May snýr tómhent heim frá Brussel Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 14:31 Pólitísk framtíð May forsætisráðherra og útgöngu Breta úr ESB er óljós eftir atburði vikunnar. May svaraði spurningum eftir fund með evrópskum leiðtogum í dag. Vísir/EPA Ætli Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu með útgöngusamningi er sá sem Theresa May forsætisráðherra samdi um það eina sem er í boði. Þetta sagði May eftir viðræður hennar við leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel. Hún vildi tryggingar frá ESB til að friða harðlínumenn í eigin flokki en fór bónleið til búðar. May frestaði atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusamning hennar á þriðjudag. Þá var ljóst að samningurinn yrði kolfelldur. Hún stóð af sér vantrauststillögu þingmanna Íhaldsflokksins á miðvikudagskvöld. Forsætisráðherrann hefur síðan freistað þess að fá frekari tryggingar frá Evrópusambandinu um fyrirvara í samningnum til að reyna að vinna honum stuðning í þinginu. Stærsta málið er svonefnd baktrygging um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Í samningi May við ESB er kveðið á um að Bretar fari eftir viðskiptareglum á meðan unnið er að varanlegri lausn sem kemur í veg fyrir að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á Írlandi. May reyndi að fá pólitískar og lagalegar skuldbindingar frá ESB um að baktryggingin yrði tímabundin ráðstöfun. Tilraunir hennar til þess virðast engan árangur hafa borið. Höfnuðu Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti að semja upp á nýtt.Töldu May ekki tala skýrt um hvað hún þyrfti Eftir fund með leiðtogum sambandsins í Brussel í dag sagði May að mikið verk væri fyrir höndum um hvernig hægt væri að fá frekari tryggingar sem breska þingið krefðist til að samþykkja samninginn. „Ég segi það aftur, það eru yfirgnæfandi hagsmunir allra þjóða okkar, í Evrópusambandinu og Bretlandi, að ljúka þessu af og eins hratt og auðið verður, sagði hún. Evrópskir leiðtogar eru hins vegar sagði hafa verið lítt móttækilegir fyrir kröfum May eftir það sem þeir töldu þvergirðingshátt breska forsætisráðherrans á fundum þeirra í gær. Hún hafi ekki gefið skýr svör um hvað hún þyrfti nákvæmlega til að koma samningnum í gegn. Hún hafi jafnvel farið með gamalt slagorð sitt um að „Brexit þýðir Brexit“. „Að segja „Brexit þýðir Brexit“ meira en tveimur árum eftir að þetta hófst allt var það sem herti hina leiðtogana í afstöðu sinni,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum diplómata. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Breski forsætisráðherrann vill tryggingar um að málamiðlun um írsku landamærin verði aðeins tímabundin. 13. desember 2018 08:58 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Ætli Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu með útgöngusamningi er sá sem Theresa May forsætisráðherra samdi um það eina sem er í boði. Þetta sagði May eftir viðræður hennar við leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel. Hún vildi tryggingar frá ESB til að friða harðlínumenn í eigin flokki en fór bónleið til búðar. May frestaði atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusamning hennar á þriðjudag. Þá var ljóst að samningurinn yrði kolfelldur. Hún stóð af sér vantrauststillögu þingmanna Íhaldsflokksins á miðvikudagskvöld. Forsætisráðherrann hefur síðan freistað þess að fá frekari tryggingar frá Evrópusambandinu um fyrirvara í samningnum til að reyna að vinna honum stuðning í þinginu. Stærsta málið er svonefnd baktrygging um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Í samningi May við ESB er kveðið á um að Bretar fari eftir viðskiptareglum á meðan unnið er að varanlegri lausn sem kemur í veg fyrir að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á Írlandi. May reyndi að fá pólitískar og lagalegar skuldbindingar frá ESB um að baktryggingin yrði tímabundin ráðstöfun. Tilraunir hennar til þess virðast engan árangur hafa borið. Höfnuðu Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti að semja upp á nýtt.Töldu May ekki tala skýrt um hvað hún þyrfti Eftir fund með leiðtogum sambandsins í Brussel í dag sagði May að mikið verk væri fyrir höndum um hvernig hægt væri að fá frekari tryggingar sem breska þingið krefðist til að samþykkja samninginn. „Ég segi það aftur, það eru yfirgnæfandi hagsmunir allra þjóða okkar, í Evrópusambandinu og Bretlandi, að ljúka þessu af og eins hratt og auðið verður, sagði hún. Evrópskir leiðtogar eru hins vegar sagði hafa verið lítt móttækilegir fyrir kröfum May eftir það sem þeir töldu þvergirðingshátt breska forsætisráðherrans á fundum þeirra í gær. Hún hafi ekki gefið skýr svör um hvað hún þyrfti nákvæmlega til að koma samningnum í gegn. Hún hafi jafnvel farið með gamalt slagorð sitt um að „Brexit þýðir Brexit“. „Að segja „Brexit þýðir Brexit“ meira en tveimur árum eftir að þetta hófst allt var það sem herti hina leiðtogana í afstöðu sinni,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum diplómata.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Breski forsætisráðherrann vill tryggingar um að málamiðlun um írsku landamærin verði aðeins tímabundin. 13. desember 2018 08:58 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55
May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Breski forsætisráðherrann vill tryggingar um að málamiðlun um írsku landamærin verði aðeins tímabundin. 13. desember 2018 08:58
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30