Taldi þetta rétt skref á ferlinum Hjörvar Ólafsson skrifar 21. desember 2018 08:00 Arnar Freyr Arnarsson er hér lengst til vinstri á myndinni að fagna öðrum af tveimur meistaratitlunum sínum með Kristianstad. Fréttablaðið/Guðmundur Svansson Tilkynnt var í gær að Arnar Freyr Arnarsson, línumaður sænska liðsins Kristianstad og íslenska karlalandsliðsins í handbolta, muni færa sig næsta sumar yfir til Danmerkur og leika með danska liðinu GOG. Arnar Freyr tjáði Fréttablaðinu að nokkuð væri síðan þetta hefði verið ákveðið og það væri þægileg tilfinning að geta látið vini og ættingja vita af þessu. Hann hefur leikið með Kristianstad í tvær leiktíðir eftir að hann kom til liðsins frá Fram sumarið 2016 og orðið sænskur meistari með liðinu bæði árin. „Það eru nokkrar vikur síðan forráðamenn GOG höfðu samband við mig og föluðust eftir því að fá mig til liðs við sig. Ég var með fyrirspurnir frá þýskum og frönskum liðum einnig á sama tíma. Mér fannst ég þurfa á nýrri áskorun að halda eftir tvö góð ár hérna hjá Kristianstad. Það er að komast í nýtt umhverfi og sterkari deild,“ segir Arnar Freyr um vistaskiptin. „Þjálfari GOG sýndi mér virkilegan áhuga þegar ég ræddi við hann og ég fann fyrir raunverulegum áhuga á að fá mig til liðsins. Þarna get ég unnið bæði í styrkleikum mínum og veikleikum og haldið áfram að bæta minn leik. Það er mitt mat að danska deildin sé sterkari en sú sænska og þarna er meiri peningur til þess að setja í umgjörð liðanna,“ segir hann enn fremur. „Það skemmir svo alls ekki fyrir að ég mun hitta fyrir fyrrverandi liðsfélaga minn hjá Fram og frænda, Óðin Þór [Ríkharðsson], hjá GOG. Þarna er ungur og mjög spennandi leikmannahópur þar sem flestir leikmenn eru á mínum aldri. Það má alveg líta á þetta sem milliskref áður en ég fer mögulega til Þýskalands eða Frakklands síðar. Mín pæling er hins vegar bara að klára minn tíma hjá Kristianstad með sóma og standa mig svo í stykkinu með GOG þegar þar að kemur,“ segir línumaðurinn um komandi tíma. „Ég mun að sjálfsögðu kveðja Kristianstad með söknuði þar sem mér hefur liðið vel hérna og gengið hefur verið gott eftir að ég kom hingað. Þetta hafa verið tvö góð keppnistímabil þar sem við höfum orðið sænskir meistarar bæði árin. Nú þarf ég að komast annað til þess að þróa leik minn enn frekar. Hjá GOG verð ég með þjálfara sem veit hvað ég get og hvað ég þarf að bæta í mínum leik. Þar mun ég fá æfingar við mitt hæfi, en það er mikil áhersla lögð á að bæta einstaka leikmenn hjá þessu liði, skilst mér,“ segir hann að endingu um næsta áfangastað sinn á ferlinum. Arnar Freyr er í 20 manna æfingahópi íslenska liðsins sem undirbýr sig þessa dagana fyrir HM sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári. Hann er væntanlegur til landsins milli jóla og nýárs og verður í eldlínunni með íslenska liðinu þegar það mætir Barein í tveimur æfingarleikjum skömmu fyrir komandi áramót. Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira
Tilkynnt var í gær að Arnar Freyr Arnarsson, línumaður sænska liðsins Kristianstad og íslenska karlalandsliðsins í handbolta, muni færa sig næsta sumar yfir til Danmerkur og leika með danska liðinu GOG. Arnar Freyr tjáði Fréttablaðinu að nokkuð væri síðan þetta hefði verið ákveðið og það væri þægileg tilfinning að geta látið vini og ættingja vita af þessu. Hann hefur leikið með Kristianstad í tvær leiktíðir eftir að hann kom til liðsins frá Fram sumarið 2016 og orðið sænskur meistari með liðinu bæði árin. „Það eru nokkrar vikur síðan forráðamenn GOG höfðu samband við mig og föluðust eftir því að fá mig til liðs við sig. Ég var með fyrirspurnir frá þýskum og frönskum liðum einnig á sama tíma. Mér fannst ég þurfa á nýrri áskorun að halda eftir tvö góð ár hérna hjá Kristianstad. Það er að komast í nýtt umhverfi og sterkari deild,“ segir Arnar Freyr um vistaskiptin. „Þjálfari GOG sýndi mér virkilegan áhuga þegar ég ræddi við hann og ég fann fyrir raunverulegum áhuga á að fá mig til liðsins. Þarna get ég unnið bæði í styrkleikum mínum og veikleikum og haldið áfram að bæta minn leik. Það er mitt mat að danska deildin sé sterkari en sú sænska og þarna er meiri peningur til þess að setja í umgjörð liðanna,“ segir hann enn fremur. „Það skemmir svo alls ekki fyrir að ég mun hitta fyrir fyrrverandi liðsfélaga minn hjá Fram og frænda, Óðin Þór [Ríkharðsson], hjá GOG. Þarna er ungur og mjög spennandi leikmannahópur þar sem flestir leikmenn eru á mínum aldri. Það má alveg líta á þetta sem milliskref áður en ég fer mögulega til Þýskalands eða Frakklands síðar. Mín pæling er hins vegar bara að klára minn tíma hjá Kristianstad með sóma og standa mig svo í stykkinu með GOG þegar þar að kemur,“ segir línumaðurinn um komandi tíma. „Ég mun að sjálfsögðu kveðja Kristianstad með söknuði þar sem mér hefur liðið vel hérna og gengið hefur verið gott eftir að ég kom hingað. Þetta hafa verið tvö góð keppnistímabil þar sem við höfum orðið sænskir meistarar bæði árin. Nú þarf ég að komast annað til þess að þróa leik minn enn frekar. Hjá GOG verð ég með þjálfara sem veit hvað ég get og hvað ég þarf að bæta í mínum leik. Þar mun ég fá æfingar við mitt hæfi, en það er mikil áhersla lögð á að bæta einstaka leikmenn hjá þessu liði, skilst mér,“ segir hann að endingu um næsta áfangastað sinn á ferlinum. Arnar Freyr er í 20 manna æfingahópi íslenska liðsins sem undirbýr sig þessa dagana fyrir HM sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári. Hann er væntanlegur til landsins milli jóla og nýárs og verður í eldlínunni með íslenska liðinu þegar það mætir Barein í tveimur æfingarleikjum skömmu fyrir komandi áramót.
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira