Komst áfram á HM í pílu en var gagnrýndur fyrir ruddaskap og dólgslæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 13:00 James Wade. Vísir/Getty Englendingurinn James Wade vann endurkomusigur á Japanum Seigo Asada á HM í pílu í gær og komst fyrir vikið áfram í þriðju umferð keppninnar. Framkoma James Wade gagnvart Seigo Asada þótti hinsvegar ekki til mikillar fyrirmyndar. Seigo Asada komst tvisvar yfir í leiknum, 1-0 og 2-1, en James Wade vann á endanum 3-2. Wayne Mardle, spekingur á Sky Sports, gagnrýndi agressíva framkomu James Wade og gerði hann talsvert úr dólgslátum landa síns. „Svona á ekki að sjást. Hann var alltof agressívur þarna. Ég vona að hann vakni á morgun og átti sig á því að hann gerði mistök. Hann getur ekki talið að þetta sé rétt framkoma og öugglega engum sem horfði á finnst þetta vera í lagi. Þetta er ruddaframkoma og það ekkert pláss fyrir hana í pílu,“ sagði Wayne Mardle, sérfræðingu Sky Sports."Does he mean he wanted to punch him in his face? What does he mean? I am absolutely lost for words."@Wayne501Mardle is astonished after an explosive post-match interview from James Wade. Watch live on Sky Sports Darts or follow it here: https://t.co/oBngD5seUy#LovetheDartspic.twitter.com/gvpC5bhEhP — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 19, 2018Það sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á honum og fleirum var það hvernig James Wade fór upp að andliti Japanans og fagnaði eftir að hann jafnaði metin í 1-1. Þegar gengið var á James Wade og hann spurður út í hegðun sína þá talaði hann um að hafa „verið að gera þetta fyrir Bretland“ eins og hann komst að orði. „Það var frábær tilfinning að koma til baka. Ég hefði auðveldlega getað tapað þessu. Ég gerði þetta fyrir soninn minn og fyrir þjóðina mína svo að þetta er í lagi,“ sagði James Wade sem eignaðist son fyrir tíu vikum. „Ég vildi meiða hann. Ég vildi virkilega meiða hann því ég ætlaði mér áfram,“ sagði James Wade um ógnandi framkomu sína. Seigo Asada vann næsta sett og komst aftur yfir en Wade tókst að vinna síðustu tvö settin og komast áfram. Michael Smith komst líka áfram í þriðju umferð eftir 3-1 sigur á Hollendingum Ron Meulenkamp og þá vann Ryan Joyce Ástralann Simon Whitlock 3-0. Írinn William O'Connor tryggði sér líka sæti í 32 manna úrslitunum með 3-2 sigri á James Wilson.HM í pílu er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og er sýnt frá mótinu á hverjum degi. Í dag verða tvær útsendingar, sú fyrri er í gangi en sú síðari hefst klukkan 19.00. Aðrar íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Englendingurinn James Wade vann endurkomusigur á Japanum Seigo Asada á HM í pílu í gær og komst fyrir vikið áfram í þriðju umferð keppninnar. Framkoma James Wade gagnvart Seigo Asada þótti hinsvegar ekki til mikillar fyrirmyndar. Seigo Asada komst tvisvar yfir í leiknum, 1-0 og 2-1, en James Wade vann á endanum 3-2. Wayne Mardle, spekingur á Sky Sports, gagnrýndi agressíva framkomu James Wade og gerði hann talsvert úr dólgslátum landa síns. „Svona á ekki að sjást. Hann var alltof agressívur þarna. Ég vona að hann vakni á morgun og átti sig á því að hann gerði mistök. Hann getur ekki talið að þetta sé rétt framkoma og öugglega engum sem horfði á finnst þetta vera í lagi. Þetta er ruddaframkoma og það ekkert pláss fyrir hana í pílu,“ sagði Wayne Mardle, sérfræðingu Sky Sports."Does he mean he wanted to punch him in his face? What does he mean? I am absolutely lost for words."@Wayne501Mardle is astonished after an explosive post-match interview from James Wade. Watch live on Sky Sports Darts or follow it here: https://t.co/oBngD5seUy#LovetheDartspic.twitter.com/gvpC5bhEhP — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 19, 2018Það sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á honum og fleirum var það hvernig James Wade fór upp að andliti Japanans og fagnaði eftir að hann jafnaði metin í 1-1. Þegar gengið var á James Wade og hann spurður út í hegðun sína þá talaði hann um að hafa „verið að gera þetta fyrir Bretland“ eins og hann komst að orði. „Það var frábær tilfinning að koma til baka. Ég hefði auðveldlega getað tapað þessu. Ég gerði þetta fyrir soninn minn og fyrir þjóðina mína svo að þetta er í lagi,“ sagði James Wade sem eignaðist son fyrir tíu vikum. „Ég vildi meiða hann. Ég vildi virkilega meiða hann því ég ætlaði mér áfram,“ sagði James Wade um ógnandi framkomu sína. Seigo Asada vann næsta sett og komst aftur yfir en Wade tókst að vinna síðustu tvö settin og komast áfram. Michael Smith komst líka áfram í þriðju umferð eftir 3-1 sigur á Hollendingum Ron Meulenkamp og þá vann Ryan Joyce Ástralann Simon Whitlock 3-0. Írinn William O'Connor tryggði sér líka sæti í 32 manna úrslitunum með 3-2 sigri á James Wilson.HM í pílu er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og er sýnt frá mótinu á hverjum degi. Í dag verða tvær útsendingar, sú fyrri er í gangi en sú síðari hefst klukkan 19.00.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Sjá meira