Patrekur um Hauk: Margt búið að gerast í lífi hans á einu ári Arnar Helgi Magnússon skrifar 21. nóvember 2018 21:40 Patrekur var ánægður í kvöld eftir mikilvæg tvö stig. vísir/ernir „Ég er bara ánægður með þennan sigur. Við spilum vörnina vel og það voru í raun bara smáatriði sem að við hefðum getað gert betur,” sagði Patrekur eftir sigur Selfoss gegn Fram í Olís-deildinni í kvöld. „Markvarslan var fín í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn frábær. Við vorum klaufar í hraðaupphlaupunum og vorum svolítið að flýta okkur. Orkan og útgeislunin í liðinu var alveg til fyrirmyndar. Fólkið í stúkunni var frábært og þetta var bara flottur heimasigur á móti góðu liði” Selfyssingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið síðustu þrjá leiki sína en Patrekur var hvergi farinn að örvænta. „Nei nei, ekkert þungu fargi létt. Það þýðir ekkert að fara á taugum, það koma tapleikir. Það er auðvitað markmiðið í hvaða leik sem maður fer í að vinna.” „Ég er bara ánægður, við erum komnir með fjórtán stig á þessum tímapunkti og sýndum bara virkilega góðan leik. Það var til fyrirmyndar hvernig leikmenn lögðu sig fram.“ Haukur Þrastarson var sem fyrr frábær í liði Selfoss í kvöld en hann skoraði sex mörk, var með tólf stoðsendingar og sex löglegar stöðvanir. „Já hann var frábær, það er bara mjög ánægjulegt. Það er búið að vera mikið álag á þessum unga manni og mikið búið að gerast í hans lífi á einu ári.” Meiðsli hafa verið að hrjá Elvar Örn upp á síðkastið og spilaði hann takmarkað með í dag. Patrekur segir hann þó klárann gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn. „Þetta eru einhverjar bólgur undir táberginu og hann harkaði af sér í Póllandi. Hann er glíma við þetta og er því ekki 100%. Ég held að þetta sé ekki alvarlegt og hann verður með á laugardaginn.“ Selfyssingar leika síðari leikinn gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn í Hleðsluhöllinni en leikurinn úti í Póllandi tapaðist með sjö mörkum. Hvað þarf Patrekur og hans lærisveinar að gera á laugardaginn til þess að vinna upp þetta forskot? „Það er mjög mikilvægt að við náum þessari líkamstjáningu og að við kveikjum í húsinu, það er lykilatriði. Við þurfum að vera grimmir fram á við á móti svona liðum. Það þýðir ekkert að spila sex á sex á móti svona liðum og vera ekki með hraðaupphlaup. Þeir keyrðu svolítið á okkur í fyrri leiknum en við þurfum bara að snúa því við” „Það þarf margt að ganga upp og við þurfum að spila okkar allra, allra besta leik. Það er allt hægt í þessu” Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
„Ég er bara ánægður með þennan sigur. Við spilum vörnina vel og það voru í raun bara smáatriði sem að við hefðum getað gert betur,” sagði Patrekur eftir sigur Selfoss gegn Fram í Olís-deildinni í kvöld. „Markvarslan var fín í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn frábær. Við vorum klaufar í hraðaupphlaupunum og vorum svolítið að flýta okkur. Orkan og útgeislunin í liðinu var alveg til fyrirmyndar. Fólkið í stúkunni var frábært og þetta var bara flottur heimasigur á móti góðu liði” Selfyssingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið síðustu þrjá leiki sína en Patrekur var hvergi farinn að örvænta. „Nei nei, ekkert þungu fargi létt. Það þýðir ekkert að fara á taugum, það koma tapleikir. Það er auðvitað markmiðið í hvaða leik sem maður fer í að vinna.” „Ég er bara ánægður, við erum komnir með fjórtán stig á þessum tímapunkti og sýndum bara virkilega góðan leik. Það var til fyrirmyndar hvernig leikmenn lögðu sig fram.“ Haukur Þrastarson var sem fyrr frábær í liði Selfoss í kvöld en hann skoraði sex mörk, var með tólf stoðsendingar og sex löglegar stöðvanir. „Já hann var frábær, það er bara mjög ánægjulegt. Það er búið að vera mikið álag á þessum unga manni og mikið búið að gerast í hans lífi á einu ári.” Meiðsli hafa verið að hrjá Elvar Örn upp á síðkastið og spilaði hann takmarkað með í dag. Patrekur segir hann þó klárann gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn. „Þetta eru einhverjar bólgur undir táberginu og hann harkaði af sér í Póllandi. Hann er glíma við þetta og er því ekki 100%. Ég held að þetta sé ekki alvarlegt og hann verður með á laugardaginn.“ Selfyssingar leika síðari leikinn gegn Azoty-Pulawy á laugardaginn í Hleðsluhöllinni en leikurinn úti í Póllandi tapaðist með sjö mörkum. Hvað þarf Patrekur og hans lærisveinar að gera á laugardaginn til þess að vinna upp þetta forskot? „Það er mjög mikilvægt að við náum þessari líkamstjáningu og að við kveikjum í húsinu, það er lykilatriði. Við þurfum að vera grimmir fram á við á móti svona liðum. Það þýðir ekkert að spila sex á sex á móti svona liðum og vera ekki með hraðaupphlaup. Þeir keyrðu svolítið á okkur í fyrri leiknum en við þurfum bara að snúa því við” „Það þarf margt að ganga upp og við þurfum að spila okkar allra, allra besta leik. Það er allt hægt í þessu”
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Fram 28-23 | Selfoss kláraði Fram Selfoss er komið upp að hlið Hauka á toppnum en Fram er að berjast á botniunm. 21. nóvember 2018 22:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita