66 þúsund tonn af kolum Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 16. janúar 2019 07:00 Eitt af stóru málum okkar hjá Landvernd er baráttan gegn stóriðjuframkvæmdum sem auka mjög á losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Þetta á meðal annars við um kísilver PCC á Bakka. Samkvæmt starfsleyfi hefur kílsilverið heimild til að brenna árlega 66 þúsund tonnum af kolum og þannig auka losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum um 8 prósent á ári. Fyrir jól féll úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Landvernd kærði starfsleyfi kísilversins. Landvernd telur að starfsleyfið stangist meðal annars á við skuldbindingar Íslands um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því miður féllst Úrskurðarnefndin ekki á að ástæða væri til þess að afturkalla starfsleyfi verksmiðjunnar. Landvernd kallar eftir því að stofnanir ríkisins og fyrirtæki í eigu þess leggist á eitt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í raun og hætti að nota loftslagsmál sem tylliástæðu fyrir uppfyllingu virkjana- og verksmiðjudrauma sinna.Réttlæta eyðilegginguna Sumum er tamt að halda því fram að framlag okkar Íslendinga til loftslagsmála sé virkjun vatnsfalla og jarðhita til framleiðslu á hráefnum sem fara á heimsmarkað. Með því réttlæta sumir fyrir sjálfum sér þá eyðileggingu sem við höfum stundað á gríðarfögrum náttúruminjum Íslands sem eru oft einstakar í heiminum. Þá er því haldið fram að með því dragi úr framleiðslu hráefnanna með jarðefnaeldsneyti en ekki hefur verið sýnt fram á neitt slíkt samhengi; eingöngu er ljóst að framboð af hráefninu er aukið. Landvernd er í þessu tilviki ekki sumir. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að benda á þau mörgu tækifæri sem við höfum til þess að draga úr okkar eigin losun gróðurhúsalofttegunda jafnframt því sem við verndum þann mikla auð sem býr í náttúrunni okkar og vera þannig góð fyrirmynd fyrir heiminn sem þjóð sem er kolefnisneikvæð. Með því yrðum við þjóð sem bindur meira af gróðurhúsalofttegundum en hún losar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Eitt af stóru málum okkar hjá Landvernd er baráttan gegn stóriðjuframkvæmdum sem auka mjög á losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Þetta á meðal annars við um kísilver PCC á Bakka. Samkvæmt starfsleyfi hefur kílsilverið heimild til að brenna árlega 66 þúsund tonnum af kolum og þannig auka losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum um 8 prósent á ári. Fyrir jól féll úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Landvernd kærði starfsleyfi kísilversins. Landvernd telur að starfsleyfið stangist meðal annars á við skuldbindingar Íslands um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því miður féllst Úrskurðarnefndin ekki á að ástæða væri til þess að afturkalla starfsleyfi verksmiðjunnar. Landvernd kallar eftir því að stofnanir ríkisins og fyrirtæki í eigu þess leggist á eitt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í raun og hætti að nota loftslagsmál sem tylliástæðu fyrir uppfyllingu virkjana- og verksmiðjudrauma sinna.Réttlæta eyðilegginguna Sumum er tamt að halda því fram að framlag okkar Íslendinga til loftslagsmála sé virkjun vatnsfalla og jarðhita til framleiðslu á hráefnum sem fara á heimsmarkað. Með því réttlæta sumir fyrir sjálfum sér þá eyðileggingu sem við höfum stundað á gríðarfögrum náttúruminjum Íslands sem eru oft einstakar í heiminum. Þá er því haldið fram að með því dragi úr framleiðslu hráefnanna með jarðefnaeldsneyti en ekki hefur verið sýnt fram á neitt slíkt samhengi; eingöngu er ljóst að framboð af hráefninu er aukið. Landvernd er í þessu tilviki ekki sumir. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að benda á þau mörgu tækifæri sem við höfum til þess að draga úr okkar eigin losun gróðurhúsalofttegunda jafnframt því sem við verndum þann mikla auð sem býr í náttúrunni okkar og vera þannig góð fyrirmynd fyrir heiminn sem þjóð sem er kolefnisneikvæð. Með því yrðum við þjóð sem bindur meira af gróðurhúsalofttegundum en hún losar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar