Spilling á þingi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. desember 2018 08:00 Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um viðhorf þjóðarinnar til alþingismanna og spillingar sýnir að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Einungis tvö prósent landsmanna telja svo að segja enga þingmenn vera spillta. Þessi niðurstaða ætti að vera alþingismönnum áfall, allavega ef þeir láta skoðanir þjóðarinnar sig einhverju varða. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þingmenn skuli fá falleinkunn hjá meirihluta þjóðarinnar. Það má með allnokkrum rétti líkja Alþingi við skólabekk þar sem svörtu sauðirnir koma óorði á allan bekkinn. Atburðir sem komið hafa fram í dagsljósið síðustu vikur og mánuði sýna að of margir svartir sauðir eru á þingi. Auðvitað hafa þeir verið þar á öllum tímum, en umhverfið er breytt. Hér áður fyrr gengu sögur af fyllirísrugli þingmanna manna á meðal en það breytti litlu sem engu um stöðu þeirra. Í dag eru gerðar ákveðnar kröfur um sómasamlega framkomu. Þingmenn sem klæmast og tala ofurniðrandi um aðra á opinberum stað geta ekki lengur verið vissir um að vera í öruggu skjóli. Karlkynsþingmenn sem áreita konur geta ekki lengur talið sig næsta örugga um að komast upp með athæfi sitt. Að þessu leyti eru tímarnir breyttir og það til hins betra. Undanfarið hafa verið opinberuð atvik sem lýsa ákveðinni siðblindu og siðspillingu þeirra þingmanna sem þar voru í aðalhlutverkum. Framferði þeirra var áfall, ekki bara fyrir Alþingi heldur þjóðina alla. Mjög líklegt er að í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar hafi þátttakendur haft þessa atburði í huga þegar þeir dæmdu stjórnmálamenn spillta. Einhver kynni að reyna að hártoga þann dóm þjóðarinnar með því að þarna sé ekki spilling á ferð. Jú, spilling er það – og siðspilling skal það heita, kjósi einhver að fá nákvæmara orðalag. Það er heldur ekki til að auka traust þjóðarinnar á þingmönnum að þeir meta flesta hluti út frá þröngum flokkshagsmunum, ekki þjóðarhag. Komist stjórnmálamenn til áhrifa er eins og grípi þá of marga óstjórnleg þörf til að hygla flokksfólki sínu frekar en að velja hæfasta fólkið til starfa. Rétt flokksskírteini skiptir þá meira máli en hæfileikar. Mikið hefur verið gert úr tali þingmanns Miðflokksins á barnum um sendiherrastöður, en þar varð ekki betur séð en að hrossakaup tíðkist þegar velja á fólk í þau störf. Kemur það virkilega einhverjum á óvart? Orð þingmannsins hafa örugglega staðfest þá tilfinningu sem mjög margir hafa, sem sagt þá að ansi margt annað hafi forgang við slíkt val en hæfni viðkomandi. Líklegt er að þingmenn séu sárir vegna þess dóms þjóðarinnar að þeir séu spilltir. Sé það einlægur vilji þeirra að breyta stöðunni verða þeir að leggja sig fram við að haga sér skikkanlega og einbeita sér að því að hugsa um hag þjóðarinnar frekar en að dekra við eigin flokkssystkini. Þingmenn hafa sannarlega verk að vinna. Til þess hafa þeir tækifæri því þarna á einmitt við að vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um viðhorf þjóðarinnar til alþingismanna og spillingar sýnir að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Einungis tvö prósent landsmanna telja svo að segja enga þingmenn vera spillta. Þessi niðurstaða ætti að vera alþingismönnum áfall, allavega ef þeir láta skoðanir þjóðarinnar sig einhverju varða. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þingmenn skuli fá falleinkunn hjá meirihluta þjóðarinnar. Það má með allnokkrum rétti líkja Alþingi við skólabekk þar sem svörtu sauðirnir koma óorði á allan bekkinn. Atburðir sem komið hafa fram í dagsljósið síðustu vikur og mánuði sýna að of margir svartir sauðir eru á þingi. Auðvitað hafa þeir verið þar á öllum tímum, en umhverfið er breytt. Hér áður fyrr gengu sögur af fyllirísrugli þingmanna manna á meðal en það breytti litlu sem engu um stöðu þeirra. Í dag eru gerðar ákveðnar kröfur um sómasamlega framkomu. Þingmenn sem klæmast og tala ofurniðrandi um aðra á opinberum stað geta ekki lengur verið vissir um að vera í öruggu skjóli. Karlkynsþingmenn sem áreita konur geta ekki lengur talið sig næsta örugga um að komast upp með athæfi sitt. Að þessu leyti eru tímarnir breyttir og það til hins betra. Undanfarið hafa verið opinberuð atvik sem lýsa ákveðinni siðblindu og siðspillingu þeirra þingmanna sem þar voru í aðalhlutverkum. Framferði þeirra var áfall, ekki bara fyrir Alþingi heldur þjóðina alla. Mjög líklegt er að í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar hafi þátttakendur haft þessa atburði í huga þegar þeir dæmdu stjórnmálamenn spillta. Einhver kynni að reyna að hártoga þann dóm þjóðarinnar með því að þarna sé ekki spilling á ferð. Jú, spilling er það – og siðspilling skal það heita, kjósi einhver að fá nákvæmara orðalag. Það er heldur ekki til að auka traust þjóðarinnar á þingmönnum að þeir meta flesta hluti út frá þröngum flokkshagsmunum, ekki þjóðarhag. Komist stjórnmálamenn til áhrifa er eins og grípi þá of marga óstjórnleg þörf til að hygla flokksfólki sínu frekar en að velja hæfasta fólkið til starfa. Rétt flokksskírteini skiptir þá meira máli en hæfileikar. Mikið hefur verið gert úr tali þingmanns Miðflokksins á barnum um sendiherrastöður, en þar varð ekki betur séð en að hrossakaup tíðkist þegar velja á fólk í þau störf. Kemur það virkilega einhverjum á óvart? Orð þingmannsins hafa örugglega staðfest þá tilfinningu sem mjög margir hafa, sem sagt þá að ansi margt annað hafi forgang við slíkt val en hæfni viðkomandi. Líklegt er að þingmenn séu sárir vegna þess dóms þjóðarinnar að þeir séu spilltir. Sé það einlægur vilji þeirra að breyta stöðunni verða þeir að leggja sig fram við að haga sér skikkanlega og einbeita sér að því að hugsa um hag þjóðarinnar frekar en að dekra við eigin flokkssystkini. Þingmenn hafa sannarlega verk að vinna. Til þess hafa þeir tækifæri því þarna á einmitt við að vilji er allt sem þarf.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun