Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2018 10:04 May sagði ummælin óvirðingu við embættið sem hann gegndi Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands er harðorð í garð Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra landsins vegna ummæla hans um nýja Brexit atkvæðagreiðslu. Hún segir Blair grafa undan Brexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Blair sagði að þingmenn myndu styðja nýja atkvæðagreiðslu ef enginn annar kostur væri í stöðunni. May sagði ummælin óvirðingu við embættið sem hann gegndi eitt sinn og sagði að þingmenn gætu ekki fríað sig þeirri ábyrgð að fylgja Brexit eftir. Ummæli Blair féllu eftir að tíu þingmenn verkamannaflokksins fóru á fund David Lidington, fyrrverandi evrópumálaráðherra, til að ræða nýja atkvæðagreiðslu. Ekki eru þó allir þingmenn verkamannaflokksins hlynntir annarri atkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn Theresu May er á móti öllum slíkum hugmyndum og segir að almenningur hafi gefið skýr skilaboð þegar kosið var með Brexit með 51,9 prósentum atkvæða. Chris Mason, stjórnmálarýnandi Breska ríkisútvarpsins segir mikla reiði einkenna ummæli May í garð Blair. „Að Tony Blair fari til Brussel og reyni að grafa undan samningaviðræðum okkar og tali fyrir annarri atkvæðagreiðslu er óvirðing við embættið sem hann gegndi einu sinni og fólkið sem hann vann fyrir,“ sagði May. Til stóð að þingmenn myndu greiða atkvæði um Brexit samning May síðastliðinn þriðjudag en því var frestað eftir að May viðurkenndi að samningurinn hefði verið felldur með miklum meirihluta. Í kjölfar þess fór May til Brussel og bað um að breytingar yrðu gerðar á samningnum svo hann yrði samþykktur en kom tómhent heim frá þeim viðræðum sömuleiðis. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands er harðorð í garð Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra landsins vegna ummæla hans um nýja Brexit atkvæðagreiðslu. Hún segir Blair grafa undan Brexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Blair sagði að þingmenn myndu styðja nýja atkvæðagreiðslu ef enginn annar kostur væri í stöðunni. May sagði ummælin óvirðingu við embættið sem hann gegndi eitt sinn og sagði að þingmenn gætu ekki fríað sig þeirri ábyrgð að fylgja Brexit eftir. Ummæli Blair féllu eftir að tíu þingmenn verkamannaflokksins fóru á fund David Lidington, fyrrverandi evrópumálaráðherra, til að ræða nýja atkvæðagreiðslu. Ekki eru þó allir þingmenn verkamannaflokksins hlynntir annarri atkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn Theresu May er á móti öllum slíkum hugmyndum og segir að almenningur hafi gefið skýr skilaboð þegar kosið var með Brexit með 51,9 prósentum atkvæða. Chris Mason, stjórnmálarýnandi Breska ríkisútvarpsins segir mikla reiði einkenna ummæli May í garð Blair. „Að Tony Blair fari til Brussel og reyni að grafa undan samningaviðræðum okkar og tali fyrir annarri atkvæðagreiðslu er óvirðing við embættið sem hann gegndi einu sinni og fólkið sem hann vann fyrir,“ sagði May. Til stóð að þingmenn myndu greiða atkvæði um Brexit samning May síðastliðinn þriðjudag en því var frestað eftir að May viðurkenndi að samningurinn hefði verið felldur með miklum meirihluta. Í kjölfar þess fór May til Brussel og bað um að breytingar yrðu gerðar á samningnum svo hann yrði samþykktur en kom tómhent heim frá þeim viðræðum sömuleiðis.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30
May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31