunda leik í röð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2018 07:23 Leikmenn Saints fengu sér að sjálfsögðu kalkún eftir leik. vísir/getty Venju samkvæmt fóru fram þrír NFL-leikir á Þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum. Þar bar hæst að heitasta lið deildarinnar, New Orleans Saints, vann enn einn leikinn. Fórnarlömb Dýrlinganna að þessu sinni voru Fálkarnir frá Atlanta. Þeir réðu ekkert við Dýrlingana frekar en önnur lið og urðu að sætta sig við tap. Þeir fengu þó aðeins 31 stig á sig sem er mun minna en síðustu andstæðingar Saints.FINAL: The @Saints win their 10th straight! #GoSaints#ATLvsNOpic.twitter.com/qIuTdWQ1A2 — NFL (@NFL) November 23, 2018 Drew Brees, leikstjórnandi Saints, lét sér duga að kasta 171 jard í þessum leik en samt voru fjórir boltar fyrir snertimörkum. Hann kastaði snertimörkum á ólíklegustu menn í þessum leik og hefur alls kastað snertimarkssendingum á þrettán leikmenn í vetur. Það er jöfnun á NFL-meti. Fyrsti leikur dagsins var nágrannaslagur hjá Chicago og Detroit. Mitch Trubisky, leikstjórnandi Bears, var meiddur og Chase Daniel leysti hann af. Það gekk því brösuglega framan af en Daniel endaði með 230 jarda og tvö snertimörk.FINAL: The @ChicagoBears feast on Thanksgiving! #CHIvsDET (by @lexus) pic.twitter.com/72D8v5sjKQ — NFL (@NFL) November 22, 2018 Birnirnir því búnir að vinna fimm leiki í röð og hafa ekki litið svona vel út í fjöldamörg ár. Trubisky snýr svo aftur í næsta leik. Dallas er aftur komið í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Washington en liðin eru í sama riðli. Þau eru nú með sama árangur eftir leik gærkvöldsins. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, kastaði boltanum 289 jarda og fyrir tveimur snertimörkum. Hlauparinn Ezekiel Elliott hljóp 120 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark. Síðast á Þakkargjörðardaginn fagnaði hann með því að hoppa ofan í risakrukku frá Hjálpræðishernum. Nú henti hann peningum ofan í krukkuna.FINAL: The @dallascowboys move into a tie for first place in the NFC East! #WASvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/Da8ktGU7Wv — NFL (@NFL) November 23, 2018 Colt McCoy var leikstjórnandi hjá Redskins enda spilar Alex Smith ekki meira vegna meiðsla. Hann var með 268 jarda og tvær snertimarkssendingar. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar sinnum frá sér.Úrslit: New Orleans-Atlanta 31-17 Detroit-Chicago 16-23 Dallas-Washington 31-23Staðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Sjá meira
Venju samkvæmt fóru fram þrír NFL-leikir á Þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum. Þar bar hæst að heitasta lið deildarinnar, New Orleans Saints, vann enn einn leikinn. Fórnarlömb Dýrlinganna að þessu sinni voru Fálkarnir frá Atlanta. Þeir réðu ekkert við Dýrlingana frekar en önnur lið og urðu að sætta sig við tap. Þeir fengu þó aðeins 31 stig á sig sem er mun minna en síðustu andstæðingar Saints.FINAL: The @Saints win their 10th straight! #GoSaints#ATLvsNOpic.twitter.com/qIuTdWQ1A2 — NFL (@NFL) November 23, 2018 Drew Brees, leikstjórnandi Saints, lét sér duga að kasta 171 jard í þessum leik en samt voru fjórir boltar fyrir snertimörkum. Hann kastaði snertimörkum á ólíklegustu menn í þessum leik og hefur alls kastað snertimarkssendingum á þrettán leikmenn í vetur. Það er jöfnun á NFL-meti. Fyrsti leikur dagsins var nágrannaslagur hjá Chicago og Detroit. Mitch Trubisky, leikstjórnandi Bears, var meiddur og Chase Daniel leysti hann af. Það gekk því brösuglega framan af en Daniel endaði með 230 jarda og tvö snertimörk.FINAL: The @ChicagoBears feast on Thanksgiving! #CHIvsDET (by @lexus) pic.twitter.com/72D8v5sjKQ — NFL (@NFL) November 22, 2018 Birnirnir því búnir að vinna fimm leiki í röð og hafa ekki litið svona vel út í fjöldamörg ár. Trubisky snýr svo aftur í næsta leik. Dallas er aftur komið í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Washington en liðin eru í sama riðli. Þau eru nú með sama árangur eftir leik gærkvöldsins. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, kastaði boltanum 289 jarda og fyrir tveimur snertimörkum. Hlauparinn Ezekiel Elliott hljóp 120 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark. Síðast á Þakkargjörðardaginn fagnaði hann með því að hoppa ofan í risakrukku frá Hjálpræðishernum. Nú henti hann peningum ofan í krukkuna.FINAL: The @dallascowboys move into a tie for first place in the NFC East! #WASvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/Da8ktGU7Wv — NFL (@NFL) November 23, 2018 Colt McCoy var leikstjórnandi hjá Redskins enda spilar Alex Smith ekki meira vegna meiðsla. Hann var með 268 jarda og tvær snertimarkssendingar. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar sinnum frá sér.Úrslit: New Orleans-Atlanta 31-17 Detroit-Chicago 16-23 Dallas-Washington 31-23Staðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Sjá meira