Erkibiskupinn í Lyon svarar til saka fyrir meinta yfirhylmingu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Philippe Bararin spennti greipar í dómsal í Lyon í gær. Sakaður um að hylma yfir með barnaníðingi. Fréttablaðið/AFP Réttarhöld yfir franska kardinálanum Philippe Barbarin, erkibiskupi í Lyon, hófust í Frakklandi í gær. Barbarin á yfir höfði sér fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að hylma yfir með kynferðisbrotum kaþólsks prests gegn ungum skátum. Barbarin er hæst settur þeirra fimm kirkjunnar manna sem ákærðir eru fyrir yfirhylmingu vegna brota sem Bernard Preynat á að hafa framið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar í Lyon. Ásakanir á hendur Preynat komu fyrst fram árið 2015 þegar fyrrverandi skáti steig fram og sakaði hann um kynferðislega misnotkun þegar hann var barn. Samtök þolenda, La Parole Libérée, sem hafa barist ötullega fyrir því að upplýsa um kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar, segja að alls hafi 85 manns nú stigið fram og sakaði Preynat um kynferðisbrot. Stofnandi samtakanna er François Devaux, maðurinn sem fyrstur steig fram og sakaði Preynat um misnotkun.François Devaux steig fram og afhjúpaði Preynat. Fréttablaðið/EPABarbarin er sagður hafa hunsað brot Preynats og gefið að sök að hafa reynt að hylma yfir þau. Hann er 68 ára gamall en á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann neitar öllum sakargiftum. Eftir að skátaskandallinn skók Lyon árið 2015 tók við lögreglurannsókn í hálft ár auk þess sem Barbarin var yfirheyrður. Svo fór að málið var látið niður falla á þeim forsendum að það væri ýmist fyrnt eða erfitt yrði að sanna hin meintu brot. En samtökin La Parole Libérée börðust fyrir því að málið yrði opnað á ný og að Barbarin og fleiri háttsettir innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi yrðu látnir svara til saka fyrir dómi. Preynat sjálfur hefur viðurkennt að hafa misnotað unga drengi í störfum sínum innan kirkjunnar og í skátastarfi. Réttarhöldin yfir honum verða síðar á þessu ári. Þá er einnig væntanlega bíómynd byggð á sögu Devaux, Grâce à Dieu eða Guði sé lof, síðar á þessu ári. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Réttarhöld yfir franska kardinálanum Philippe Barbarin, erkibiskupi í Lyon, hófust í Frakklandi í gær. Barbarin á yfir höfði sér fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að hylma yfir með kynferðisbrotum kaþólsks prests gegn ungum skátum. Barbarin er hæst settur þeirra fimm kirkjunnar manna sem ákærðir eru fyrir yfirhylmingu vegna brota sem Bernard Preynat á að hafa framið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar í Lyon. Ásakanir á hendur Preynat komu fyrst fram árið 2015 þegar fyrrverandi skáti steig fram og sakaði hann um kynferðislega misnotkun þegar hann var barn. Samtök þolenda, La Parole Libérée, sem hafa barist ötullega fyrir því að upplýsa um kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar, segja að alls hafi 85 manns nú stigið fram og sakaði Preynat um kynferðisbrot. Stofnandi samtakanna er François Devaux, maðurinn sem fyrstur steig fram og sakaði Preynat um misnotkun.François Devaux steig fram og afhjúpaði Preynat. Fréttablaðið/EPABarbarin er sagður hafa hunsað brot Preynats og gefið að sök að hafa reynt að hylma yfir þau. Hann er 68 ára gamall en á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann neitar öllum sakargiftum. Eftir að skátaskandallinn skók Lyon árið 2015 tók við lögreglurannsókn í hálft ár auk þess sem Barbarin var yfirheyrður. Svo fór að málið var látið niður falla á þeim forsendum að það væri ýmist fyrnt eða erfitt yrði að sanna hin meintu brot. En samtökin La Parole Libérée börðust fyrir því að málið yrði opnað á ný og að Barbarin og fleiri háttsettir innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi yrðu látnir svara til saka fyrir dómi. Preynat sjálfur hefur viðurkennt að hafa misnotað unga drengi í störfum sínum innan kirkjunnar og í skátastarfi. Réttarhöldin yfir honum verða síðar á þessu ári. Þá er einnig væntanlega bíómynd byggð á sögu Devaux, Grâce à Dieu eða Guði sé lof, síðar á þessu ári.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira