Um 10% fleiri sjúklingar á bráðamóttöku eftir lokun bráðahluta hjartagáttar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 19:45 Álag á bráðamóttöku Landspítalans hefur aukist um tíu prósent að jafnaði síðan að bráðahluta hjartagáttar var lokað. Nær ómögulegt er að draga ákvörðunina til baka að sögn yfirlæknis á hjartagátt. Heilbrigðisráðherra segist treysta faglegu mati spítalans. Bráðahluti hjartagáttar Landspítalans við Hringbraut var færður yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi fyrsta desember síðastliðinn. „Það hefur komið svolítið aukið álag vegna þessa sjúklingahóps eðli málsins samkvæmt. Þetta eru um það bil 20 sjúklingar á dag, í heildina tekur bráðamóttakan að jafnaði á móti sirka 200 sjúklingum á dag þannig að þetta eru 10% þess,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. Í hlutaúttekt um stöðu bráðamóttökunnar sem birt var í gær leggur landlæknir til að Landspítalann endurmeti hvort lokun hjartagáttar hafi verið rétt ákvörðun. „Ef að það er sýnt að þetta verulega ógni öryggi sjúklinga þá auðvitað endurskoðum við þessa ákvörðun. Eins og þetta lítur út fyrir okkur núna að þá hefur þessi breyting tekist vel til og það er ekki tilefni til að því er við fáum séð að endurskoða þetta,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt, tekur í sama streng og segir ákvörðunina hafa verið tekna af vel ígrunduðu máli. „Veltum við öllum steinum og við náttúrlega fórum ekki út í þetta af neinni annarri ástæðu en þeirri að það var mannekla, veruleg mannekla, sem að okkur tókst ekki að ráða fram úr. Í ljósi þess þá urðum við að gera þessar breytingar og ég núna þegar þessi breyting er um garð gengin þá er mjög erfitt að vinda ofan af henni og ég sé bara ekki hreinlega að það sé hægt,“ segir Karl. Hann bendir á að með tilkomu nýs meðferðarkjarna verði þjónustan öll sameinuð á ný undir sama þaki. „Þetta undirstrikar ennþá meira en áður að við þurfum að sameina bráðaþjónustu í eitt hús á einni deild og þangað til að það er gert að þá verðum við með þessa óþægilegu aðstæður, að vinna í tveimur húsum,“ segir Karl. „Auðvitað vildum við geta sameinað þessar deildir strax í dag á nýjum meðferðarkjarna og ég vona bara að þeirri uppbyggingu verði flýtt.“Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt Landspítalans.Vísir/skjáskotSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst treysta faglegu mati Landspítalans. „Auðvitað er þessi ákvörðun rökstudd með tilteknum hætti og Landspítalinn verður að meta það. En ég hlýt að horfa til þess, þar sem að embætti landlæknis er svona minn ráðgjafi í heilbrigðismálum meðal annars, að hlýtur að vera ástæða til þess að hvetja Landspítalann til að meta þessa ákvörðun eftir tiltekinn tíma,“ segir Svandís. Hún mun á morgun ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heimsækja stofnanir Landspítalans og kynna sér starfsemina og stöðu mála. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Álag á bráðamóttöku Landspítalans hefur aukist um tíu prósent að jafnaði síðan að bráðahluta hjartagáttar var lokað. Nær ómögulegt er að draga ákvörðunina til baka að sögn yfirlæknis á hjartagátt. Heilbrigðisráðherra segist treysta faglegu mati spítalans. Bráðahluti hjartagáttar Landspítalans við Hringbraut var færður yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi fyrsta desember síðastliðinn. „Það hefur komið svolítið aukið álag vegna þessa sjúklingahóps eðli málsins samkvæmt. Þetta eru um það bil 20 sjúklingar á dag, í heildina tekur bráðamóttakan að jafnaði á móti sirka 200 sjúklingum á dag þannig að þetta eru 10% þess,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. Í hlutaúttekt um stöðu bráðamóttökunnar sem birt var í gær leggur landlæknir til að Landspítalann endurmeti hvort lokun hjartagáttar hafi verið rétt ákvörðun. „Ef að það er sýnt að þetta verulega ógni öryggi sjúklinga þá auðvitað endurskoðum við þessa ákvörðun. Eins og þetta lítur út fyrir okkur núna að þá hefur þessi breyting tekist vel til og það er ekki tilefni til að því er við fáum séð að endurskoða þetta,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt, tekur í sama streng og segir ákvörðunina hafa verið tekna af vel ígrunduðu máli. „Veltum við öllum steinum og við náttúrlega fórum ekki út í þetta af neinni annarri ástæðu en þeirri að það var mannekla, veruleg mannekla, sem að okkur tókst ekki að ráða fram úr. Í ljósi þess þá urðum við að gera þessar breytingar og ég núna þegar þessi breyting er um garð gengin þá er mjög erfitt að vinda ofan af henni og ég sé bara ekki hreinlega að það sé hægt,“ segir Karl. Hann bendir á að með tilkomu nýs meðferðarkjarna verði þjónustan öll sameinuð á ný undir sama þaki. „Þetta undirstrikar ennþá meira en áður að við þurfum að sameina bráðaþjónustu í eitt hús á einni deild og þangað til að það er gert að þá verðum við með þessa óþægilegu aðstæður, að vinna í tveimur húsum,“ segir Karl. „Auðvitað vildum við geta sameinað þessar deildir strax í dag á nýjum meðferðarkjarna og ég vona bara að þeirri uppbyggingu verði flýtt.“Karl Andersen, yfirlæknir á hjartagátt Landspítalans.Vísir/skjáskotSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst treysta faglegu mati Landspítalans. „Auðvitað er þessi ákvörðun rökstudd með tilteknum hætti og Landspítalinn verður að meta það. En ég hlýt að horfa til þess, þar sem að embætti landlæknis er svona minn ráðgjafi í heilbrigðismálum meðal annars, að hlýtur að vera ástæða til þess að hvetja Landspítalann til að meta þessa ákvörðun eftir tiltekinn tíma,“ segir Svandís. Hún mun á morgun ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heimsækja stofnanir Landspítalans og kynna sér starfsemina og stöðu mála.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. 8. janúar 2019 14:11
Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58
Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar 6. janúar 2019 19:00