Segir samhljóm með áherslum BSRB og Alþýðusambandsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. janúar 2019 09:00 Sonja Ýr, sem hér sést ávarpa þing ASÍ, segir margt sameiginlegt í áherslum BSRB og ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það er ljóst að okkar áherslur verða í skattamálum og húsnæðismálum. Svo eru ýmis sérmál okkar eins og jöfnun launa milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og áframhaldandi launaþróunartrygging. Við leggjum líka mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um komandi kjaraviðræður. Alls losna 152 kjarasamningar í lok mars næstkomandi en þar eru undir flestir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt lögum þurfa aðilar að skila viðræðuáætlunum til ríkissáttasemjara tíu vikum fyrir þann tíma og rann sá frestur út í gær. Um hádegi í gær höfðu embættinu borist 14 áætlanir en taka skal fram að heildarsamtök geta gert sameiginlega áætlun fyrir sín aðildarfélög. Í svari frá ríkissáttasemjara kemur fram að von sé á fleiri áætlunum eftir helgi en ekki liggi fyrir hversu margar þær verði. Sonja segir að stutt sé í að kröfur aðildarfélaga BSRB verði klárar. „Þetta er farið að skýrast. Það eru búnir að vera fundir hjá aðildarfélögunum og samningseiningum BSRB þar sem við erum að ræða hverjar verða sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum og viðsemjendum.“ Félagsmenn BSRB eru um 21 þúsund talsins og losna samningar meginþorra þeirra í lok mars. „Það er okkar stefna að tryggja lægstu launin þannig að það er samstaða með aðildarfélögum ASÍ hvað það varðar. Svo eru áherslur okkar svipaðar í skatta- og húsnæðismálum,“ segir Sonja. Varðandi samráð við stjórnvöld bendir Sonja á að von sé á tillögum átakshóps um húsnæðismál vonandi í næstu viku. „Það er auðvitað mikilvægt að taka það samtal og það er tilraunarinnar virði að fá fólk til að sameinast um tillögur. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn.“ Umræðan um skattamálin sé hins vegar svolítið á eftir. „Þau eru á dagskrá í samtali við stjórnvöld næsta þriðjudag og það verður áhugavert að heyra af því. Þau mál verða samt auðvitað ekki kláruð á einum degi.“ Kjaramál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
„Það er ljóst að okkar áherslur verða í skattamálum og húsnæðismálum. Svo eru ýmis sérmál okkar eins og jöfnun launa milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og áframhaldandi launaþróunartrygging. Við leggjum líka mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um komandi kjaraviðræður. Alls losna 152 kjarasamningar í lok mars næstkomandi en þar eru undir flestir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt lögum þurfa aðilar að skila viðræðuáætlunum til ríkissáttasemjara tíu vikum fyrir þann tíma og rann sá frestur út í gær. Um hádegi í gær höfðu embættinu borist 14 áætlanir en taka skal fram að heildarsamtök geta gert sameiginlega áætlun fyrir sín aðildarfélög. Í svari frá ríkissáttasemjara kemur fram að von sé á fleiri áætlunum eftir helgi en ekki liggi fyrir hversu margar þær verði. Sonja segir að stutt sé í að kröfur aðildarfélaga BSRB verði klárar. „Þetta er farið að skýrast. Það eru búnir að vera fundir hjá aðildarfélögunum og samningseiningum BSRB þar sem við erum að ræða hverjar verða sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum og viðsemjendum.“ Félagsmenn BSRB eru um 21 þúsund talsins og losna samningar meginþorra þeirra í lok mars. „Það er okkar stefna að tryggja lægstu launin þannig að það er samstaða með aðildarfélögum ASÍ hvað það varðar. Svo eru áherslur okkar svipaðar í skatta- og húsnæðismálum,“ segir Sonja. Varðandi samráð við stjórnvöld bendir Sonja á að von sé á tillögum átakshóps um húsnæðismál vonandi í næstu viku. „Það er auðvitað mikilvægt að taka það samtal og það er tilraunarinnar virði að fá fólk til að sameinast um tillögur. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn.“ Umræðan um skattamálin sé hins vegar svolítið á eftir. „Þau eru á dagskrá í samtali við stjórnvöld næsta þriðjudag og það verður áhugavert að heyra af því. Þau mál verða samt auðvitað ekki kláruð á einum degi.“
Kjaramál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira