Umfjöllun um súrt tap gegn Króatíu: Slæmur lokakafli en ekki slæmi kaflinn Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 19:30 Guðmundur Guðmundsson var svekktur í leikslok. vísir/epa „Ohhh!“ hvæsti sársvekktur Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins, rétt áður en Vísir tók hann tali eftir tapið súra gegn Króatíu, 31-27, í fyrsta leik liðanna á HM 2019. Það er alveg hægt að taka undir með Arnóri: „Ohhh!“ Þetta var svekkjandi. Mjög svekkjandi. Góðar 50 mínútur í handbolta geta skilað þér sigri á móti ansi mörgum andstæðingum en Króatía er ekki einn þeirra. Vont skotval, tapaðir boltar og brottrekstrar á móti liði eins og Króatíu er bara mark í bakið. Það er alveg eins hægt að kasta boltanum í eigið mark. Úrslitin voru ekki síður svekkjandi eftir handboltann sem strákarnir buðu upp á lengst af í leiknum. Karakterinn var mikill og gæðin ekki minni þegar að liðið breytti stöðunni úr 16-20 í 24-22. Í staðinn fyrir að sökkva ofan í holuna sem þeir voru búnir að grafa klifruðu þeir upp í sólarljósið. En, þú færð því miður ekki stig fyrir að reyna og gera bara vel. Þú færð vissulega gott veganesti inn í næstu leiki, mögulega sjálfstraust og innlögn á reynslubankann en það skilar því miður ekki stigum.Aron Pálmarsson fékk tíu í sóknareinkunn hjá HB Statz.vísir/epaAron skaut - og skoraði! Nú verða sagðar gamlar fréttir og nýjar: Aron Pálmarsson er ótrúlega góður í handbolta. Hann var beðinn um að fara í gamla hlutverkið sitt að skjóta á markið og skora og sá svaraði kallinu. Sjö mörk í tíu skotum, níu sköpuð færi, sjö stoðsendingar og aðeins einn tapaður bolti. Sóknareinkunn á HB Statz upp á 10. Aron lét sitt ekki eftir liggja og skoraði nánast að vild, oft úr erfiðum færum og átti sjö af tíu stoðsendingum liðsins. Annar reynslubolti, Arnór Þór Gunnarsson, var sömuleiðis traustur í hægra horninu og nýtti öll sín færi og bæði vítaköstin. Arnór var líka allan tímann að rífa sína menn áfram og þá er hann með svarta beltið í því að fá íslenskt fólk í stúkunni til að standa á fætur og taka þátt. Sóknarleikurinn var ansi vel smurður fram að umræddum lokakafla. Það er ekkert grín að brjóta á bak aftur þessa króatísku vörn en íslenska liðið náði sér í fín færi og hefði leikandi skorað 30 mörk ef ekki hefði allt farið í hundana í lokin.Elvar Örn Jónsson var frábær í sínum fyrsta leik á stórmóti.vísir/tomNegla hjá nýliðanum Elvar Örn Jónsson var að spila sinn fyrsta leik á HM og það á móti einu besta liði heims. Fyrstu 50 mínútur leiksins var ekki að sjá að þessi 21 árs gamli Selfyssingur væri að þreyta frumraun sína á stóra sviðinu. Hann mætti bara beint úr Iðu, nýbúinn að kyngja síðasta bragðarefnum úr Huppu, og var frábær. Elvar var hvergi banginn og skoraði í fyrstu tveimur skotunum sínum. Hann spilaði stórt hlutverk í sókninni þar sem að hann endaði reyndar undir 50 prósent í skotnýtingu en gaf þrjár stoðsendingar til viðbótar við mörkin fimm. Áður en nýliðinn er hengdur fyrir það slæma sem að hann gerði undir lokin má einnig benda á að hann var með flestar löglegar stöðvanir í varnarleiknum ásamt Ólafi Gústafssyni eða sjö talsins og spilaði einnig hægra megin í sókinni þegar að Ómar Ingi Magnússon þurfti að setjast á bekkinn og hugsa sinn gang eftir slakan leik framan af. Einnig verður að hrósa Ágústi Elí Björgvinssyni fyrir hans innkomu. Markvörðurinn er að spila á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en hann fékk nokkrar mínútur á EM í fyrra. Þökk sé honum komst íslenska liðið í forystu í seinni hálfleik og er gott að vita að hann sé klár fyrir aftan Björgvin.Það er ekkert grín að ráða við króatísku sóknarmennina.vísir/epaÝmislegt eftir ópússað Það góða sem íslenska liðið bauð upp á í dag var virkilega gott. Sóknarleikurinn var hraður, beinskeyttur og flestar sendingar höfðu tilgang. Sjaldan lenti liðið í einhverri of mikilli vitleysu og flestar sóknir enduðu með skoti. Varnarleikurinn er enn að slípast en það þarf ekki nema að líta á tölfræðina til að sjá að þetta er allt að koma. Þetta eru ekkert nein íslensk gleraugu heldur ískaldar staðreyndir. Ísland var með 24 stöðvanir á móti 15 í leiknum og hélt stórskyttum Króatíu í 36 prósent skotum fyrir utan teig. Vissulega fengum við á okkur fleiri víti enda erfitt að eltast við þessa króatísku dreka. Varnarleikurinn átti skilið betri markvörslu en 24,4 prósent markvarsla skilar þér ekki sigri á móti svona sterku liði á stórmóti. Markverðirnir eru enn að ná takti með vörninni en það þarf að fara að slá þennan takt fljótlega. Helst á sunnudaginn á móti Spáni því þar bíður annað skrímsli. Evrópumeistararnir. Lokakaflinn í dag var bara slæmur kafli en ekki hinn víðfrægi slæmi kafli. Mínútunum sem að íslenska liðið spilar vel fjölgar, leikirnir eru að verða heilsteyptari, varnarleikurinn betri og og liðið þéttara. Það mátti litlu muna í dag en nógu miklu til að vinna lið eins og Króatíu. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53 Guðmundur vonsvikinn með tapið en hrósar strákunum fyrir „framúrskarandi frammistöðu“ Stoltur af strákunum, segir landsliðsþjálfarinn. 11. janúar 2019 19:16 Elvar: Getum unnið hvaða lið sem er Elvar Örn Jónsson var frábær í sínum fyrsta leik á stórmóti með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Ísenska liðið tapaði með fjórum mörkum fyrir Króatíu. 11. janúar 2019 19:04 Aron: Hef haft bullandi trú á þessu frá degi eitt Aron Pálmarson, fyrirliði Íslands, var sár og svektur eftir tapið gegn Króatíu í kvöld en sagðist vera stoltur af hópnum sem gaf Króötum ekkert eftir. 11. janúar 2019 19:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
„Ohhh!“ hvæsti sársvekktur Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins, rétt áður en Vísir tók hann tali eftir tapið súra gegn Króatíu, 31-27, í fyrsta leik liðanna á HM 2019. Það er alveg hægt að taka undir með Arnóri: „Ohhh!“ Þetta var svekkjandi. Mjög svekkjandi. Góðar 50 mínútur í handbolta geta skilað þér sigri á móti ansi mörgum andstæðingum en Króatía er ekki einn þeirra. Vont skotval, tapaðir boltar og brottrekstrar á móti liði eins og Króatíu er bara mark í bakið. Það er alveg eins hægt að kasta boltanum í eigið mark. Úrslitin voru ekki síður svekkjandi eftir handboltann sem strákarnir buðu upp á lengst af í leiknum. Karakterinn var mikill og gæðin ekki minni þegar að liðið breytti stöðunni úr 16-20 í 24-22. Í staðinn fyrir að sökkva ofan í holuna sem þeir voru búnir að grafa klifruðu þeir upp í sólarljósið. En, þú færð því miður ekki stig fyrir að reyna og gera bara vel. Þú færð vissulega gott veganesti inn í næstu leiki, mögulega sjálfstraust og innlögn á reynslubankann en það skilar því miður ekki stigum.Aron Pálmarsson fékk tíu í sóknareinkunn hjá HB Statz.vísir/epaAron skaut - og skoraði! Nú verða sagðar gamlar fréttir og nýjar: Aron Pálmarsson er ótrúlega góður í handbolta. Hann var beðinn um að fara í gamla hlutverkið sitt að skjóta á markið og skora og sá svaraði kallinu. Sjö mörk í tíu skotum, níu sköpuð færi, sjö stoðsendingar og aðeins einn tapaður bolti. Sóknareinkunn á HB Statz upp á 10. Aron lét sitt ekki eftir liggja og skoraði nánast að vild, oft úr erfiðum færum og átti sjö af tíu stoðsendingum liðsins. Annar reynslubolti, Arnór Þór Gunnarsson, var sömuleiðis traustur í hægra horninu og nýtti öll sín færi og bæði vítaköstin. Arnór var líka allan tímann að rífa sína menn áfram og þá er hann með svarta beltið í því að fá íslenskt fólk í stúkunni til að standa á fætur og taka þátt. Sóknarleikurinn var ansi vel smurður fram að umræddum lokakafla. Það er ekkert grín að brjóta á bak aftur þessa króatísku vörn en íslenska liðið náði sér í fín færi og hefði leikandi skorað 30 mörk ef ekki hefði allt farið í hundana í lokin.Elvar Örn Jónsson var frábær í sínum fyrsta leik á stórmóti.vísir/tomNegla hjá nýliðanum Elvar Örn Jónsson var að spila sinn fyrsta leik á HM og það á móti einu besta liði heims. Fyrstu 50 mínútur leiksins var ekki að sjá að þessi 21 árs gamli Selfyssingur væri að þreyta frumraun sína á stóra sviðinu. Hann mætti bara beint úr Iðu, nýbúinn að kyngja síðasta bragðarefnum úr Huppu, og var frábær. Elvar var hvergi banginn og skoraði í fyrstu tveimur skotunum sínum. Hann spilaði stórt hlutverk í sókninni þar sem að hann endaði reyndar undir 50 prósent í skotnýtingu en gaf þrjár stoðsendingar til viðbótar við mörkin fimm. Áður en nýliðinn er hengdur fyrir það slæma sem að hann gerði undir lokin má einnig benda á að hann var með flestar löglegar stöðvanir í varnarleiknum ásamt Ólafi Gústafssyni eða sjö talsins og spilaði einnig hægra megin í sókinni þegar að Ómar Ingi Magnússon þurfti að setjast á bekkinn og hugsa sinn gang eftir slakan leik framan af. Einnig verður að hrósa Ágústi Elí Björgvinssyni fyrir hans innkomu. Markvörðurinn er að spila á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en hann fékk nokkrar mínútur á EM í fyrra. Þökk sé honum komst íslenska liðið í forystu í seinni hálfleik og er gott að vita að hann sé klár fyrir aftan Björgvin.Það er ekkert grín að ráða við króatísku sóknarmennina.vísir/epaÝmislegt eftir ópússað Það góða sem íslenska liðið bauð upp á í dag var virkilega gott. Sóknarleikurinn var hraður, beinskeyttur og flestar sendingar höfðu tilgang. Sjaldan lenti liðið í einhverri of mikilli vitleysu og flestar sóknir enduðu með skoti. Varnarleikurinn er enn að slípast en það þarf ekki nema að líta á tölfræðina til að sjá að þetta er allt að koma. Þetta eru ekkert nein íslensk gleraugu heldur ískaldar staðreyndir. Ísland var með 24 stöðvanir á móti 15 í leiknum og hélt stórskyttum Króatíu í 36 prósent skotum fyrir utan teig. Vissulega fengum við á okkur fleiri víti enda erfitt að eltast við þessa króatísku dreka. Varnarleikurinn átti skilið betri markvörslu en 24,4 prósent markvarsla skilar þér ekki sigri á móti svona sterku liði á stórmóti. Markverðirnir eru enn að ná takti með vörninni en það þarf að fara að slá þennan takt fljótlega. Helst á sunnudaginn á móti Spáni því þar bíður annað skrímsli. Evrópumeistararnir. Lokakaflinn í dag var bara slæmur kafli en ekki hinn víðfrægi slæmi kafli. Mínútunum sem að íslenska liðið spilar vel fjölgar, leikirnir eru að verða heilsteyptari, varnarleikurinn betri og og liðið þéttara. Það mátti litlu muna í dag en nógu miklu til að vinna lið eins og Króatíu.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53 Guðmundur vonsvikinn með tapið en hrósar strákunum fyrir „framúrskarandi frammistöðu“ Stoltur af strákunum, segir landsliðsþjálfarinn. 11. janúar 2019 19:16 Elvar: Getum unnið hvaða lið sem er Elvar Örn Jónsson var frábær í sínum fyrsta leik á stórmóti með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Ísenska liðið tapaði með fjórum mörkum fyrir Króatíu. 11. janúar 2019 19:04 Aron: Hef haft bullandi trú á þessu frá degi eitt Aron Pálmarson, fyrirliði Íslands, var sár og svektur eftir tapið gegn Króatíu í kvöld en sagðist vera stoltur af hópnum sem gaf Króötum ekkert eftir. 11. janúar 2019 19:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53
Guðmundur vonsvikinn með tapið en hrósar strákunum fyrir „framúrskarandi frammistöðu“ Stoltur af strákunum, segir landsliðsþjálfarinn. 11. janúar 2019 19:16
Elvar: Getum unnið hvaða lið sem er Elvar Örn Jónsson var frábær í sínum fyrsta leik á stórmóti með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Ísenska liðið tapaði með fjórum mörkum fyrir Króatíu. 11. janúar 2019 19:04
Aron: Hef haft bullandi trú á þessu frá degi eitt Aron Pálmarson, fyrirliði Íslands, var sár og svektur eftir tapið gegn Króatíu í kvöld en sagðist vera stoltur af hópnum sem gaf Króötum ekkert eftir. 11. janúar 2019 19:00