Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. desember 2018 07:30 Koma upp myndavél til að fylgjast með Gulu vestunum. Nordicphotos/AFP Gulu vestin, mótmælendurnir sem hafa undanfarnar helgar safnast saman og mótmælt ríkisstjórn Emmanuels Macron Frakklandsforseta, mæta aftur til leiks í París í dag. Um síðustu helgi breyttust mótmælin í óeirðir. Hundruð voru handtekin, á annað hundrað særðust og mikið eignatjón varð. Þótt Macron hafi orðið við upphaflegri kröfu Gulu vestanna, að hætta við skattahækkun á eldsneyti, hefur mótmælunum í dag ekki verið aflýst. Enda snúast þau í auknum mæli um stjórnarhætti Macrons og ríkisstjórnarinnar eins og þeir leggja sig. Mikill viðbúnaður er í höfuðborginni vegna mótmælanna. Edouard Philippe forsætisráðherra greindi frá því í gær að um 89.000 lögregluþjónar yrðu kallaðir út víðs vegar um Frakkland, þar af 8.000 í París, og að brynvarðir bílar yrðu notaðir í höfuðborginni. Þá hefur öryggismyndavélum verið komið fyrir. Helstu kennileitum Parísar hefur verið lokað eða þau girt af. Þá hefur lögregla eindregið hvatt eigendur verslana og veitingastaða við Champs-Elysees til þess að skella í lás. Knattspyrnuleikjum hefur aukinheldur verið slegið á frest. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að mótmælin hefðu getið af sér skrímsli. Hann varaði við því að öfgafólk gæti komið sér fyrir innan raða mótmælenda og valdið usla. „Ég hef enga samúð með þeim sem misnota örvæntingu þjóðarinnar,“ sagði Castaner við blaðamenn. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Gulu vestin, mótmælendurnir sem hafa undanfarnar helgar safnast saman og mótmælt ríkisstjórn Emmanuels Macron Frakklandsforseta, mæta aftur til leiks í París í dag. Um síðustu helgi breyttust mótmælin í óeirðir. Hundruð voru handtekin, á annað hundrað særðust og mikið eignatjón varð. Þótt Macron hafi orðið við upphaflegri kröfu Gulu vestanna, að hætta við skattahækkun á eldsneyti, hefur mótmælunum í dag ekki verið aflýst. Enda snúast þau í auknum mæli um stjórnarhætti Macrons og ríkisstjórnarinnar eins og þeir leggja sig. Mikill viðbúnaður er í höfuðborginni vegna mótmælanna. Edouard Philippe forsætisráðherra greindi frá því í gær að um 89.000 lögregluþjónar yrðu kallaðir út víðs vegar um Frakkland, þar af 8.000 í París, og að brynvarðir bílar yrðu notaðir í höfuðborginni. Þá hefur öryggismyndavélum verið komið fyrir. Helstu kennileitum Parísar hefur verið lokað eða þau girt af. Þá hefur lögregla eindregið hvatt eigendur verslana og veitingastaða við Champs-Elysees til þess að skella í lás. Knattspyrnuleikjum hefur aukinheldur verið slegið á frest. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að mótmælin hefðu getið af sér skrímsli. Hann varaði við því að öfgafólk gæti komið sér fyrir innan raða mótmælenda og valdið usla. „Ég hef enga samúð með þeim sem misnota örvæntingu þjóðarinnar,“ sagði Castaner við blaðamenn.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18
Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55