Laun verði að duga fyrir framfærslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2018 20:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir atvinnurekendur hafa staðið í þeirri trú, í kjarasamningagerð 2015, að verið væri að nálgast norrænt samningalíkan til að koma á meiri stöðugleika í samfélaginu. Drífa Snædal, forseti ASÍ, spyr hvort það þyki eðlilegt að fólk selji vinnu sína án þess að geta framfleytt sér á laununum sem unnið er fyrir. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði á Rás 1 í gær laun hafa hækkað gríðarlega frá árinu 2015, eða frá síðustu kjarasamningalotu. Hún segir mörg fyrirtæki ekki hafa ráðið við hækkanirnar og því sé verið að bregðast við með uppsögnum. Launahækkanirnar hafi reynst erfiðar en í kauphækkunum, sem fóru fram í skrefum til ársins 2018, voru lágmarkslaun hækkuð upp í 300 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði. Verkalýðshreyfinginn gerir nú kröfur um að lágmarkslaun fari upp í 425 þúsund og horfa VR og Efling þá til að launahækkanir fari fram í krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun eins og tíðkast hefur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðrún atvinnurekendur hafi staðið í þeirri trú árið 2015 að verið væri að færa sig nær norrænu samningalíkani sem átti að koma á stöðugleika. Sú sé ekki raunin nú. Forseti ASÍ segir markmið árið 2015 hafi verið að fólk gæti lifað á lægstu laununum, þeim markmiðum hafi ekki enn verið náð. „Stærsti punkturinn í þessu er að velferðarkerfið hér er ekki jafn sterkt og á norðurlöndunum. Við sjáum líka þess merki núna að þær launahækkanir sem samið var um 2015 hafa verið étnar upp af húsnæðismarkaðinum. Það er því ekki að undra að spjótunum sé dálítið beint að stjórnvöldum núna,“ segir Drífa. Hún segir gert mikið úr uppsögnum, þær séu ekki fram úr því sem algengt hefur verið. Það sést því atvinnuleysistölur fari ekki hækkandi. „Atvinnurekendur segjast ekki geta hækkað laun, þá verða þeir að svara því hvort þeir ætli fólki að selja vinnu sína fyrir laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Því hefur ekki verið svarað,“ segir hún. Kjaramál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir atvinnurekendur hafa staðið í þeirri trú, í kjarasamningagerð 2015, að verið væri að nálgast norrænt samningalíkan til að koma á meiri stöðugleika í samfélaginu. Drífa Snædal, forseti ASÍ, spyr hvort það þyki eðlilegt að fólk selji vinnu sína án þess að geta framfleytt sér á laununum sem unnið er fyrir. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði á Rás 1 í gær laun hafa hækkað gríðarlega frá árinu 2015, eða frá síðustu kjarasamningalotu. Hún segir mörg fyrirtæki ekki hafa ráðið við hækkanirnar og því sé verið að bregðast við með uppsögnum. Launahækkanirnar hafi reynst erfiðar en í kauphækkunum, sem fóru fram í skrefum til ársins 2018, voru lágmarkslaun hækkuð upp í 300 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði. Verkalýðshreyfinginn gerir nú kröfur um að lágmarkslaun fari upp í 425 þúsund og horfa VR og Efling þá til að launahækkanir fari fram í krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun eins og tíðkast hefur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðrún atvinnurekendur hafi staðið í þeirri trú árið 2015 að verið væri að færa sig nær norrænu samningalíkani sem átti að koma á stöðugleika. Sú sé ekki raunin nú. Forseti ASÍ segir markmið árið 2015 hafi verið að fólk gæti lifað á lægstu laununum, þeim markmiðum hafi ekki enn verið náð. „Stærsti punkturinn í þessu er að velferðarkerfið hér er ekki jafn sterkt og á norðurlöndunum. Við sjáum líka þess merki núna að þær launahækkanir sem samið var um 2015 hafa verið étnar upp af húsnæðismarkaðinum. Það er því ekki að undra að spjótunum sé dálítið beint að stjórnvöldum núna,“ segir Drífa. Hún segir gert mikið úr uppsögnum, þær séu ekki fram úr því sem algengt hefur verið. Það sést því atvinnuleysistölur fari ekki hækkandi. „Atvinnurekendur segjast ekki geta hækkað laun, þá verða þeir að svara því hvort þeir ætli fólki að selja vinnu sína fyrir laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Því hefur ekki verið svarað,“ segir hún.
Kjaramál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira