Óli Kristjáns: Það má alveg kalla þetta yfirlýsingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 14:00 Ólafur Kristjánsson fagnar því að fá Björn Daníel til liðs við FH. vísir „Þetta var ekki mjúkur pakki,“ segir léttur Ólafur Kristjánsson um síðbúnu jólagjöfina sem að hann fékk í FH-liðið fyrir átökin í Pepsi-deildinni næstu fjögur árin. Björn Daníel Sverrisson samdi við uppeldisfélagið í Krikanum í dag en hann kemur til FH frá AGF í Danmörku. Hann fór frá FH til Viking árið 2013.Sjá einnig:Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín „Það er gott að fá Bjössa. Hann er öflugur, á góðum aldri og hungraður í að spila,“ segir Ólafur. „Hann er ekki gamall og ekki slitinn. Það er jákvætt að menn eru að koma hingað innan við þrítugt með reynslu og allt það frekar en að koma heim komnir yfir þrítugt á síðustu metrunum.“ „Hann á mörg ár eftir og við væntum mikils af honum. Oft er talað um að það sé erfitt að koma heim þannig við þurfum að nota næstu fimm til sex mánuði í það að tjúna leikmanninn inn á það að enginn kemur í þessa deild og slær slöku við. Þetta er alvöru deild og allir þurfa að vera einbeittir,“ segir hann.Ólafur Kristjánsson við undirskriftina í dag ásamt Birni og Jóni Rúnari Halldórssyni.vísir/tomÆtla að berjast um titla FH-ingar áttu í basli með að skora mörk á síðustu leiktíð, allavega nógu mörg til að vinna bikar eða komast í Evrópu. Björn Daníel er vissulega ekki framherji en ansi marksækinn miðjumaður sem ætti að nýtast FH-liðinu. „Hann skorar úr föstum leikatriðum, er með góð skot fyrir utan teig og getur líka stungið sér inn á teiginn þegar að það á við. Hann gerði það í Noregi og þegar að hann fékk tækifæri í Danmörku. Hann var að skila 5-10 mörkum á tímabili áður en hann fór út og vonandi getur það haldið áfram,“ segir Ólafur. FH hafði betur í samkeppni við Val um undirskrift Björns Daníel. Er þetta yfirlýsing frá FH um að það ætlar ekki að verða undir í baráttunni við Hlíðarendafélagið, eða hin toppliðin, hvorki innan né utan vallar? „Það er alveg ljóst að FH hefur alltaf haft mikinn metnað og síðasta tímabil var vonbrigði þegar kom að úrslitunum og hvernig við enduðum mótið. Hér eru menn ekkert að slá slöku við,“ segir Ólafur. „Er þetta yfirlýsing? Já, þú getur alveg sagt það. Við ætlum okkur að vera með. Við ætlum okkur að gera betur en á síðasta tímabili og setja FH þangað sem það á að vera sem er að berjast um titla á Íslandi,“ segir Ólafur Kristjánsson.Klippa: Ólafur Kristjánsson - Gott að fá Bjössa heim Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Björn Daníel Sverrisson fagnar því að vera kominn heim í FH. 28. desember 2018 13:14 Björn Daníel kominn heim í FH FH-ingar fengu síðbúna jólagjöf í dag þegar að besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2013 sneri aftur heim. 28. desember 2018 12:30 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
„Þetta var ekki mjúkur pakki,“ segir léttur Ólafur Kristjánsson um síðbúnu jólagjöfina sem að hann fékk í FH-liðið fyrir átökin í Pepsi-deildinni næstu fjögur árin. Björn Daníel Sverrisson samdi við uppeldisfélagið í Krikanum í dag en hann kemur til FH frá AGF í Danmörku. Hann fór frá FH til Viking árið 2013.Sjá einnig:Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín „Það er gott að fá Bjössa. Hann er öflugur, á góðum aldri og hungraður í að spila,“ segir Ólafur. „Hann er ekki gamall og ekki slitinn. Það er jákvætt að menn eru að koma hingað innan við þrítugt með reynslu og allt það frekar en að koma heim komnir yfir þrítugt á síðustu metrunum.“ „Hann á mörg ár eftir og við væntum mikils af honum. Oft er talað um að það sé erfitt að koma heim þannig við þurfum að nota næstu fimm til sex mánuði í það að tjúna leikmanninn inn á það að enginn kemur í þessa deild og slær slöku við. Þetta er alvöru deild og allir þurfa að vera einbeittir,“ segir hann.Ólafur Kristjánsson við undirskriftina í dag ásamt Birni og Jóni Rúnari Halldórssyni.vísir/tomÆtla að berjast um titla FH-ingar áttu í basli með að skora mörk á síðustu leiktíð, allavega nógu mörg til að vinna bikar eða komast í Evrópu. Björn Daníel er vissulega ekki framherji en ansi marksækinn miðjumaður sem ætti að nýtast FH-liðinu. „Hann skorar úr föstum leikatriðum, er með góð skot fyrir utan teig og getur líka stungið sér inn á teiginn þegar að það á við. Hann gerði það í Noregi og þegar að hann fékk tækifæri í Danmörku. Hann var að skila 5-10 mörkum á tímabili áður en hann fór út og vonandi getur það haldið áfram,“ segir Ólafur. FH hafði betur í samkeppni við Val um undirskrift Björns Daníel. Er þetta yfirlýsing frá FH um að það ætlar ekki að verða undir í baráttunni við Hlíðarendafélagið, eða hin toppliðin, hvorki innan né utan vallar? „Það er alveg ljóst að FH hefur alltaf haft mikinn metnað og síðasta tímabil var vonbrigði þegar kom að úrslitunum og hvernig við enduðum mótið. Hér eru menn ekkert að slá slöku við,“ segir Ólafur. „Er þetta yfirlýsing? Já, þú getur alveg sagt það. Við ætlum okkur að vera með. Við ætlum okkur að gera betur en á síðasta tímabili og setja FH þangað sem það á að vera sem er að berjast um titla á Íslandi,“ segir Ólafur Kristjánsson.Klippa: Ólafur Kristjánsson - Gott að fá Bjössa heim
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Björn Daníel Sverrisson fagnar því að vera kominn heim í FH. 28. desember 2018 13:14 Björn Daníel kominn heim í FH FH-ingar fengu síðbúna jólagjöf í dag þegar að besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2013 sneri aftur heim. 28. desember 2018 12:30 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Björn Daníel Sverrisson fagnar því að vera kominn heim í FH. 28. desember 2018 13:14
Björn Daníel kominn heim í FH FH-ingar fengu síðbúna jólagjöf í dag þegar að besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2013 sneri aftur heim. 28. desember 2018 12:30
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti