Byltingarkennd meðferð við augnþurrki sem stafar af vanvirkum fitukirtlum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. janúar 2019 21:00 Allt að þriðjungur fólks yfir fimmtugu þjáist af augnþurrki en meðal þess sem veldur þurrkinum er augnháramítill. Ný byltingarkennd aðferð við augnþurrki hefur verið tekin í notkun hér á landi en allir þeir sem hafa farið í meðferðina hingað til hafa náð einhverjum bata. Ein algengasta ástæðan fyrir heimsóknum fólks til augnlækna er augnþurrkur. Talið er að um fimm til þrjátíu prósent fimmtíu ára og eldri þjáist af sjúkdómnum en erfiðlega hefur gengið að ná fullum bata með þeim meðferðum sem hafa verið notaðar hér á landi hingað til.Svona lítur augnháramítill út eftir að hann hefur verið margfalt stækkaður. Hann finnst hjá flestum og getur valdið augnþurrki og særindum í augum.Ástæður augnþurrks geta verið margvíslegar að sögn Sigurlaugar Guðrúnar Gunnarsdóttur, augnhjúkrunarfræðings hjá Táralind. „Algengasta ástæðan fyrir augnþurrki eru vanvirkir fitukirtlar. Það eru þó til aðrar ástæður eins og offjölgun á augnháramítli en hann getur valdið þurrki og sárindum í augum,“ segir Sigurlaug. Hún segir að flestir séu með augnháramítil en hann smitist milli fólks. Mítillinn nærist á bakteríum og húðfrumum en hægt er að fara í meðferð ef hann fjölgar sér of mikið. Sigurlaug segir hins vegar að nýbyrjað sé að nota tæki sem nefnist E-Eye sem sé bylting við augnþurrki sem stafar af vanvirkum fitukirtlum í augum. Um 85% þeirra sem hafi farið í hana erlendis hafi náð einhverjum bata. „Við byrjuðum að bjóða meðferðina hér í desember og alls hafa sautján manns komið í fulla meðferð, þeir hafa allir sýnt einhvern bata. Meðferðin hjálpar fitukirtlunum í augunum innan frá og mýkir þá þannig að batinn kemur fyrr og varir lengur,“ segir Sigurlaug að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Allt að þriðjungur fólks yfir fimmtugu þjáist af augnþurrki en meðal þess sem veldur þurrkinum er augnháramítill. Ný byltingarkennd aðferð við augnþurrki hefur verið tekin í notkun hér á landi en allir þeir sem hafa farið í meðferðina hingað til hafa náð einhverjum bata. Ein algengasta ástæðan fyrir heimsóknum fólks til augnlækna er augnþurrkur. Talið er að um fimm til þrjátíu prósent fimmtíu ára og eldri þjáist af sjúkdómnum en erfiðlega hefur gengið að ná fullum bata með þeim meðferðum sem hafa verið notaðar hér á landi hingað til.Svona lítur augnháramítill út eftir að hann hefur verið margfalt stækkaður. Hann finnst hjá flestum og getur valdið augnþurrki og særindum í augum.Ástæður augnþurrks geta verið margvíslegar að sögn Sigurlaugar Guðrúnar Gunnarsdóttur, augnhjúkrunarfræðings hjá Táralind. „Algengasta ástæðan fyrir augnþurrki eru vanvirkir fitukirtlar. Það eru þó til aðrar ástæður eins og offjölgun á augnháramítli en hann getur valdið þurrki og sárindum í augum,“ segir Sigurlaug. Hún segir að flestir séu með augnháramítil en hann smitist milli fólks. Mítillinn nærist á bakteríum og húðfrumum en hægt er að fara í meðferð ef hann fjölgar sér of mikið. Sigurlaug segir hins vegar að nýbyrjað sé að nota tæki sem nefnist E-Eye sem sé bylting við augnþurrki sem stafar af vanvirkum fitukirtlum í augum. Um 85% þeirra sem hafi farið í hana erlendis hafi náð einhverjum bata. „Við byrjuðum að bjóða meðferðina hér í desember og alls hafa sautján manns komið í fulla meðferð, þeir hafa allir sýnt einhvern bata. Meðferðin hjálpar fitukirtlunum í augunum innan frá og mýkir þá þannig að batinn kemur fyrr og varir lengur,“ segir Sigurlaug að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira