Sögulegar en umdeildar kosningar í Kongó Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 08:24 Starfsmenn kjörstjórnar í Kinshasa undirbúa kosningavél. AP/Jerome Delay Nú standa yfir sögulegar en umdeildar kosningar í næst stærsta ríki Afríku, Kongó. Kosningunum hafði verið frestað í rúm tvö ár. Ef kosningarnar ganga vel fyrir sig verða þetta fyrstu friðsömu kosningar landsins frá því Kongó fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Forsetinn Joseph Kabila, sem tók við völdum árið 2001 eftir að faðir hans var ráðinn af dögum, átti að stíga til hliðar fyrir rúmum tveimur árum samkvæmt stjórnarskrá landsins en frestaði kosningunum vegna þess að yfirkjörstjórn landsins þurfti frest til að skrá kjósendur. Ákvörðun Kabila var umdeild og leiddi til ofbeldis þar sem hann var sakaður um að valdníðslu. Þá var kosningunum einnig frestað í síðustu viku vegna vandræða með kosningavélar. Þúsundir véla eyðilögðust í eldi í Kinshasa, höfuðborg Kongó. Nærri því 40 milljónir manna eru á kjörskrá en sú ákvörðun yfirvalda að meina rúmri milljón manna í þremur kjördæmum að kjósa vegna ebólu hefur valdið miklum deilum. Alls eru frambjóðendur 21 en þrír menn eru líklegastir til að verða kjörnir, samkvæmt BBC.Það eru þeir Emmanuel Ramazani Shadary, fyrrverandi innanríkisráðherra sem beittur var refsiaðgerðum af Evrópusambandinu fyrir að berja niður mótmæli í fyrra. Hann er hliðhollur Kabila, sem hefur gefið í skyn að hann vilji bjóða sig aftur fram árið 2023. Stjórnarandstaðan segir að verði Shadary kosinn muni Kabila stjórna ríkinu áfram á bakvið tjöldin. Martin Fayulu, fyrrverandi forsvarsmaður olíufyrirtækis þingmaður þykir einnig líklegur. Hann hefur heitið hefur því að auka hag íbúa Kongó. Fátækir íbúar Kongó óttast þó að hann muni setja hag þeirra í forgang. Felix Tshisekedi Tshilombo, sonur látins stjórnarandstöðuleiðtoga er sá þriðji. Hann leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins og segist ætla að berjast gegn fátækt í landinu.AP fréttaveitan segir alls óvíst að Kongó sé klárt fyrir kosningar. Einungis níu prósent íbúa Kongó hafa aðgang að rafmagni og stór hluti íbúa hefur aldrei notast við tölvu. Yfirkjörstjórnin segir þó að það muni taka kjósendur minna en mínútu að kjósa. Þá hafa fregnir borist af því að kosningagögn hafi ekki borist til kjörstaða víða um landi. Á afskekktum svæðum þarf að bera vélarnar í gegnum skóga og í Kinshasa, höfuðborg Kongó, sögðust starfsmenn kjörstjórna ekki hafa séð kosningavélar allt að 48 klukkustundum áður en kosningarnar hófust. Afríka Austur-Kongó Belgía Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Nú standa yfir sögulegar en umdeildar kosningar í næst stærsta ríki Afríku, Kongó. Kosningunum hafði verið frestað í rúm tvö ár. Ef kosningarnar ganga vel fyrir sig verða þetta fyrstu friðsömu kosningar landsins frá því Kongó fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Forsetinn Joseph Kabila, sem tók við völdum árið 2001 eftir að faðir hans var ráðinn af dögum, átti að stíga til hliðar fyrir rúmum tveimur árum samkvæmt stjórnarskrá landsins en frestaði kosningunum vegna þess að yfirkjörstjórn landsins þurfti frest til að skrá kjósendur. Ákvörðun Kabila var umdeild og leiddi til ofbeldis þar sem hann var sakaður um að valdníðslu. Þá var kosningunum einnig frestað í síðustu viku vegna vandræða með kosningavélar. Þúsundir véla eyðilögðust í eldi í Kinshasa, höfuðborg Kongó. Nærri því 40 milljónir manna eru á kjörskrá en sú ákvörðun yfirvalda að meina rúmri milljón manna í þremur kjördæmum að kjósa vegna ebólu hefur valdið miklum deilum. Alls eru frambjóðendur 21 en þrír menn eru líklegastir til að verða kjörnir, samkvæmt BBC.Það eru þeir Emmanuel Ramazani Shadary, fyrrverandi innanríkisráðherra sem beittur var refsiaðgerðum af Evrópusambandinu fyrir að berja niður mótmæli í fyrra. Hann er hliðhollur Kabila, sem hefur gefið í skyn að hann vilji bjóða sig aftur fram árið 2023. Stjórnarandstaðan segir að verði Shadary kosinn muni Kabila stjórna ríkinu áfram á bakvið tjöldin. Martin Fayulu, fyrrverandi forsvarsmaður olíufyrirtækis þingmaður þykir einnig líklegur. Hann hefur heitið hefur því að auka hag íbúa Kongó. Fátækir íbúar Kongó óttast þó að hann muni setja hag þeirra í forgang. Felix Tshisekedi Tshilombo, sonur látins stjórnarandstöðuleiðtoga er sá þriðji. Hann leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins og segist ætla að berjast gegn fátækt í landinu.AP fréttaveitan segir alls óvíst að Kongó sé klárt fyrir kosningar. Einungis níu prósent íbúa Kongó hafa aðgang að rafmagni og stór hluti íbúa hefur aldrei notast við tölvu. Yfirkjörstjórnin segir þó að það muni taka kjósendur minna en mínútu að kjósa. Þá hafa fregnir borist af því að kosningagögn hafi ekki borist til kjörstaða víða um landi. Á afskekktum svæðum þarf að bera vélarnar í gegnum skóga og í Kinshasa, höfuðborg Kongó, sögðust starfsmenn kjörstjórna ekki hafa séð kosningavélar allt að 48 klukkustundum áður en kosningarnar hófust.
Afríka Austur-Kongó Belgía Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira