Gleðileg jól ekki bundin við hluti, eyðslu og óhóf Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. desember 2018 08:15 Elsa Kristjánsdóttir segir gleðileg jól ekki bundin við eyðslu og óhóf. Fréttablaðið/ Elsa Kristjánsdóttir, rekstrarstýra hjá UN Women, aðhyllist naumhyggjulífsstíl og er það hennar reynsla að meiri eyðsla og dýrari gjafir skili ekki endilega betri jólum. Hún hvetur alla til að íhuga naumhyggju fyrir jól. „Það er vel hægt að njóta yndislegra jóla án þess að missa stjórn á neyslunni,“ segir Elsa, sem lifað hefur mínímalískum lífsstíl um nokkurt skeið. Naumhyggjulífsstíllinn tekur vissulega til allra þátta í lífi fólks en líklega er hvergi betra tækifæri til að skera niður í kringum sig, minnka umfang og draga úr útgjöldum, umbúðum og óþarfa en í kringum jólin. Og þeir sem reynt hafa, sjá ekki eftir því. „Ég hef bæði verið í þeirri stöðu að geta leyft mér ýmislegt um jólin, og líka hinni þar sem hefðbundið íslenskt jólahald var ekki í fjárhagsáætluninni. Í dag leyfi ég mér að hafa jólin eins og ég vil hafa þau, og reynsla mín kennir mér að meiri eyðsla og dýrari gjafir skila ekki betri jólum,“ segir Elsa. En fyrir þá sem eru forvitnir um bætta og breytta hætti við jólahaldið, hvað þarf að hafa í huga og hvernig má bera sig að? Góð ráð eru nefnilega ekki jafndýr og jólin.Endurnýttu jólaskrautið „Ég man þá tilfinningu að finnast mikilvægt að stílísera jólin; jólaskrautið átti að vera með smekklegu litaþema, sem þýddi að kaupa þurfti nýjar jólakúlur á tréð og nýjar jólaseríur árlega. Núna hef ég ekki keypt jólaskraut í nokkur ár, en luma á tveimur kössum af skrauti í geymslunni sem innihalda samtíning af þemajólatilraunum mínum ásamt gömlu skrauti úr æsku minni. Gervijólatréð hirti ég úr geymslunni á fyrrverandi vinnustað, þar sem átti að henda því. Þessi samtíningur er mikil heimilisprýði yfir jólin og ég sé fram á að þurfa ekki að kaupa jólaskraut í mörg ár.“Upplifun umbúðalaus jólagjöf Án nokkurs vafa eru jólagjafirnar stærsti útgjaldaliður hvers heimilis fyrir jólin. Fólk með börn og barnabörn gerir ráð fyrir að verja jafnvel 200 þúsund krónum í gjafir. Elsa segir gjafir vissulega stærsta útgjaldaliðinn hjá sér fyrir jólin, en þar sé þó hægt að spara mikið, bæði í krónum og umhverfisáhrifum. „Að mínu mati eru gjafirnar fyrst og fremst fyrir börnin, og ég gef mínum eigin börnum og frændsystkinum jólagjafir á hverju ári. Síðustu ár hef ég kosið að gefa upplifanir fremur en leikföng. Bíómiðar, gjafakort í trampólíngarð, leikhúsmiðar og sundkort eru dæmi um þær upplifunargjafir sem ég hef gefið. Slíkar gjafir hafa hitt í mark, en eru einnig umhverfisvænar og það besta er að þær breytast ekki í rusl eða geymslumat.“Hvað skal gefa þeim sem á allt? Elsa segir að í ár gefi þau örfáar fullorðinsgjafir til foreldra og systkina. Þau hafa valið að gefa upplifanir eða gjafabréf. Leikhús- og bíómiðar séu sniðug gjöf fyrir allan aldur. „Við höfum líklega öll rekið okkur á það að vita ekkert hvað við eigum að gefa einhverjum, því viðkomandi á allt sem þarf, og oftast rúmlega það. Þá er fallegt að gefa til góðgerðarstarfs í nafni viðkomandi, en mörg hjálparsamtök bjóða upp á sérstök jólagjafabréf þessi jólin. Við höfum valið að gefa Vonarneista UN Women til styrktar Róhingjakonum á flótta, en vonarneistinn veitir konum í erfiðum aðstæðum sæmdarsett, sem inniheldur nauðsynjavörur og fæst á unwomen.is.“ Elsa kveðst hvetja alla til að hafa naumhyggju í huga í jólaundirbúningnum. „En fyrst og fremst að njóta jólanna með gleði og kærleik að leiðarljósi.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Neytendur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Elsa Kristjánsdóttir, rekstrarstýra hjá UN Women, aðhyllist naumhyggjulífsstíl og er það hennar reynsla að meiri eyðsla og dýrari gjafir skili ekki endilega betri jólum. Hún hvetur alla til að íhuga naumhyggju fyrir jól. „Það er vel hægt að njóta yndislegra jóla án þess að missa stjórn á neyslunni,“ segir Elsa, sem lifað hefur mínímalískum lífsstíl um nokkurt skeið. Naumhyggjulífsstíllinn tekur vissulega til allra þátta í lífi fólks en líklega er hvergi betra tækifæri til að skera niður í kringum sig, minnka umfang og draga úr útgjöldum, umbúðum og óþarfa en í kringum jólin. Og þeir sem reynt hafa, sjá ekki eftir því. „Ég hef bæði verið í þeirri stöðu að geta leyft mér ýmislegt um jólin, og líka hinni þar sem hefðbundið íslenskt jólahald var ekki í fjárhagsáætluninni. Í dag leyfi ég mér að hafa jólin eins og ég vil hafa þau, og reynsla mín kennir mér að meiri eyðsla og dýrari gjafir skila ekki betri jólum,“ segir Elsa. En fyrir þá sem eru forvitnir um bætta og breytta hætti við jólahaldið, hvað þarf að hafa í huga og hvernig má bera sig að? Góð ráð eru nefnilega ekki jafndýr og jólin.Endurnýttu jólaskrautið „Ég man þá tilfinningu að finnast mikilvægt að stílísera jólin; jólaskrautið átti að vera með smekklegu litaþema, sem þýddi að kaupa þurfti nýjar jólakúlur á tréð og nýjar jólaseríur árlega. Núna hef ég ekki keypt jólaskraut í nokkur ár, en luma á tveimur kössum af skrauti í geymslunni sem innihalda samtíning af þemajólatilraunum mínum ásamt gömlu skrauti úr æsku minni. Gervijólatréð hirti ég úr geymslunni á fyrrverandi vinnustað, þar sem átti að henda því. Þessi samtíningur er mikil heimilisprýði yfir jólin og ég sé fram á að þurfa ekki að kaupa jólaskraut í mörg ár.“Upplifun umbúðalaus jólagjöf Án nokkurs vafa eru jólagjafirnar stærsti útgjaldaliður hvers heimilis fyrir jólin. Fólk með börn og barnabörn gerir ráð fyrir að verja jafnvel 200 þúsund krónum í gjafir. Elsa segir gjafir vissulega stærsta útgjaldaliðinn hjá sér fyrir jólin, en þar sé þó hægt að spara mikið, bæði í krónum og umhverfisáhrifum. „Að mínu mati eru gjafirnar fyrst og fremst fyrir börnin, og ég gef mínum eigin börnum og frændsystkinum jólagjafir á hverju ári. Síðustu ár hef ég kosið að gefa upplifanir fremur en leikföng. Bíómiðar, gjafakort í trampólíngarð, leikhúsmiðar og sundkort eru dæmi um þær upplifunargjafir sem ég hef gefið. Slíkar gjafir hafa hitt í mark, en eru einnig umhverfisvænar og það besta er að þær breytast ekki í rusl eða geymslumat.“Hvað skal gefa þeim sem á allt? Elsa segir að í ár gefi þau örfáar fullorðinsgjafir til foreldra og systkina. Þau hafa valið að gefa upplifanir eða gjafabréf. Leikhús- og bíómiðar séu sniðug gjöf fyrir allan aldur. „Við höfum líklega öll rekið okkur á það að vita ekkert hvað við eigum að gefa einhverjum, því viðkomandi á allt sem þarf, og oftast rúmlega það. Þá er fallegt að gefa til góðgerðarstarfs í nafni viðkomandi, en mörg hjálparsamtök bjóða upp á sérstök jólagjafabréf þessi jólin. Við höfum valið að gefa Vonarneista UN Women til styrktar Róhingjakonum á flótta, en vonarneistinn veitir konum í erfiðum aðstæðum sæmdarsett, sem inniheldur nauðsynjavörur og fæst á unwomen.is.“ Elsa kveðst hvetja alla til að hafa naumhyggju í huga í jólaundirbúningnum. „En fyrst og fremst að njóta jólanna með gleði og kærleik að leiðarljósi.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Neytendur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira