Dagur: Stefnir í góða átt hjá Íslandi en fleiri lönd eiga efnilega leikmenn Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 13. janúar 2019 12:30 Dagur Sigurðsson stýrir liði Japan á HM. vísir/getty Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan og fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, var ánægður með fyrsta leik Íslands á HM 2019 þrátt fyrir tapið á móti Króatíu. Strákarnir okkar gáfu stórliði Króatíu alvöru leik í 50 mínútur og voru tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik áður en að slakur kafli á síðustu tíu mínútunum gerði út um sigurvonirnar. „Mér fannst byrjunin mjög jákvæð. Ég held að það sé samdóma álit að allir eru jákvæðir gagnvart liðinu. Ísland spilaði þennan fyrsta leik alveg gríðarlega vel. Mér fannst gaman að sjá hraðann á liðinu. Þetta er lið sem að getur vaxið en það þarf þolinmæði bæði hjá þeim sem að eru í kringum liðið og líka hjá leikmönnum,“ segir Dagur en Vísir settist niður með honum á liðshótelinu.Elvar Örn Jónsson stóð sig vel í fyrsta leik.Fréttablaðið/AFPErfitt að komast upp á við Ísland var komið í efsta stig handboltans frá 2008-2012 og vann til verðlauna en tröppugangurinn hefur verið niður á við undanfarin ár. Nú vonast menn til að horfa aftur upp á við. „Þetta stefnir í góða átt en það er erfitt að sækja hvert sæti þarna efst. Það er eitt að koma sér aftur upp í topp sex en skrefin eftir það eru enn þá erfiðari. Þetta vita þeir alveg þannig að menn þurfa bara að vera með þetta á hreinu,“ segir Dagur. Íslendingar eru eðlilega spenntir fyrir nýju strákunum í liðinu eins og Elvari Erni Jónssyni sem spilaði stórvel í sínum fyrsta leik á stórmóti á móti Króatíu.Dagur Sigurðsson á æfingu með Japan.vísir/tomBörsungar heima hjá sér Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson eru svo líka gríðarlega efnilegir en Dagur bendir á að það eru fleiri lönd að ala upp góða leikmenn. Og það ansi góða. „Stóru liðin eiga öll fullt af efnilegum leikmönnum. Við erum ekkert einir með það að eiga efnilega leikmenn. Ungu leikmennirnir sem að Frakkarnir eru ekki með í hópnum sínum hérna eru líka geggjaðir og eru komnir til Barcelona og stærstu liðin,“ segir Dagur. „Við megum því ekki ofmeta þetta hjá okkur en þetta er sannarlega jákvætt fyrir handboltann heima og maður sér að þjóðin er rosalega ánægð. Það gerist alltaf að það kemur ný kynslóð,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Það kemur alltaf ný kynslóð HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir HM í dag: Stína brjáluð og blóðug barátta fyrir kaffi Strákarnir okkar mæta Spáni í dag í Ólympíuhöllinni í München. 13. janúar 2019 12:00 Bjarki Már: Eina leiðin til að spila handbolta er að vera töffari Bjarki Már Elísson segir töffaraskap í þessu nýja unga landsliði. 13. janúar 2019 09:00 Minntust Kolbeins í München Kolbeinn Aron Arnarson féll frá um jólin og var minnst af handboltaáhugamönnum í München. 13. janúar 2019 11:21 Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan og fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, var ánægður með fyrsta leik Íslands á HM 2019 þrátt fyrir tapið á móti Króatíu. Strákarnir okkar gáfu stórliði Króatíu alvöru leik í 50 mínútur og voru tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik áður en að slakur kafli á síðustu tíu mínútunum gerði út um sigurvonirnar. „Mér fannst byrjunin mjög jákvæð. Ég held að það sé samdóma álit að allir eru jákvæðir gagnvart liðinu. Ísland spilaði þennan fyrsta leik alveg gríðarlega vel. Mér fannst gaman að sjá hraðann á liðinu. Þetta er lið sem að getur vaxið en það þarf þolinmæði bæði hjá þeim sem að eru í kringum liðið og líka hjá leikmönnum,“ segir Dagur en Vísir settist niður með honum á liðshótelinu.Elvar Örn Jónsson stóð sig vel í fyrsta leik.Fréttablaðið/AFPErfitt að komast upp á við Ísland var komið í efsta stig handboltans frá 2008-2012 og vann til verðlauna en tröppugangurinn hefur verið niður á við undanfarin ár. Nú vonast menn til að horfa aftur upp á við. „Þetta stefnir í góða átt en það er erfitt að sækja hvert sæti þarna efst. Það er eitt að koma sér aftur upp í topp sex en skrefin eftir það eru enn þá erfiðari. Þetta vita þeir alveg þannig að menn þurfa bara að vera með þetta á hreinu,“ segir Dagur. Íslendingar eru eðlilega spenntir fyrir nýju strákunum í liðinu eins og Elvari Erni Jónssyni sem spilaði stórvel í sínum fyrsta leik á stórmóti á móti Króatíu.Dagur Sigurðsson á æfingu með Japan.vísir/tomBörsungar heima hjá sér Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson eru svo líka gríðarlega efnilegir en Dagur bendir á að það eru fleiri lönd að ala upp góða leikmenn. Og það ansi góða. „Stóru liðin eiga öll fullt af efnilegum leikmönnum. Við erum ekkert einir með það að eiga efnilega leikmenn. Ungu leikmennirnir sem að Frakkarnir eru ekki með í hópnum sínum hérna eru líka geggjaðir og eru komnir til Barcelona og stærstu liðin,“ segir Dagur. „Við megum því ekki ofmeta þetta hjá okkur en þetta er sannarlega jákvætt fyrir handboltann heima og maður sér að þjóðin er rosalega ánægð. Það gerist alltaf að það kemur ný kynslóð,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Það kemur alltaf ný kynslóð
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir HM í dag: Stína brjáluð og blóðug barátta fyrir kaffi Strákarnir okkar mæta Spáni í dag í Ólympíuhöllinni í München. 13. janúar 2019 12:00 Bjarki Már: Eina leiðin til að spila handbolta er að vera töffari Bjarki Már Elísson segir töffaraskap í þessu nýja unga landsliði. 13. janúar 2019 09:00 Minntust Kolbeins í München Kolbeinn Aron Arnarson féll frá um jólin og var minnst af handboltaáhugamönnum í München. 13. janúar 2019 11:21 Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
HM í dag: Stína brjáluð og blóðug barátta fyrir kaffi Strákarnir okkar mæta Spáni í dag í Ólympíuhöllinni í München. 13. janúar 2019 12:00
Bjarki Már: Eina leiðin til að spila handbolta er að vera töffari Bjarki Már Elísson segir töffaraskap í þessu nýja unga landsliði. 13. janúar 2019 09:00
Minntust Kolbeins í München Kolbeinn Aron Arnarson féll frá um jólin og var minnst af handboltaáhugamönnum í München. 13. janúar 2019 11:21
Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30