Haldið upp á þrettándann í dag Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 6. janúar 2019 15:00 Brennur verða meðal annars í Vesturbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Vísir/Anton Þrettándagleði verður haldin víða á höfuðborgarsvæðinu í dag með tilheyrandi brennum og flugeldum. Þrír viðburðir verða í Reykjavík, í Vesturbænum, Grafarvogi og Grafarholti og hefjast þeir ýmist klukkan sex eða hálf sjö. Þá verða brennur á fleiri stöðum á landinu, á Álftanesi, Selfossi og Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Orðið „þrettándinn“ er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla. Hann á sér þó langa og gríðarlega merkilega sögu að sögn Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðings. „Ásamt jólanóttinni og nýársnóttinni er þrettándanóttin sú sem mest dultrú hefur lengst af hvílt á í íslenskri þjóðtrú,“ segir Ólína. Þetta er nóttin þegar álfar og huldufólk fara á stjá og nóttin sem kýrnar fá mál. „Hér fyrr á öldum þá töldu menn að fæðingardagur frelsarans væri þessi dagur. Síðan færðist hann framar til 25. desember. Síðan var tímatalinu breytt um 1700 og þá færðist jólahelgin í rauninni til í dagatalinu en Jón Árnason Skálholtsbiskup gaf út almanak árið 1707 og þá merkir hann við 5. janúar, daginn fyrir þrettándann, sem jóladaginn gamla og hann var lengi vel þessi dagur kallaður gömlu jólin,“ segir Ólína. Ólína segir að þetta sé líklegast skýringin á því hvers vegna Íslendingar haldi enn upp á þennan dag þrátt fyrir að hann hafi litla merkingu. Þrettándahátíð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða hefst kl. 18.00 við Melaskóla, í Grafarvogi verður árleg þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæ klukkan 18 og í Grafarholti verður þrettándaganga frá Guðríðarkirkju og brenna í Leirdal klukkan 18:30. Jól Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þrettándagleði verður haldin víða á höfuðborgarsvæðinu í dag með tilheyrandi brennum og flugeldum. Þrír viðburðir verða í Reykjavík, í Vesturbænum, Grafarvogi og Grafarholti og hefjast þeir ýmist klukkan sex eða hálf sjö. Þá verða brennur á fleiri stöðum á landinu, á Álftanesi, Selfossi og Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Orðið „þrettándinn“ er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla. Hann á sér þó langa og gríðarlega merkilega sögu að sögn Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðings. „Ásamt jólanóttinni og nýársnóttinni er þrettándanóttin sú sem mest dultrú hefur lengst af hvílt á í íslenskri þjóðtrú,“ segir Ólína. Þetta er nóttin þegar álfar og huldufólk fara á stjá og nóttin sem kýrnar fá mál. „Hér fyrr á öldum þá töldu menn að fæðingardagur frelsarans væri þessi dagur. Síðan færðist hann framar til 25. desember. Síðan var tímatalinu breytt um 1700 og þá færðist jólahelgin í rauninni til í dagatalinu en Jón Árnason Skálholtsbiskup gaf út almanak árið 1707 og þá merkir hann við 5. janúar, daginn fyrir þrettándann, sem jóladaginn gamla og hann var lengi vel þessi dagur kallaður gömlu jólin,“ segir Ólína. Ólína segir að þetta sé líklegast skýringin á því hvers vegna Íslendingar haldi enn upp á þennan dag þrátt fyrir að hann hafi litla merkingu. Þrettándahátíð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða hefst kl. 18.00 við Melaskóla, í Grafarvogi verður árleg þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæ klukkan 18 og í Grafarholti verður þrettándaganga frá Guðríðarkirkju og brenna í Leirdal klukkan 18:30.
Jól Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?