Fyrsti leikur í undirbúningnum í kvöld Hjörvar Ólafsson skrifar 28. desember 2018 09:00 Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Álaborgar, verður með í kvöld. fréttablaðið Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf æfingar fyrir heimsmeistaramótið, sem hefst í janúar á komandi ári, skömmu fyrir jól. Guðmundur Þórður Guðmundsson og Gunnar Magnússon völdu þá 20 manna leikmannahóp fyrir mótið, en með liðinu æfðu einnig nokkrir leikmenn úr B-landsliðinu. Keppni lýkur ekki í Noregi og Svíþjóð fyrr en skömmu fyrir áramót og leikmenn íslenska liðsins sem leika þar koma seint til móts við hópinn. Þá var leikið í þýsku efstu deildinni í gærkvöldi. Þar áttust Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar hans hjá Rhein-Neckar Löwen og Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar hans hjá Kiel við. Ísland leikur fyrsta æfingarleik sinn af fimm þegar liðið og lærisveinar Arons Kristjánssonar hjá Barein leiða saman hesta sína í kvöld. Þetta er fyrri leikur af tveimur sem liðin leika, en þau verða svo saman í riðli á heimsmeistaramótinu. Auk Íslands og Bareins eru Króatía, Spánn, Makedónía og Japan undir stjórn Dags Sigurðssonar í B-riðli mótsins sem leikinn verður í München í Þýskalandi. Seinni leikur Íslands og Bareins fer fram á sunnudaginn kemur, en báðir leikirnir verða leiknir í Laugardalshöllinni. Ísland tekur svo þátt í fjögurra liða æfingamóti í Noregi dagana 3.-6. janúar. Þar mætir íslenska liðið Noregi, Brasilíu og loks Erlingi Richardssyni og liðsmönnum hans hjá Hollandi. Þaðan heldur liðið svo til München og mætir Króatíu í fyrsta leik riðlakeppninnar föstudaginn 11. janúar. Guðmundur Þórður sagði á blaðamannafundi sem haldinn var á dögunum að fyrri leikurinn gegn Barein sem háður verður í kvöld verði notaður til þess að gefa öllum leikmönnum liðsins tækifæri á að spreyta sig. Þá væri hitt markmiðið í leiknum að gera tilraunir og æfa afbrigði sem liðið ætlaði að hafa í pokahorninu í varnar- og sóknarleik þegar á stóra sviðið kemur. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa allir verið að glíma við meiðsli undanfarið og leikurinn verður enn fremur nýttur til þess að kanna hvort þeir séu reiðubúnir til þess að leika með íslenska liðinu þegar á hólminn er komið á heimsmeistaramótinu. Guðmundur Þórður valdi fjóra leikstjórnendur í leikmannahóp sinn sem æft hefur síðustu daga til þess að vera viðbúinn því að Gísli Þorgeir og Haukur verði ekki orðnir nógu góðir af þeim meiðslum sem hafa verið að plaga þá. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf æfingar fyrir heimsmeistaramótið, sem hefst í janúar á komandi ári, skömmu fyrir jól. Guðmundur Þórður Guðmundsson og Gunnar Magnússon völdu þá 20 manna leikmannahóp fyrir mótið, en með liðinu æfðu einnig nokkrir leikmenn úr B-landsliðinu. Keppni lýkur ekki í Noregi og Svíþjóð fyrr en skömmu fyrir áramót og leikmenn íslenska liðsins sem leika þar koma seint til móts við hópinn. Þá var leikið í þýsku efstu deildinni í gærkvöldi. Þar áttust Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar hans hjá Rhein-Neckar Löwen og Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar hans hjá Kiel við. Ísland leikur fyrsta æfingarleik sinn af fimm þegar liðið og lærisveinar Arons Kristjánssonar hjá Barein leiða saman hesta sína í kvöld. Þetta er fyrri leikur af tveimur sem liðin leika, en þau verða svo saman í riðli á heimsmeistaramótinu. Auk Íslands og Bareins eru Króatía, Spánn, Makedónía og Japan undir stjórn Dags Sigurðssonar í B-riðli mótsins sem leikinn verður í München í Þýskalandi. Seinni leikur Íslands og Bareins fer fram á sunnudaginn kemur, en báðir leikirnir verða leiknir í Laugardalshöllinni. Ísland tekur svo þátt í fjögurra liða æfingamóti í Noregi dagana 3.-6. janúar. Þar mætir íslenska liðið Noregi, Brasilíu og loks Erlingi Richardssyni og liðsmönnum hans hjá Hollandi. Þaðan heldur liðið svo til München og mætir Króatíu í fyrsta leik riðlakeppninnar föstudaginn 11. janúar. Guðmundur Þórður sagði á blaðamannafundi sem haldinn var á dögunum að fyrri leikurinn gegn Barein sem háður verður í kvöld verði notaður til þess að gefa öllum leikmönnum liðsins tækifæri á að spreyta sig. Þá væri hitt markmiðið í leiknum að gera tilraunir og æfa afbrigði sem liðið ætlaði að hafa í pokahorninu í varnar- og sóknarleik þegar á stóra sviðið kemur. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa allir verið að glíma við meiðsli undanfarið og leikurinn verður enn fremur nýttur til þess að kanna hvort þeir séu reiðubúnir til þess að leika með íslenska liðinu þegar á hólminn er komið á heimsmeistaramótinu. Guðmundur Þórður valdi fjóra leikstjórnendur í leikmannahóp sinn sem æft hefur síðustu daga til þess að vera viðbúinn því að Gísli Þorgeir og Haukur verði ekki orðnir nógu góðir af þeim meiðslum sem hafa verið að plaga þá.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45