Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. desember 2018 22:19 Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. Visir/VÖLUNDUR JÓNSSON Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. Í tilkynningunni segir að á baráttufundi sem Framsýn boðaði til í dag með stjórn félagsins, trúnaðarráði, samninganefnd, trúnaðarmönnum og stjórn Framsýnar-ung hafi komið í ljós mikil óánægja með stöðu mála og að ekki hefði náðst samstaða innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands að vísa deilunni til ríkissáttasemjara fyrir jól. Þá hafi fundarmenn verið á einu máli um að veita formanni Framsýnar fullt umboð til að draga samningsumboðið til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framsýn sendi þá frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins:Framsýn stéttarfélag kallar eftir ábyrgð Samtaka atvinnulífsins vegna yfirstandandi kjaraviðræðna samtakanna og Starfsgreinasambands Íslands.Gegn vilja Framsýnar samþykkti meirihluti aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands að segja ekki upp kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins í febrúar 2018 þrátt fyrir að forsendur samninga væru brostnar.Á sama tíma lýstu Samtök atvinnulífsins því yfir að mikilvægt væri að hefja viðræður strax með það að markmiði að klára gerð kjarasamninga fyrir áramót. Því miður hafa samtökin ekki staðið við fyrri yfirlýsingar og lítill vilji virðist vera til þess að ganga frá kjarasamningi á nótum kröfugerðar Starfsgreinasambandsins sem byggir á sanngirni og opinberum viðmiðum varðandi framfærsluþörf einstaklinga.Ekki síst í ljósi þessa hafa þegar tvö af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins dregið samningsumboðið til baka og vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Það er skoðun Framsýnar að Starfsgreinasamband Íslands eigi að vísa deilunni þegar í stað til ríkissáttasemjara. Fyrir liggur að atvinnulífið sparar sér um 4 milljarða á mánuði meðan ekki er samið. Á sama tíma eru félagsmenn Starfsgreinasambandsins samningslausir og verða af launahækkunum 1. janúar 2019.Framsýn felur formanni að draga samningsumboð félagsins til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Kjaramál Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. Í tilkynningunni segir að á baráttufundi sem Framsýn boðaði til í dag með stjórn félagsins, trúnaðarráði, samninganefnd, trúnaðarmönnum og stjórn Framsýnar-ung hafi komið í ljós mikil óánægja með stöðu mála og að ekki hefði náðst samstaða innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands að vísa deilunni til ríkissáttasemjara fyrir jól. Þá hafi fundarmenn verið á einu máli um að veita formanni Framsýnar fullt umboð til að draga samningsumboðið til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framsýn sendi þá frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins:Framsýn stéttarfélag kallar eftir ábyrgð Samtaka atvinnulífsins vegna yfirstandandi kjaraviðræðna samtakanna og Starfsgreinasambands Íslands.Gegn vilja Framsýnar samþykkti meirihluti aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands að segja ekki upp kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins í febrúar 2018 þrátt fyrir að forsendur samninga væru brostnar.Á sama tíma lýstu Samtök atvinnulífsins því yfir að mikilvægt væri að hefja viðræður strax með það að markmiði að klára gerð kjarasamninga fyrir áramót. Því miður hafa samtökin ekki staðið við fyrri yfirlýsingar og lítill vilji virðist vera til þess að ganga frá kjarasamningi á nótum kröfugerðar Starfsgreinasambandsins sem byggir á sanngirni og opinberum viðmiðum varðandi framfærsluþörf einstaklinga.Ekki síst í ljósi þessa hafa þegar tvö af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins dregið samningsumboðið til baka og vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Það er skoðun Framsýnar að Starfsgreinasamband Íslands eigi að vísa deilunni þegar í stað til ríkissáttasemjara. Fyrir liggur að atvinnulífið sparar sér um 4 milljarða á mánuði meðan ekki er samið. Á sama tíma eru félagsmenn Starfsgreinasambandsins samningslausir og verða af launahækkunum 1. janúar 2019.Framsýn felur formanni að draga samningsumboð félagsins til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.
Kjaramál Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?