Bayern kaupir manninn sem skoraði flottasta markið á HM 2018 í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 17:30 Benjamin Pavard kyssir HM-bikarinn. Getty/Mehdi Taamallah Bayern München er búið að ná samkomulagi við Stuttgart um að franski bakvörðurinn Benjamin Pavard komi til Bæjara í sumar. Bayern mun borga 35 milljónir evra fyrir franska heimsmeistarann og Benjamin Pavard mun skrifa undir fimm ára samning við þýska félagið. Verðmiðinn er því um 4,8 milljarðar íslenskra króna.Neben @CorentinTolisso wird Sommer-Neuzugang Benjamin #Pavard der zweite amtierende Weltmeister im Kader des #FCBayern sein.https://t.co/wiB5kL9V3hpic.twitter.com/r5PbwLkil0 — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019 Benjamin Pavard er ennþá bara 22 ára gamall en var í stóru hlutverki hjá franska landsliðinu í úrslitakeppni HM í Rússlandi í fyrrasumar. Benjamin Pavard skoraði meðal annars að margra mati mark mótsins í sextán liða úrslitunum á móti Argentínu þegar hann tók boltann viðstöðulaust á lofti fyrir utan teig eins og sjá má hér fyrir neðan.Pavard is on his way to Bayern Munich. Let's watch the highlight of his summer pic.twitter.com/ngZH0il9vx — 888sport (@888sport) January 9, 2019Bayern liðið er nú við æfingar í Doha en þýska deildin kemur úr vetrarfríi 18. janúar næstkomandi. Bayern er í 2. sæti, sex stigum á eftir Borussia Dortmund og mætir síðan Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Benjamin Pavard mun þó ekki hjálpa þeim í næstu leikjum því hann klárar tímabilið með Stuttgart þar sem hann hefur spilað frá árinu 2016. Pavard hefur leikið átján A-landsleiki fyrir Frakka þar af sex þeirra í úrslitakeppni HM síðasta sumar. Hann varð heimsmeistari í tólfta landsleiknum sínum en þann fyrsta spilaði hann 10. nóvember rúmu hálfu ári áður. Benjamin Pavard hefur aðeins skorað 1 mark í 48 leikjum með Stuttgart í þýsku deildinni og á enn eftir að skora á þessu tímabili. Eina markið hans í keppnisleik á árinu 2018 var einmitt markið á móti Argentínu, flottasta markið á HM í Rússlandi."Er ist ein junger Spieler, der Weltmeister ist. Wir sind sehr froh und stolz, dass wir einen solchen Spieler für den #FCBayern gewinnen konnten!" pic.twitter.com/XFkTCHSjKg — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019Benjamin Pavard will become the 8th French player to play for FC Bayern [Opta] pic.twitter.com/0Vmh5IbVJL — Bayern & Germany (@iMiaSanMia) January 9, 2019 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Bayern München er búið að ná samkomulagi við Stuttgart um að franski bakvörðurinn Benjamin Pavard komi til Bæjara í sumar. Bayern mun borga 35 milljónir evra fyrir franska heimsmeistarann og Benjamin Pavard mun skrifa undir fimm ára samning við þýska félagið. Verðmiðinn er því um 4,8 milljarðar íslenskra króna.Neben @CorentinTolisso wird Sommer-Neuzugang Benjamin #Pavard der zweite amtierende Weltmeister im Kader des #FCBayern sein.https://t.co/wiB5kL9V3hpic.twitter.com/r5PbwLkil0 — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019 Benjamin Pavard er ennþá bara 22 ára gamall en var í stóru hlutverki hjá franska landsliðinu í úrslitakeppni HM í Rússlandi í fyrrasumar. Benjamin Pavard skoraði meðal annars að margra mati mark mótsins í sextán liða úrslitunum á móti Argentínu þegar hann tók boltann viðstöðulaust á lofti fyrir utan teig eins og sjá má hér fyrir neðan.Pavard is on his way to Bayern Munich. Let's watch the highlight of his summer pic.twitter.com/ngZH0il9vx — 888sport (@888sport) January 9, 2019Bayern liðið er nú við æfingar í Doha en þýska deildin kemur úr vetrarfríi 18. janúar næstkomandi. Bayern er í 2. sæti, sex stigum á eftir Borussia Dortmund og mætir síðan Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Benjamin Pavard mun þó ekki hjálpa þeim í næstu leikjum því hann klárar tímabilið með Stuttgart þar sem hann hefur spilað frá árinu 2016. Pavard hefur leikið átján A-landsleiki fyrir Frakka þar af sex þeirra í úrslitakeppni HM síðasta sumar. Hann varð heimsmeistari í tólfta landsleiknum sínum en þann fyrsta spilaði hann 10. nóvember rúmu hálfu ári áður. Benjamin Pavard hefur aðeins skorað 1 mark í 48 leikjum með Stuttgart í þýsku deildinni og á enn eftir að skora á þessu tímabili. Eina markið hans í keppnisleik á árinu 2018 var einmitt markið á móti Argentínu, flottasta markið á HM í Rússlandi."Er ist ein junger Spieler, der Weltmeister ist. Wir sind sehr froh und stolz, dass wir einen solchen Spieler für den #FCBayern gewinnen konnten!" pic.twitter.com/XFkTCHSjKg — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019Benjamin Pavard will become the 8th French player to play for FC Bayern [Opta] pic.twitter.com/0Vmh5IbVJL — Bayern & Germany (@iMiaSanMia) January 9, 2019
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira