Brúum bilið í leikskólum Reykjavíkur Valgerður Sigurðardóttir skrifar 22. nóvember 2018 12:29 Í vikunni var kynnt metnaðarfull áætlun hjá Reykjavíkurborg sem miðar að því að börn frá 12 mánaða aldri komist inn á leikskóla Reykjavíkur. Þegar verið er að kynna svona stórar breytingar þá spyr maður sig hvernig er ástandið í dag. Erum við með það góða þjónustu að við sjáum fram á það að geta boðið öllum 12 mánaða börnum pláss árið 2023? Það hefur verið kosningaloforð síðan 2002 að börn 18 mánaða og eldri eigi að komast inn á leikskóla. Því miður þá vantar okkur töluvert upp á að ná því markmiði núna sextán árum síðar. Í dag hefur ekki tekist að koma öllum börnum að á leikskóla sem var boðið vistun í haust. Það er að koma desember og allir eiga að vera komnir inn um áramót. Það finnst mér óásættanlegt, það að þurfa að bíða í um sex mánuði eftir að þú færð bréf um vistun og þangað til þú kemst inn er ekki í lagi eða góð þjónusta. Um áramót þegar þessi börn hafa komist inn eru þá öll börn 18 mánaða og eldri kominn inn á leikskóla Reykjavíkur? Það er ekki svo gott því í dag eru 60 börn eldri en 18 mánaða á biðlista og þeim hefur ekki verið boðið pláss á leikskólum. Því eru stór verkefni fram undan og miklar áskoranir hjá núverandi meirihluta.Hver er staðan hjá Reykjavíkurborg í dagÍ október 2017 var búið að ráða í 1430 stöður samanborið við októbermánuð sl. en þá var búið að ráða í 1423 stöður. Þannig er búið að ráða í færri stöður en í fyrra. Laus pláss árið 2017 voru 200, núna eru þau 370. Árið 2016 starfaði 321 leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg en árið 2017 265, þannig hættu 56 leikskólakennarar á einu ári. 4 leikskólar Reykjavíkurborgar eru með engan leikskólakennara. 7 skólar með 1 leikskólakennara og 11 með 2 leikskólakennara.Vandi Reykjavíkurborgar er ekki húsnæðisvandi hann er mönnunarvandiÞað ætti því að vera auðvelt að koma öllum þeim börnum sem eru á biðlistum að á leikskólum miða við það að 370 pláss eru laus. En það er ekki hægt vegna þess að Reykjavíkurborg skortir mannskap. Þessi mikla mannekla er það sem stendur í vegi fyrir því að við getum boðið börnum pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar. Það er gott að hafa framtíðarsýn en þegar ekki er hægt að standa við gömul loforð þá er einkennilegt að koma með ný loforð sem ekki er auðvelt að sjá að eigi eftir að ganga eftir miða við núverandi ástand í mönnunarmálum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og á sæti í skóla- og frístundaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í vikunni var kynnt metnaðarfull áætlun hjá Reykjavíkurborg sem miðar að því að börn frá 12 mánaða aldri komist inn á leikskóla Reykjavíkur. Þegar verið er að kynna svona stórar breytingar þá spyr maður sig hvernig er ástandið í dag. Erum við með það góða þjónustu að við sjáum fram á það að geta boðið öllum 12 mánaða börnum pláss árið 2023? Það hefur verið kosningaloforð síðan 2002 að börn 18 mánaða og eldri eigi að komast inn á leikskóla. Því miður þá vantar okkur töluvert upp á að ná því markmiði núna sextán árum síðar. Í dag hefur ekki tekist að koma öllum börnum að á leikskóla sem var boðið vistun í haust. Það er að koma desember og allir eiga að vera komnir inn um áramót. Það finnst mér óásættanlegt, það að þurfa að bíða í um sex mánuði eftir að þú færð bréf um vistun og þangað til þú kemst inn er ekki í lagi eða góð þjónusta. Um áramót þegar þessi börn hafa komist inn eru þá öll börn 18 mánaða og eldri kominn inn á leikskóla Reykjavíkur? Það er ekki svo gott því í dag eru 60 börn eldri en 18 mánaða á biðlista og þeim hefur ekki verið boðið pláss á leikskólum. Því eru stór verkefni fram undan og miklar áskoranir hjá núverandi meirihluta.Hver er staðan hjá Reykjavíkurborg í dagÍ október 2017 var búið að ráða í 1430 stöður samanborið við októbermánuð sl. en þá var búið að ráða í 1423 stöður. Þannig er búið að ráða í færri stöður en í fyrra. Laus pláss árið 2017 voru 200, núna eru þau 370. Árið 2016 starfaði 321 leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg en árið 2017 265, þannig hættu 56 leikskólakennarar á einu ári. 4 leikskólar Reykjavíkurborgar eru með engan leikskólakennara. 7 skólar með 1 leikskólakennara og 11 með 2 leikskólakennara.Vandi Reykjavíkurborgar er ekki húsnæðisvandi hann er mönnunarvandiÞað ætti því að vera auðvelt að koma öllum þeim börnum sem eru á biðlistum að á leikskólum miða við það að 370 pláss eru laus. En það er ekki hægt vegna þess að Reykjavíkurborg skortir mannskap. Þessi mikla mannekla er það sem stendur í vegi fyrir því að við getum boðið börnum pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar. Það er gott að hafa framtíðarsýn en þegar ekki er hægt að standa við gömul loforð þá er einkennilegt að koma með ný loforð sem ekki er auðvelt að sjá að eigi eftir að ganga eftir miða við núverandi ástand í mönnunarmálum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og á sæti í skóla- og frístundaráði
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun